Ritningar
1 Nefí 22


22. Kapítuli

Ísrael mun tvístrað um alla jörðina — Þjóðirnar munu fóstra og næra Ísrael með fagnaðarerindinu á síðustu dögum — Ísrael verður safnað saman og hann leystur og hinir ranglátu munu brenna sem hálmleggir — Ríki djöfulsins verður tortímt og Satan mun bundinn. Um 589–570 f.Kr.

1 En nú bar svo við, að þegar ég, Nefí, hafði lesið það, sem letrað var á alátúnstöflurnar, komu bræður mínir til mín og sögðu við mig: Hvað þýðir þetta, sem þú hefur verið að lesa? Sjá, ber að skilja það samkvæmt andanum og mun það gjörast í andanum en ekki í holdinu?

2 Og ég, Nefí, sagði við þá: Sjá, rödd andans aopinberaði spámanninum þetta, því að fyrir bandanncspámennirnir þekkingu á öllu því, sem mannanna börn munu verða fyrir í holdinu.

3 Þess vegna er það, sem ég var að lesa, bæði andlegs og astundlegs eðlis, því að svo virðist sem ætt Ísraels muni fyrr eða síðar verða btvístrað um allt yfirborð jarðar og jafnframt meðal allra þjóða.

4 Og sjá. Þeir eru þegar margir, sem íbúar Jerúsalem vita ekkert um. Já, stærri hluti allra aættkvíslanna hefur verið bleiddur á brott. Þeir eru dreifðir hér og þar um ceylönd sjávar, en enginn okkar veit, hvar þeir eru niður komnir. Við vitum einungis, að þeir hafa verið leiddir á brott.

5 Og síðan þeir voru leiddir á brott, hefur þessu verið spáð fyrir þeim og fyrir öllum, sem síðar verður tvístrað og dreift vegna hins heilaga Ísraels, því að gegn honum munu þeir herða hjörtu sín. Og þess vegna mun þeim tvístrað meðal allra þjóða og þeir afyrirlitnir af öllum mönnum.

6 En samt sem áður, eftir að þeir hafa verið í afóstri bÞjóðanna og Drottinn hefur lyft hendi sinni mót Þjóðunum og gjört þær að fordæmi, og cbörn þeirra hafa verið borin í örmum þeirra og dætur þeirra á herðum þeirra, sjá, allt það, sem talað er um, er stundlegt, því að þannig eru sáttmálar Drottins við feður okkar. Og þetta á við okkur um ókomna daga, sem og við alla bræður okkar, sem eru af Ísraelsætt.

7 Og það þýðir, að eftir að allri Ísraelsætt hefur verið tvístrað, og henni dreift, þá mun sá tími koma, að Drottinn Guð uppvekur volduga þjóð meðal aÞjóðanna, já, jafnvel á þessari grund, og hún mun btvístra niðjum okkar.

8 Og þegar niðjum okkar hefur verið stökkt á dreif, mun Drottinn Guð halda áfram að vinna aundursamlegt verk meðal bÞjóðanna, og það verk verður niðjum okkar cmikils virði. Þess vegna er því líkt við það, að þeir séu í fóstri hjá Þjóðunum, sem beri þá í örmum sér og á herðum sér.

9 Og það mun einnig mikils avirði fyrir Þjóðirnar og ekki einungis Þjóðirnar, heldur og bfyrir alla cÍsraelsætt, þar eð það gjörir kunna dsáttmálana, sem faðirinn á himni gjörði við Abraham, þegar hann sagði: Af þínu eafkvæmi skulu allar ættkvíslir jarðar fblessun hljóta.

10 Og ég vil, að þið vitið, bræður mínir, að blessun getur ekki náð til allra ættkvísla jarðar, nema hann gjöri aberan armlegg sinn fyrir augliti þjóðanna.

11 Þess vegna mun Drottinn Guð halda áfram að gjöra beran armlegg sinn fyrir augliti allra þjóðanna með því að halda sáttmála sína, sem hann gjörði við þá, sem eru af Ísraelsætt, og færa þeim fagnaðarerindi sitt.

12 Þess vegna mun hann leysa þá aftur úr ánauð, og þeir munu asameinaðir aftur í erfðalöndum sínum og verða leiddir úr bmyrkri og villu, og þeim mun skiljast, að cDrottinn er dfrelsari þeirra og lausnari þeirra, hinn emáttugi Ísraels.

13 Og blóði hinnar voldugu og aviðurstyggilegu kirkju, vændiskonu allrar jarðarinnar, mun úthellt yfir höfuð hennar sjálfrar, því að þeir munu bberjast innbyrðis og sverð ceigin handa munu falla á höfuð þeirra sjálfra, og þeir verða sem drukknir af eigin blóði.

14 Og þeim aþjóðum, sem stríða gegn þér, ó Ísraelsætt, mun snúið hverri gegn annarri, og sjálfar munu þær bfalla í þá gröf, sem þær grófu þeim, sem Drottins eru. Og allir, er cberjast gegn Síon, munu tortímast, og hin mikla hóra, sem hefur rangsnúið réttum vegum Drottins, já, hin mikla og viðurstyggilega kirkja, mun falla í dduftið, og mikið verður fall hennar.

15 Því að sjá, sagði spámaðurinn, sá tími nálgast óðfluga, er Satan mun ei lengur hafa vald yfir hjörtum mannanna barna. Sá dagur kemur, er allir dramblátir og allir, sem ranglæti fremja, verða sem þurr ahálmur. Og sá dagur rennur upp, er þeir hljóta að bbrenna.

16 Því að sá dagur nálgast óðfluga, er fylling heilagrar areiði Guðs hellist yfir allt mannkyn, því að hann mun ekki láta viðgangast, að hinir ranglátu tortími hinum réttlátu.

17 Þess vegna mun hann avarðveita hina bréttlátu með krafti sínum, jafnvel þótt fylling heilagrar reiði hans verði að koma fram og hinir réttlátu varðveitist þannig, að óvinum þeirra sé tortímt með eldi. Þess vegna þurfa hinir réttlátu ekki að óttast, því spámaðurinn segir, að þannig verði þeim bjargað, jafnvel þótt það verði með eldi.

18 Sjá, bræður mínir. Ég segi ykkur, að þetta hlýtur brátt að verða. Já, blóð, eldur og reykmökkur hlýtur að koma, og það hlýtur að verða á yfirborði þessarar jarðar og henda mannfólkið í holdlegri tilvist, ef það herðir hjörtu sín gegn hinum heilaga Ísraels.

19 Því að sjá. Hinir réttlátu munu ekki farast, því að sá tími hlýtur að koma, að allir, sem berjast gegn Síon, munu útilokast.

20 Og Drottinn mun örugglega greiða veg þjóðar sinnar til uppfyllingar orðum Móse, er hann sagði: Drottinn Guð yðar mun upp vekja aspámann eins og mig meðal yðar. Og á hann skuluð þér hlýða í einu og öllu, hvað svo sem hann segir við yður. En svo mun fara, að allir, sem ekki leggja eyrun við boðskap þessa spámanns, munu bútilokaðir frá fólkinu.

21 Og nú segi ég, Nefí, ykkur, að þessi aspámaður, sem Móse talaði um, var hinn heilagi Ísraels og þess vegna mun hann fella bdóm í réttlæti.

22 Og hinir réttlátu þurfa ekki að óttast, því að það eru þeir sem ekki verða yfirunnir. En ríki djöfulsins mun upp rísa meðal mannanna barna, ríki, sem stofnað er meðal þeirra, sem í holdinu eru —

23 Því að sá tími nálgast óðfluga, er allar akirkjur, sem stefna að hagnaði, og allar þær, sem stefna að því að öðlast vald yfir holdinu og þær, sem stefna að bvinsældum í augum heimsins, og þær, sem sækjast eftir losta holdsins og stundlegum hlutum og alls konar misgjörðum; já, í stuttu máli, allar þær, sem tilheyra ríki djöfulsins, munu hafa ástæðu til að óttast, nötra og cskjálfa. Það eru þær, sem hljóta að verða beygðar í duftið, og það eru þær, sem hljóta að dbrenna sem hálmleggir. Þetta er samkvæmt orðum spámannsins.

24 Og sá tími nálgast óðfluga, er hinir réttlátu hljóta að verða leiddir fram sem akálfar af bási og hinn heilagi Ísraels hlýtur að ráða ríkjum með herradæmi, valdi, mætti og mikilli dýrð.

25 Og hann asafnar saman börnum sínum úr öllum fjórum skautum jarðar. Og hann mun kasta tölu á sauði sína, þeir þekkja hann og það verður ein hjörð og einn bhirðir. Og hann mun næra sína sauði, og í honum finna þeir sitt cbeitiland.

26 Og vegna réttlætis þeirra, sem hans eru, hefur aSatan ekkert vald. Þess vegna mun hann ekki verða leystur í bmörg ár, því að hann hefur ekkert vald yfir hjörtum fólksins, þar eð það lifir í réttlæti og hinn heilagi Ísraels situr við cvöld.

27 Og sjá. Nú segi ég, Nefí, við ykkur, að allt þetta hljóti að eiga sér stað í holdinu.

28 En sjá. Allar þjóðir, kynkvíslir, tungur og lýðir munu dvelja í öryggi í hinum heilaga Ísraels, fari svo að þeir muni aiðrast.

29 Og hér læt ég, Nefí, máli mínu lokið, því ég þori ekki að segja meira um þetta að svo stöddu.

30 Þess vegna vil ég, bræður mínir, að þið íhugið, að það, sem ritað hefur verið á alátúnstöflurnar er sannleikur, og að þær bera því vitni, að manninum beri að hlýða boðum Guðs.

31 Þess vegna þurfið þið ekki að álykta, að ég og faðir minn séum einir um að bera því vitni og kynna það. Ef þið þess vegna hlýðið aboðorðunum og standið stöðugir allt til enda, munuð þið frelsast á efsta degi. Þannig er það. Amen.