Til styrktar ungmennum
Hvernig get ég enn haldið í vonina og búið mig undir framtíðarfjölskyldu mína þegar heimurinn er svo letjandi?
Mars 2025


Spurningar og svör

„Hvernig get ég enn haldið í vonina og búið mig undir framtíðarfjölskyldu mína þegar heimurinn er svo letjandi?“

stúlka

„Drottinn hefur boðið okkur að margfaldast og uppfylla jörðina og lofað að vernda okkur gegnum þá sáttmála sem við höfum gert við hann. Áætlun Guðs er fullkomin. Ég veit að þegar ég eignast börn – ef ég hlýði því sem hann hefur boðið mér – þá er hann bundinn því að blessa og vernda mig og fjölskyldu mína samkvæmt visku sinni.“

Ziona O., 16 ára, Havaí, Bandaríkjunum

piltur

„Ég finn von þegar ég iðka trú á Guð og áætlun hans fyrir mig. Þegar heimurinn er letjandi, get ég leitað til hans eftir friði. Patríarkablessunin mín hjálpar mér að vita að faðir minn á himnum þekkir mig betur en nokkur annar og elskar mig. Það gefur mér trú á að allt muni ganga upp.“

Lauren A., 16 ára, Texas, Bandaríkjunum

stúlka

„Það hjálpar mér að vita að Guð elskar mig, hefur áætlun fyrir mig og mun hjálpa mér í gegnum erfiðar stundir. Það hjálpar líka að vita að sáttmálar mínir binda mig Kristi og veita mér aðgang að krafti hans og styrk.“

Lydie L., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum

piltur

„Finnið gleði í Kristi, ritningunum og bæninni. Ef við getum lært að viðhorf frelsarans er það eina sem skiptir máli, mun það gera lífið mun auðveldara. Að taka ákvarðanir byggðar á skoðunum fólks í kringum okkur getur neytt okkur til að taka neikvæðar ákvarðanir.“

Cash P., 16 ára, Utah, Bandaríkjunum

stúlka

„Við ættum að setja traust okkar á Guð og rækta jákvætt hugarfar. Við getum sótt innblástur til fólks sem hefur sigrast á álíka áskorunum. Að halda boðorðin, einkum skírlífislögmálið og að vera dyggðug, leggur líka góðan grunn að því að byggja upp innihaldsríkt fjölskyldulíf, þrátt fyrir utanaðkomandi mótlæti.“

Divine O., 19, Lagos, Nígeríu