Til styrktar ungmennum
Frá ungmennum
Mars 2025


Frá ungmennum

Það verður allt í lagi með mig

stúlka horfir á tölvu

Myndskreyting: Katelyn Budge

Ég verð kvíðin þegar ég sæki námsbekki kirkjunnar og trúarskóla og þegar ég flyt ræður á sakramentissamkomu. En mér finnst gott að muna eftir Kenningu og sáttmálum 84:88: „Ég mun verða yður til hægri handar og til þeirrar vinstri, og andi minn mun vera í hjörtum yðar og englar mínir umhverfis yður, yður til stuðnings.“

Þegar ég les eða man eftir þessu ritningarversi, finnst mér sem Jesús vaki yfir mér og styðji mig. Hann hjálpar mér þegar ég geri mistök.

Mér finnst himneskur faðir hafa undirbúið þessi tækifæri fyrir mig. Hann mun gera mér kleift að gera mitt besta, jafnvel þótt það sé erfitt.

Sama hvað gerist, þá verður allt í lagi með mig, því himneskur faðir og Jesús Kristur munu hjálpa mér er ég breyti í trú.

Emma Y., 15 ára, Ibaraki, Japan

Nýtur þess að spila borð- og tölvuleiki, stunda íþróttir með fjölskyldu sinni, horfa á kvikmyndir og föndra fyrir ungmennaviðburði.