2010–2019
Föðurhlutverkið – eilíf örlög okkar
Apríl 2015


Föðurhlutverkið – eilíf örlög okkar

Megi sérhver okkar njóta að fullu blessana föðurins í þessu lífi og framrásar verks hans og dýrðar, með því að verða fjöldskyldufeður um alla eilífð.

Faðir minn kenndi mér mikilvæga lexíu þegar ég var ungur. Hann skynjaði að ég væri að verða of heillaður af veraldlegum hlutum. Þegar ég átti pening eyddi ég honum strax – oftast í sjálfan mig.

Ljósmynd
Painting of a father talking to son in front of window with a view of the city below

Dag einn fór hann með mig að kaupa nýja skó. Hann bauð mér að horfa út um gluggann með sér á annarri hæð verslunarinnar.

„Hvað sérð þú?“ spurði hann.

„Byggingar, himininn, fólk,“ svaraði ég.

„Hversu mikið sérðu?“

„Fullt!“

Síðan tók hann þennan pening upp úr vasanum sínum. Hann rétti mér peninginn og spurði mig: „Hvað er þetta?“

Ég vissi strax hvað þetta var: „Silfur dalur!“

Síðan notfærði hann sér efnafræði þekkingu sína og sagði: „Ef þú bræðir þennan silfu dal og blandar honum saman við rétt hráefni þá færðu silfurnítrat. Ef við myndum setja silfurnítrat á gluggann, hvað myndir þú þá sjá?“

Ég hafði ekki hugmynd þannig að hann gekk með mér að stórum spegli og spurði: „Hvað sérðu núna?“

Ljósmynd
Father and son looking in a mirror at a clothing store.

„Ég sé sjálfan mig.“

„Nei,“ svaraði hann, „það sem þú sérð er endurspeglun af sjálfum þér í silfrinu.“ Ef þú einblínir á silfrið þá sérðu bara sjálfan þig og, eins og hula, þá mun það halda þér frá því að sjá greinilega eilífu örlögin sem himneskur faðir hefur undirbúið einungis fyrir þig.“

„Larry,“ hélt hann áfram, „Leitið því ekki þess sem heimsins er, heldur leitið fyrst...ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki“ (ÞJS, Matt. 6:38 [í Matt 6:33, neðanmálsgrein a]).

Hann sagði mér að eiga dalinn og varðveita vel. Í sérhvert sinn sem ég ber dalinn augum þá hugsa ég um eilífu örlögin sem himneskur faðir hefur mér til handa.

Ég unni föður mínum og hvernig hann kenndi mér. Ég vildi verða eins og hann. Hann gróðursetti í hjarta mínu þrá til að verða góður faðir og dýpsta von mín er að ég sé að standa mig.

Okkar ástkæri spámaður, Thomas S. Monson forseti hefur oft sagt að ákvarðanir okkar ákvarði örlög okkar og beri með sér eilífar afleiðingar (sjá „Decisions Determine Destiny“ [kvöldvaka Fræðsludeildar kirkjunnar, 6. nóv 2005], 2, lds.org/broadcasts).

Ættum við því ekki að þróa með okkur skýrari sýn á okkar eilífu örlög, sér í lagi þeim er himneskur faðir vill að við öðlumst – föðurhlutverk til eilífðar? Látum okkar eilífu örlög verða drifkraftinn í öllum okkar ákvörðunum. Faðirinn mun styðja okkur, sama hversu erfiðar ákvarðanirnar eru.

Ég lærði um kraft slíkrar sýnar þegar ég fór með 12 og 13 ára sonum mínum í 80/20 keppni. 80/20 keppni samanstendur af því að ganga 80 km á innan við 20 klukkustundum. Við byrjuðum kl. 21 og gengum alla nóttina og mestan hluta næsta dags. Þetta voru kvalafullir 19 klukkustundir en okkur tókst það.

Við bókstaflega skriðum inn í húsið okkar, þegar við komum heim, þar sem dásamleg eiginkona og móðir hafði eldað yndislegan kvöldmat sem við snertum ekki. Yngri sonur minn hneig niður á sófann og á meðan skreið eldri sonur minn niður stigann og inn í svefnherbergið sitt.

Ég hvíldi mig í smá tíma, sem var líka kvalarfullt, og fór síðan til yngri sonar míns til að athuga hvort hann væri enn á lífi.

„Er allt í lagi?“ Spurði ég.

Pabbi, þetta var það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert og ég ætla aldrei að gera þetta aftur.“

Ég ætlaði sko ekki að segja honum að ég ætla heldur ekki að gera þetta aftur. Í staðinn sagði ég honum hversu stoltur ég væri að hann hefði klárað nokkuð sem er svona erfitt. Ég vissi að þetta myndi undirbúa hann fyrir aðrar, erfiðari raunir sem hann ætti eftir að takast á við í framtíð sinni. Ég sagði, með þessar hugsanir í huga: „Sonur, leyfðu mér að lofa þér eftirfarandi. Þegar þú ferð á trúboð þitt, þá þarftu aldrei að ganga 80 km á einum degi.“

„Frábært, pabbi! Þá ætla ég að fara.“

Þessi einföldu orð fylltu sál mína af þakklæti og gleði.

Ég fór síðan niður í kjallara til elsta sonar míns. Ég lagðist við hliðina á honum, síðan snart ég hann. „Sonur, er allt í lagi með þig?“

„Pabbi, þetta var það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert og ég ætla aldrei nokkru sinni að gera þetta aftur.“ Augu hans voru lokuð, síðan opnuðust þau og hann sagði: „Nema sonur minn vilji það.“

Tár birtust er ég tjáði honum þakklæti mitt í hans garð. Ég sagði honum að ég vissi að hann ætti eftir að verða mun betri faðir en ég væri. Hjarta mitt mitt var barmfullt því á þessum unga og meyra aldri þá skynjaði hann að ein af helgustu prestdæmisskyldunum er að vera faðir. Hann óttaðist ekki þetta hlutverk og titil – þann sama titil sem sjálfur Guð vill að við notum þegar við tölum við hann. Ég vissi að mín væri sú ábyrgð að huga að glóð föðurhlutverksins sem brunnu innra með hjá syni mínum.

Eftirfarandi orð frelsarans fengu miklu dýpri merkingu hjá mér sem föður:

„Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig“ (Jóh 5:19).

„Ég gjöri ekkert af sjálfum mér, heldur tala ég það eitt, sem faðirinn hefur kennt mér“ (Jóh 8:28).

Mér finnst dásamlegt að vera eiginmaður og faðir – vera giftur útvaldri dóttur himneskra foreldra. Ég elska hana. Það er eitt af mest uppfyllandi þáttum lífs míns. Mín von, þetta kvöld, var að synir mínir fimm og systir þeirra myndu ætíð sjá í mér gleðina sem stafar af eilífu hjónabandi, feðrahlutverki og fjölskyldu.

Feður, ég er viss um að þið hafið heyrt orðatiltækið: „Prédikið fagnaðarerindið á öllum stundum og þegar þörf krefur, notið orð“ (kennt við Francis frá Assisi). Dag hvern eruð þið að kenna börnum ykkar að verða feður. Þið eruð að leggja grunninn að næstu kynslóð. Synir ykkar munu læra að verða eiginmenn og feður með því að fylgjast með því hvernig þið uppfyllið þessi hlutverk. Dæmi:

Vita þeir hversu mikið þið elskið og metið mæður þeirra og hversu mikið ykkur þykir vænt um að vera faðir þeirra?

Þeir munu læra hvernig koma eigi fram við framtíðar eiginkonu sína og börn er þeir sjá að þið komið fram við sérhvern þeirra rétt eins og himneskur faðir myndi gera.

Þeir geta lært að virða, heiðra og vernda kvenndóm með ykkar fordæmi.

Þeir geta lært að sitja í forsæti fjölskyldu sinnar í kærleika og réttlæti á ykkar heimili. Þeir geta lært að sjá fyrir nauðsynjum lífsins og vernda eigin fjölskyldu – stundlega og andlega (sjá „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,” Ensign eða Líahóna, nóv. 2010, 129.

Bræður, af allri orku sálar minnar, bið ég ykkur að íhuga þessa spurningu: Sjá synir ykkar að þið kappkostið að gera það sem himneskur faðir vill að þeir geri?

Ég bið þess að svarið sé játandi. Ef svarið er nei þá er það ekki of seint að breytast en þið verðið að byrja í dag. Ég ber vitni um að himneskur faðir mun hjálpa ykkur.

Piltar mínir, sem eruð mér afar kærir, þið vitið að þið eruð að búa ykkur undir að hljóta Melkísedeksprestdæmið, taka á móti helgiathöfnum musterisins, uppfylla skyldu ykkar og skuldbindingu svo þið fáið þjónað sem fastatrúboðar og loks, án þess að bíða of lengi með það, að giftast dóttur Guðs í musterinu og eignast börn. Ykkur ber síðan að leiða fjölskyldu ykkar í andlegum málefnum, að handleiðslu heilags anda (sjá K&S 20:44; 46:2; 107:12).

Ég hef spurt marga pilta um heiminn: „Hvers vegna ertu hér?“

Fram til þessa hefur enginn þeirra svarað: „Til að læra að verða faðir, svo ég verði reiðubúinn og hæfur til að hljóta allt sem himneskur faðirinn á.“

Við skulum leggja mat á Aronsprestdæmisskyldur ykkar, sem lýst er í 20. kafla í Kenningu og sáttmálum. Hlustið vandlega á tilfinningar ykkar er ég útskýri skyldur ykkar og þjónustu við fjölskyldu ykkar.

„Bjóða [öllum í fjölskyldunni] að koma til Krists“ (vers 59).

„Vaka stöðugt yfir [þeim], vera með [þeim] og styrkja [þau]“ (vers 53).

„Prédika, kenna, útskýra, hvetja og skíra“ meðlimi fjölskyldu ykkar (vers 46).

„Hvetja [þau] til að biðja upphátt og í leynum og rækja allar skyldur við fjölskyldu [ykkar]“ (vers 47).

„Og sjá um að hvorki tíðkist misgjörðir í [fjölskyldu ykkar], harka í garð hver annars, lygi, rógburður, né illt umtal“ (vers 54).

„Og sjá um að [fjölskylda ykkar] komi oft saman“ (vers 55).

Aðstoðið föður ykkar í patríarkaskyldum hans. Styðjið móður ykkar með styrk prestdæmisins þegar faðir ykkar er ekki við (sjá vers 52, 56).

Þegar þess er beiðst: „Vígja aðra presta, kennara og djákna“ í fjölskyldu ykkar (vers 48).

Hljómar þetta eins og starf og hlutverk föðurs?

Ljósmynd
A young man reading a a Church publication.

Þegar þið, piltar, uppfyllið skyldur ykkar í Aronsprestdæminu, búið þið ykkur undir föðurhlutverkið. Smáritið Skyldurækni við Guð getur hjálpað ykkur að læra skyldur ykkar og gera áætlanir til að uppfylla þær. Hann getur verið leiðarvísir og aðstoð, er þið leitið vilja himnesks föðurs og setjið markmið til að framfylgja honum.

Himneskur faðir hefur fært ykkur hingað á þessum tíma fyrir ákveðið starf í eilífum tilgangi. Hann vill að þið sjáið og skiljið greinilega þann tilgang. Hann er faðir ykkar og þið getið ætíð leitað til hans eftir leiðsögn.

Ég veit að himneskur faðir ber umhyggju sérhvers okkar fyrir brjósti og hefur persónulega áætlun svo við getum uppfyllt okkar eilífu örlög. Hann sendi sinn eingetna son, Jesú Krist, til að hjálpa okkur að yfirstíga ófullkomleika okkar með friðþægingunni. Hann hefur blessað okkur með heilögum anda sem er vitni og förunautur og vísar okkur á okkar eilífu örlög, ef við reiðum okkur á hann. Megi sérhver okkar njóta að fullu blessana föðurins í þessu lífi og framrásar verks hans og dýrðar, með því að verða fjöldskyldufeður um alla eilífð (sjá HDP Móse 1:39). Í nafni Jesú Krists, amen.