Til styrktar ungmennum
Og við tölum um Krist
Til styrktar ungmennum, maí 2025


Kvöldhluti laugardags

Og við tölum um Krist

Útdráttur

alt text

Hala niður PDF-skjali

Lifandi spámenn okkar tíma – sem hljóta opinberun frá Guði til að kenna og leiða okkur – bjóða okkur í auknum mæli að koma til Krists. … Við gætum nefnt fjölda dæma um breytingar og umbætur sem Æðsta forsætisráðið hefur tilkynnt um, sem eru gerðar til að beina okkur að Jesú Kristi. …

Við skulum skoða nánar áhrif sumra þeirra. Fyrst, tákn kirkjunnar.

… Þetta tákn endurspeglar þann sannleika að Kristur er þungamiðja kirkju sinnar og ætti að vera þungamiðja lífs okkar. …

… Tákn þetta er sjónræn framsetning á elsku frelsarans Jesú Krists og stöðug áminning um hinn lifandi Krist. …

Við skulum nú íhuga mikilvægi páskanna. … Í stuttu máli, þá höfum við verið hvött til að fagna páskum á æðri og helgari hátt. …

Páskarnir gera okkur kleift að heiðra bæði friðþægingarfórn Jesú Krists og bókstaflega og gleðilega upprisu hans. …

… Þótt það virðist vera vaxandi tilhneiging meðal ýmissa kristinna guðfræðinga, að líta á upprisuna í óeiginlegri og táknrænu samhengi, þá staðfestum við kenningu okkar um að „upprisan þýði að allir sem lifað hafa muni rísa upp og að upprisan sé bókstafleg“. … Jesús Kristur rauf helsi dauðans fyrir hverja lifandi sál. …

Að lokum ber ég vitni um að öll þau sem þiggja boð okkar lifandi spámanns og ráðgjafa hans, um að minnast vísvitandi á betri hátt hinna helgu atburða sem páskarnir standa fyrir, munu finna samband sitt við Jesú Krist verða stöðugt sterkara.