Kjarni málsins
Hvernig lifum við í þessum heimi og „[leggjum] til hliðar það, sem þessa heims er“?
Lærisveinarnir sem hann hafði útvalið, eftir Casey Childs
Drottinn hefur sagt: „Þú skalt leggja til hliðar það, sem þessa heims er, og leita þess, sem betra er“ (Kenning og sáttmálar 25:10). Þetta þýðir ekki að við hunsum stundlegar og efnislegar þarfir okkar, en það þýðir að við einblínum ekki á ríkidæmi, völd, stöðu eða velþóknun heimsins. Hér eru nokkrar reglur sem okkur hafa verið kenndar um að lifa í heiminum:
Hafið það sem Guðs er í fyrirrúmi. „Leitið fyrst ríkis [Guðs] og réttlætis“ (Matteus 6:33). Í hjörtum okkar og lífi eru boðorð Guðs og sáttmálar okkar við hann í fyrirrúmi.
Leitið fræðslu. „Þegar þið lærið um heiminn umhverfis, lærið þá líka um frelsarann. … Því meira sem þið lærið, því meira getið þið hjálpað við að byggja upp ríki Guðs og haft áhrif á heiminn til góðs“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum [2022], 31, 32).
Atvinna. „Vinnusemi er mikilvæg trúarregla. Hún eykur vöxt og þroskar okkur. … Drottinn vill ekki aðeins að við sjáum fyrir fjölskyldum okkar, heldur að við ,[störfum af kappi] fyrir góðan málstað‘ [Kenning og sáttmálar 58:27]“ („Employment,“ Topics and Questions, Gospel Library).