Til styrktar ungmennum
Frelsarinn hjálpaði mér að breytast
Mars 2025


Frá ungmennum

Frelsarinn hjálpaði mér að breytast

reiðileg stúlka

Myndskreyting: Katelyn Budge

Andlit mitt er þannig að ef ég brosi ekki, virðist ég vera reið. Fólk spurði: „Af hverju ertu með þennan fýlusvip? Hvað er vandamálið?“ Og ég sagði þá: „Ég er ekki með fýlusvip.“ Spurningar þeirra gerðu mig hins vegar í raun reiða.

Pabbi hafði áhyggjur af mér. Hann kallaði mig inn í herbergið sitt og sagði: „Þú getur ekki haldið áfram að vera alltaf með þetta reiðilega viðhorf. Hvað er að angra þig?“ Ég ákvað að ég vildi breytast.

Ég grátbað himneskan föður um að hjálpa mér. Með tímanum fór mér að líða öðruvísi. Ég verð sjaldnar reið, ég brosi oftar og ég elska aðra meira. Allir sögðu: „Þú ert að breytast.“ Ég veit innst inni að það er ekki af eigin mætti. Það er fyrir virkjandi kraft friðþægingar Jesú Krists.

Það er erfitt að verða sú manneskja sem maður vill vera. Ég get ekki sagt að ég sé þar enn þá, en ég er að vinna að því að komast þangað. Ferðalag okkar á að vera með Jesú Kristi. Við ættum að bjóða honum með okkur.

Victoria E., 16 ára, Lagos, Nígeríu

Finnst gaman að stunda íþróttir, lesa, syngja, greiða hár og læra nýja hluti.