Hvar getið þið fundið styrk þegar þið finnið fyrir höfnun?
Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í viðburði með öðrum ungmennum og nokkrum trúboðum. Markmið okkar var að bjóða fólki að koma og taka þátt í sérstakri sakramentissamkomu.
Ég var spenntur að setja mig í spor trúboðanna okkar. Okkur tókst að dreifa boðum okkar til nokkurra sem við hittum. Þegar ég átti að afhenda síðasta kortið, hvatti andinn mig til að fara til ákveðins einstaklings. Hún brást hins vegar illa við boði okkar og sendi okkur í burtu.
Ég varð sorgmæddur að sjá þessa manneskju afneita elsku frelsara okkar. Ég veit að margir hafna boði Krists um að koma til hans. Ég veit líka að með þessu boði erum við að gróðursetja fræ í hjörtu fólks. Þessi reynsla styrkti vitnisburð minn, jafnvel þótt boði mínu hafi verið hafnað. Ég veit að með Kristi er allt mögulegt og ég hef haldið áfram að búa mig undir trúboðsþjónustu og að leiða aðra til hans og himnesks föður okkar.
Jalil T., 17 ára, Suðurhérað, Nýju-Kaledóníu
Hefur gaman af tónlist, fótbolta, útilegum og gönguferðum með fjölskyldu sinni.