2025
Ís, vinátta og náungakærleikur
Mars 2025


Nota leiðarvísinn

Ís, vinátta og náungakærleikur

Það er ekki eins erfitt og ætla mætti að halda annað æðsta boðorðið.

stúlka með mjög stóran ís í brauðformi

Myndskreyting: Valentina Vinci

Þegar vinur eða fjölskyldumeðlimur er að takast á við mikla erfiðleika, hefur það nokkurn tíma þjakað ykkur hvernig hægt er að losa þau undan vandamálum þeirra? Fljótt á litið virðist það góð hugmynd.

En ímyndið ykkur að foreldrar vinar ykkar séu að skilja. Eða að yngri systir ykkar verði fyrir einelti í skólanum. Eða að afi ykkar glími við alvarlegt þunglyndi. Hvernig leysið þið allt það?

Stutta svarið er að þið getið það ekki. Og það er allt í lagi. En á sama tíma getið þið alltaf hjálpað til. Það kæmi ykkur á óvart hvað örlítil aðstoð getur snúið hlutunum við.

Stór vandamál, einföld góðvild

Foni P. ólst upp á heimili einstæðs foreldris. Á bernsku- og unglingsárum sínum horfði Foni á mömmu sína berjast við að ala upp þrjú börn ein. Fyrir vikið þróaði Foni með sér neikvæðar tilfinningar til föður síns. Nýlega, eftir að hún varð 19 ára, hóf faðir hennar að reyna að ná sambandi við hana.

„Ég var ósátt,“ segir Foni. „Hugsun mín var: ‚Hann hafði 19 ár til að koma inn í líf mitt en gerði það ekki. Hvers vegna núna?‘“ Þótt Foni bæðist fyrir og hugleiddi, fann hún ekki frið. Það hjálpaði henni aðeins að tala við mömmu sína og frænku, en henni fannst hún samt vera öll í hnút. Þá gerðist nokkuð ótrúlegt (en einfalt): Besta vinkona Foni bauð henni út að fá sér ís og að versla.

„Margir myndu líta á þetta og telja að það skipti ekki miklu máli,“ segir Foni, „en þetta skipti svo miklu máli! Ég fann sólina á húð minni. Við gengum úti og ég sá trén. Ég fann fyrir vindinum og andanum á sama tíma. Þetta var undravert.“

stúlkur með ís í brauðformi

Leysti þessi óvænta verslunarferð vandamál Foni? Nei, reyndar ekki. Foni viðurkennir að samband hennar við föður sinn sé enn krefjandi. En þetta einfalda góðverk vinkonu hennar gerði Foni kleift að skynja heilagan anda á ný. Hún gat þá betur tekist á við áskoranir sínar af auknum styrk. „Ég veit að hún var hvött af heilögum anda til að fara með mig út úr húsinu,“ segir Foni.

Hver þarfnast ykkar í dag?

Í leiðarvísinum Til styrktar ungmennum er okkur boðið að „ná til þeirra sem eru einmana, einangraðir eða hjálparvana. Hjálpa þeim að finna ást himnesks föður í gegnum ykkur“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum [2022] 12). Þetta örlitla vinaþel hjálpaði Foni að skynja kærleika Guðs í erfiðum aðstæðum. Hverjum getið þið hjálpað til við að finna fyrir slíkri elsku í dag?