2010–2019
Að bíða glataða sonarins
Apríl 2015


Að bíða glataða sonarins

Megum við meðtaka þá opinberum sem hjálpar okkur að vita hvernig við getum best nálgast þá í lífi okkar sem eru týndir.

Frelsarinn Jesús Kristur nýtti jarðneska þjónustu sína í að kenna um læknandi og endurleysandi kraft hans. Á einum stað í Lúkas 15 kapítula, í Nýja testamentinu var hann í raun gagnrýndur fyrir það að eta og verja tíma með syndurum (sjá Lúk 15:2) Frelsarinn notaði þessa gagnrýni sem tækifæri til að kenna okkur öllum hvernig við eigum að svara þeim sem villst hafa af leið.

Hann svaraði gagnrýnendum sínum með því að spyrja þá tveggja spurninga:

„Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?“ (Lúk 15:4).

„Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?“ (Lúk 15:8).

Frelsarinn kennir því næst dæmisöguna um týnda soninn. Þessi dæmisaga er ekki um 100 sauði eða 10 drökmur, heldur um dýrmætan son sem hefur villst af leið. Hvað kennir frelsarinn okkur í þessari dæmisögu um það hvernig bregðast eigi við þegar fjölskyldumeðlimur villist af leið?

Glataði sonurinn segir föður sínum að hann vilji arfinn sinn strax. Hann vill yfirgefa öryggi heimilis síns og fjölskyldu og leita eftir veraldlegum hlutum (sjá Lúk 15:12–13) Takið eftir því að í dæmisögu frelsarans þá eru viðbrögð föðurins þau að gefa syni sínum arfinn. Eflaust hefur faðirinn gert allt sem hann gat til að sannfæra son sinn að vera kyrr. Hins vegar þegar fullorðinn sonurinn tekur ákvörðun þá lætur vitur faðirinn hann fara. Faðirinn sýnir þá einlægan kærleika og fylgist með og bíður (sjá Lúk 15:20).

Fjölskyldan mín upplifði álíka atburð. Tveir trúfastir bræður mínir, yndisleg systir mín og ég vorum alin upp af fyrirmyndar foreldrum. Okkur var kennt fagnaðarerindið á heimili okkar, við náðum öll örugglega fullorðinsárum og öll fjögur vorum innsigluð mökum okkar í musterinu. Þrátt fyrir það þá varð systir okkar fráhverf kirkjunni og sumum kenningum hennar, árið 1994 Hún sannfærðist af einstaklingum sem hæddu og gagnrýndu fyrstu leiðtoga kirkjunnar. Hún leyfði trú sinni á lifandi spámenn og postula að þverra. Eftir vissan tíma leyfði hún efasemdum sínum að sigrast á trú hennar og hún valdi að yfirgefa kirkjuna. Susan hefur gefið mér leyfi til að deila sögu hennar í von um að hún geti hjálpað öðrum.

Við bræðurnir og ekkjan, móðir okkar vorum miður okkar. Við gátum ekki ímyndað okkur hvað gæti mögulega hafa leitt hana til að yfirgefa trú hennar. Ákvörðun systur minnar virtist kalla harm yfir móður mína.

Bræður mínir og ég höfðum þjónað sem biskupar og sveitarforsetar og við höfðum upplifað gleði velgengninnar er við yfirgáfum hina níutíu og níu og sóttum þann eina. Samt sem áður þá virtust allar ítrekaðar tilraunir okkar við að bjarga henni og bjóða henni aftur, einungis ýta henni lengra og lengra í burtu.

Er við leituðum himneskrar leiðsagnar varðandi það hvernig við gætum best brugðist við henni þá varð það greinilegt að við yrðum að fylgja fordæmi föðurins í dæmisögunni um glataða soninn. Susan hafði tekið sína ákvörðun og við urðum í óeiginlegri merkingu að sleppa höndunum af henni - en ekki án þess að hún vissi og skynjaði einlægan kærleika okkar til hennar. Svo með endurnýjuðum kærleika og góðvild þá fylgdumst við með og biðum.

Móðir mín hætti aldrei að elska og bera umhyggju fyrir Susan. Í hvert sinn sem móðir mín fór í musterið þá setti hún nafn Susan á bænarlistann og missti aldrei vonina. Eldri bróðir minn og konan hans, sem bjuggu næst Susan í Kaliforníu, buðu henni á allar fjölskylduuppákomur. Þau héldu matarboð á heimili sínu á afmæli Susan á hverju ári. Þau pössuðu að vera alltaf í sambandi við hana og að hún gerði sér grein fyrir einlægum kærleika þeirra gagnvart henni.

Yngri bróðir minn og kona hans höfðu samand við börn Susan í Utah og önnuðust þau og elskuðu. Þau sáu til þess að börnunum hennar væri alltaf boðið í fjölskylduveislur og þegar það var kominn tími til að barnabarn Susan skyldi skírast þá var bróðir minn þar til að framkvæma athöfnina. Susan átti einnig kærleiksríka heimilis og heimsóknarkennara sem gáfust aldrei upp.

Er börn okkar fóru á trúboð og voru gift þá var Susan alltaf boðið og hún kom í þessar fjölskylduveislur. Við unnun hörðum höndum að því að skapa fjölskyldusamkomur svo að Susan og börn hennar gætu verið með okkur og að þau myndu vita að við elskuðum þau og að þau væru hluti af fjölskyldu okkar. Þegar Susan fékk háskólagráðu frá háskóla í Kaliforníu þá vorum við öll þar til að styðja hana við útskriftina. Þó að við gætum ekki samþykkt allar ákvarðanir hennar þá gátum við umvafið hana. Við elskuðum, fylgdumst með og biðum.

Árið 2006, 12 árum eftir að Susan yfirgaf kirkjuna þá flutti Katy dóttir okkar með eiginmanni sínum til Kaliforníu svo að hann gæti stundað þar lögfræðinám. Þau bjuggu í sömu borg og Susan. Þetta unga par leitaði til Susan eftir aðstoð og stuðningi og þau elskuðu hana. Susan hjálpaði til við að annast tveggja ára dótturdóttur okkar hana Lucy og Susan fann sig aðstoða hana við kvöldbænirnar hennar. Katy hringdi í mig dag einn og spurði hvort ég héldi að Susan myndi nokkurn tíma koma aftur til kirkjunnar. Ég fullvissaði hana um að ég tryði því að hún myndi gera það og að við yrðum að halda áfram að vera þolinmóð. Er önnur þrjú ári liðu þá héldum við áfram að horfa og bíða með áframhaldandi kærleika.

Fyrir réttum sex árum síðan sátum við konan mín Marcia, á fremsta bekk í þessari Ráðstefnuhöll. Það átti að styðja mig sem nýjan aðalvaldhafa þann daginn. Marcia, sem hefur alltaf verið í góðu sambandi við andann, skrifaði á miða til mín: „Ég held að það sé kominn tími fyrir Susan að koma aftur tilbaka.“ Katy dóttir min lagði til að ég færi fram og hringdi til Susan og biði henni að horfa á aðalráðstefnuna þennan dag.

Hvattur af þessum tveimur stórkostlegu konum þá gekk ég fram í anddyrið og hringdi í systur mína. Ég fékk talhólfið hennar og bauð henni einfaldlega að horfa á þennan hluta aðalráðstefnunnar. Hún fékk skilaboðin. Okkur til mikillar gleði fann hún það hjá sér að horfa á alla hluta aðalráðstefnunnar. Hún heyrði frá spámönnunum og postulunum sem hún hafði unnað svo mikið á árum áður. Hún heyrði ný nöfn sem hún hafði aldrei heyrt áður eins og Uchtdorf forseti og öldungar Bednar, Cook, Christofferson og Andersen. Á meðan á þessari, og öðrum, einstökum himnasendum upplifunum stóð, þá kom systir mín - eins og glataði sonurinn - til sjálfs síns (sjá Lúk 15:17). Orð spámannanna og postulanna og kærleikur fjölskyldu hennar snertu hana þannig að hún snéri við og hóf gönguna aftur heim. Eftir 15 ár þá hafði dóttir okkar og systir, sem hafði verið týnd, verið fundin aftur. Vakan og biðin var á enda.

Susan lýsir þessari reynslu á sama hátt og Lehi lýsti því í Mormónsbók. Hún sleppti járnstönginni og fann sig í niðdimmri þoku (sjá 1 Ne 8:23). Hún segir að hún hafi ekki vitað að hún var villt fyrr en trú hennar var endurvakin af ljósi Krists sjálfu, sem lýsti sterklega upp andstæðurnar á milli þess sem hún var að upplifa í heiminum og það sem Drottinn og fjölskylda hennar voru að bjóða.

Kraftaverk hefur gerst undanfarin sex ár. Susan hefur endurnýjaðan vitnisburð um Mormónsbók. Hún hefur fengið musterismeðmæli sín. Hún hefur þjónað sem musterisþjónn í musterinu og eins og er kennir hún sunnudagaskólabekk fullorðinna í kirkjudeild sinni. Gluggar himna hafa opnast fyrir börn hennar og barnabörn og þó að það hafa verið erfiðar afleiðingar þá er eins og hún hafi aldrei farið.

Sum ykkar, eins og Nielson fjölskyldan, eigið fjölskyldumeðlimi sem hafa tapað áttum tímabundið. Leiðsögn frelsarans til allra sem eiga 100 sauði er að skilja þá níutíu og níu eftir og fara eftir þessum eina. Leiðsögn hans til þeirra sem eiga 10 kópeka og tapa einum er að leita þar til hann er fundinn. Þegar sá týndi er sonur ykkar eða dóttir, bróðir ykkar eða systir og hann eða hún hefur valið að fara þá lærðum við, í okkar fjölskyldu að, eftir að hafa gert allt sem við getum, þá elskum við þann einstakling af öllu hjarta og fylgjumst með, biðjum og við bíðum eftir að hönd Drottins opinberist.

Kannski er mikilvægast lexían sem Drottinn kenndi mér í gegnum þennan feril nokkuð sem gerðist í ritningarlestri fjölskyldu okkar eftir að systir mín hafði yfirgefið kirkjuna. Davíð, sonur okkar, var að lesa er við vorum að læra í Lúkas 15. Er hann las dæmisöguna um glataða soninn þá heyrði ég hana öðruvísi þann daginn en nokkru sinni áður. Af einhverri ástæðu hafði ég alltaf tengt betur við soninn sem varð eftir heima. Þegar David las þennan morguninn þá gerði ég mér grein fyrir að á vissan hátt var ég glataði sonurinn. Alla skortir Guðs dýrð (sjá Róm 3:23). Við þörfnumst öll friðþægingu frelsarans til að lækna okkur. Við erum öll villt af leið og þörfnumst þess að finnast. Þessi opinberun hjálpaði mér að vita að systir mín og ég þörfnuðumst bæði elsku frelsarans og friðþæginguna. Susan og ég vorum bæði á sama vegi aftur heim.

Orð frelsarans í dæmisögunni, er hann lýsir því þegar faðirinn fagnar glataða syninum, eru sterk og ég trúi því að þau gæti verið lýsingin á þeirri reynslu sem við munum upplifa með föðurnum þegar við snúum aftur til himnesks heimilis okkar. Þau kenna okkur um föður sem elskar, bíður og fylgist með. Þetta eru orð frelsarans: „Er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann“ (Lúk 15:20).

Megum við meðtaka þá opinberun að vita hvernig best er að nálgast þá í okkar lífi sem eru villtir af leið og þegar nauðsyn krefur, að hafa þolimæði og kærleika himnesks föður og sonar hans Jesú Krists, er við elskum, fylgjumst með og bíðum eftir þeim glataða. Í nafni Jesú Krists, amen.