Tengjast
Maja C.
16 ára, Drava, Slóveníu
Ljósmynd: Christina Smith
Móðir mín og faðir skildu þegar ég var tveggja og hálfs árs. Ég heimsótti föður minn í hverjum mánuði og þegar ég var yngri var þetta mjög skemmtilegt. En þegar ég varð eldri lentum við í smá ósætti og hlutirnir urðu verri og verri.
Ég man að ég sagði grátandi við móður mína að ég vildi ekki heimsækja föður minn framar. Hún sagði: „Farðu með bæn og allt verður betra.“ Og það gerði ég.
Guð hjálpaði mér og föður mínum. Nú er samband okkar betra. Við tölum saman og hann hringir í mig þegar hann fer til heimalands síns, Makedóníu, svo ég geti talað við fjölskylduna mína þar.
Jesús Kristur hefur alltaf verið styrkur minn. Þegar ég stóð frammi fyrir miklum áskorunum í skóla eða heima, var hann alltaf til staðar fyrir mig. Mér fannst hann alltaf standa við bakið á mér.
Ég er þakklát fyrir að móðir mín kynnti mig fyrir kirkjunni og Guði, því það hefur hjálpað okkur mikið í gegnum árin. Guð og Jesús Kristur eru alltaf að passa upp á okkur.