Til styrktar ungmennum
Hjálp fyrir erfiðu dagana
Mars 2025


Velkomin í þessa útgáfu

Hjálp fyrir erfiðu dagana

Lífið fer ekki alltaf eins og við vonuðumst til. Við elskum öll daga uppfulla af fögnuði og gleði, en sumir dagar eru uppfullir af vonbrigðum. Í þessu blaði finnið þið hjálp fyrir þá daga (sjá bls. 8, 14 og 22).

Eitt af mínum uppáhaldsritningarversum geymir ráð og loforð fyrir erfiða daga. Þar segir: „Ver þolinmóður í þeim mörgu þrengingum, sem þú munt þola, og umber þær, því að tak eftir, ég er með þér allt til æviloka þinna“(Kenning og sáttmálar 24:8). Ráðið er að standast.

Grunnmerking orðsins að standast er þrautsegja og vera staðföst. Það getur verið erfitt að vera það, þess vegna elska ég loforðið: „Ég er með þér.“ Þetta loforð merkir að við þurfum ekki að fara í gegnum erfiðu dagana einsömul. Drottinn mun hjálpa okkur að vera staðföst.

Hvað sem gerist í lífi okkar, þá er besta leiðin til að tengjast föðurnum í gegnum bæn. Hann er raunverulega til staðar. Hann mun heyra og svara bænum okkar. Guð heyrir og talar til barna sinna á góðum dögum og á slæmum dögum (sjá bls. 2). Hann hefur lofað að vera með okkur.

Kærleikskveðjur,

Emily Belle Freeman

aðalforseti Stúlknafélagsins