2010–2019
Fylla heimili okkar af ljósi og sannleika
Apríl 2015


Fylla heimili okkar af ljósi og sannleika

Til þess að við og fjölskyldur okkar fáum staðist þrýsting heimsins, þá verðum við að verða fyllt ljósi og sannleika fagnaðarerindisins.

Andinn fyllir hjarta mitt er ég hlusta á þessar fjölskyldur kenna þennan helga sannleika: „Fjölskyldur eru frá Guði.“1 Innblásin tónlist er aðeins ein af mörgum leiðum til að skynja hina kyrrlátu rödd andans, fylla okkur ljósi og sannleika.

Ljósmynd
Woman with 1 can of soda that is crushed and one that is not.

Sú hugmynd að fyllast ljósi og sannleika varð mér einkar mikilvæg vegna nokkurs sem ég upplifði fyrir mörgum árum. Ég var á fundi þar sem meðlimir í Aðalnefnd Stúlknafélagsins ræddu um hvernig stuðla ætti að andlega sterkum fjölskyldum og heimilum. Leiðtogi Stúlknafélagsins hélt á lofti tveimur gosdósum, til að útskýra það sjónrænt. Í annarri hendi hélt hún á tómri dós og í hinni fullri óopnaðri dós. Fyrst kreisti hún tómu dósina og hún beyglaðist og féll saman undan þrýstingnum. Þessu næst kreisti hún óopnuðu dósina. Hún gaf ekki eftir. Hún beyglaðist hvorki, né féll saman, líkt og tóma dósin – af því að hún var full.

Við líktum þessum gjörningi við okkar persónulega lífsmáta og heimili okkar og fjölskyldur. Þegar við erum fyllt andanum og sannleika fagnaðarerindisins, höfum við kraft til að standast öfl heimsins sem umlykja og þrýsta að okkur. Ef við hins vegar erum ekki fyllt andlega, höfum við ekki þann innri styrk sem þarf til að standast þrýsting heimsins og getum gefið eftir þegar öflin þrengja að okkur.

Satan veit að til þess að við og fjölskyldur okkar fáum staðist þrýsting heimsins, þá verðum við að verða fyllt ljósi og sannleika fagnaðarerindisins. Hann gerir því allt í sínu valdi til að veikja, rangfæra og eyðileggja sannleika fagnaðarerindisins og halda okkur fjarri þeim sannleika.

Mörg okkar hafa verið skírð og tekið á móti gjöf heilags anda, sem hefur það hlutverk að opinbera og kenna sannleika allra hluta.2 Forréttindum þessarar gjafar fylgir sú ábyrgð að leita sannleikans, að lifa eftir þeim sannleika sem við þekkjum, færa hann öðrum og koma honum til varnar.

Heimilið er sá staður þar sem best er að sækjast eftir því að fyllast ljósi og sannleika. Texti viðlagsins í söngnum sem við heyrðum minnir okkur á þetta: „Guð gaf okkur fjölskyldur, svo við fáum orðið það sem hann okkur ætlar.“3 Heimilið er smiðja Drottins á jörðu til að auðvelda okkur að lifa eftir fagnaðarerindinu. Við komum í fjölskyldur okkar með þá helgu ábyrgð að styrkja hvert annað andlega.

Sterkar eilífar fjölskyldur og heimili fyllt andanum verða ekki til af engu. Slíkt krefst mikillar vinnu og er tímafrekt og til þess að svo geti orðið þurfa allir í fjölskyldunni að láta að sér kveða. Hvert heimili er ólíkt, en sé þar þó ekki nema einn einstaklingur sem leitar sannleikans, þá getur það gert gæfumuninn.

Við erum stöðugt hvött til að auka andlega þekkingu okkar með bæn og ígrundun ritninganna og orða lifandi spámanna. Í einni ræðu sinni á aðalráðstefnu ræddi Dieter F. Uchtdorf forseti um ljós og sannleika og sagði:

„Hinn ævarandi og almáttugi Guð … mun tala til þeirra sem koma til hans með einlægt hjarta og einbeittum huga.

Hann mun tala til þeirra í draumum, sýnum, með hugsunum og tilfinningum.“

Uchtdorf forseti sagði líka: „Guð lætur sér annt um ykkur. Hann mun hlusta og hann mun svara persónulegum spurningum ykkar. Svörin við bænum ykkar munu berast að hans hætti og á hans tíma og því þurfið þið að læra að hlusta á rödd hans.“4

Stutt ættarsögu frásögn útskýrir þessa handleiðslu.

Fyrir nokkrum mánuðum las ég vitnisburð Elizabethar Staheli Walker, systur langalangaafa míns. Elizabeth fluttist með fjölskyldu sinni frá Sviss til Ameríku á barnsaldri.

Eftir að Elizabeth giftist, bjó hún í Utah með eiginmanni sínum og börnum nærri fylkismörkum Nevada, þar sem þau ráku póststöð. Heimili þeirra var biðstöð ferðalanga. Alla daga og nætur urðu þau að vera reiðubúin til að elda og framreiða máltíðir fyrir ferðalanga. Þetta var erfitt og lýjandi starf og litla hvíld var að fá. Það sem Elizabeth lét sig hins vegar mestu skipta var að ræða við fólkið sem hún átti samskipti við.

Elizabeth sagði að fram til þessa hafði hún ætíð litið á það sem eðlilegan hlut að Mormónsbók væri sönn, að spámaðurinn Joseph Smith hefði verið útnefndur af Guði til að vinna verk sitt og að boðskapur hans væri áætlun lífs og sáluhjálpar. Lífsháttur hennar var samt langt frá því að styrkja þá trú hennar.

Sumir ferðalangarnir sem stöldruðu við voru víðlesnir og vel menntaðir menn og við matarborðið komu stöðugar ábendingar um að Joseph Smith væri „slóttugur falsari,“ sem hefði sjálfur skrifað Mormónsbók og síðan dreift henni í gróðaskyni. Þeir gáfu í skyn að fjarstæða væri að halda eitthvað annað og sögðu fullum fetum að „mormónismi væri hreinn þvættingur.“

Öll þessi umræða varð til þess að Elizabeth fann sig einangraða og einmana. Ekki var hægt að ræða við neinn og varla tími til að flytja bænir – þótt hún bæðist fyrir meðan hún sinnti starfi sínu. Hún var of óttaslegin til að andmæla þeim sem hæddust að trú hennar. Hún sagðist ekki hafa vitað hvort þeir væru að fara með rétt mál og henni fannst hún ekki geta komið trú sinni til varnar, þótt hún hefði gert tilraun til þess.

Ljósmynd
Pioneer Family in front of a log home

Síðar fluttu Elizabeth og fjölskylda hennar. Elizabeth sagðist hafa haft meiri tíma til að íhuga, án stöðugra truflana. Hún fór oft niður í kjallara og baðst fyrir til himnesks föður um það sem hrjáði hana – varðandi sögur þessara gáfumanna, að því að virtist, um að fagnaðarerindið væri þvættingur og um Joseph Smith og Mormónsbók.

Nótt eina dreymdi Elizabeth draum. Hún sagði: „Mér fannst ég stand við þröngan vagnslóða, sem lá umhverfis lága aflíðandi hæð. Á miðri hæðinni sá ég mann horfa niður og ræða við ungan mann, að því er virtist, sem var krjúpandi og horfði álútur ofan í holu í jörðunni. Hendur hans voru útréttar og svo virtist sem hann hugðist ná í eitthvað sem í holunni var. Ég sá glitta í stein sem virtist hafa verið færður ofan af holunni sem drengurinn laut yfir. Á slóðinni var margt fólk, en ekkert þeirra virtist hafa áhuga á mönnunum tveimur á hæðinni. Það var eitthvað sem truflaði mig við drauminn og hafði svo undarleg áhrif á mig að ég vaknaði upp; … Ég gat engum sagt frá draumnum, en virtist ánægð með að þá túlkun að engillinn Moróní hefði verið að fræða drenginn Joseph er honum voru afhentar töflurnar.“

Vorið 1893 fór Elizabeth til Salt Lake City til að vera viðstödd vígslu musterisins. Hún lýsti upplifun sinni: „Í musterinu sá ég sömu mynd og ég sá í draumnum mínum og ég held að hún hafi verið á steindri litaðri rúðu. Ég var ánægð með, að ef ég hafði séð Kúmorahæðina, þá gat hún ekki verið raunverulegri. Ég var ánægð með að mér hafði verið sýnd mynd í draumi af engilinum Moróní afhenta Joseph Smith gulltöflurnar.“

Ljósmynd
Old portrait of Elizabeth Staheli

Mörgum árum eftir þennan draum Elizabethar og nokkrum mánuðum fyrir dauða hennar, 88 ára að aldri, var hún fyrir áhrifamiklum hughrifum: Hún sagði: „Hugsuninni skaut niður eins skýrt … og einhver hefði sagt við mig: … ‚Grafðu ekki vitnisburð þinn í jörðu.‘“5

Kynslóðum síðar heldur vitnisburður hennar áfram að efla afkomendur Elizabethar. Líkt og Elizabeth, þá lifum við í heimi mikilla efasemdar- og gagnrýnismanna, sem eru andstæðir og hæðast af þeim sannleika sem okkur er kær. Við kunnum að heyra sögur og frásagnir sem trufla og eru ósamhljóma. Líkt og Elizabeth, þá þurfum við líka að gera okkar besta til að varðeita ljósið og sannleikann sem er okkar nú þegar, einkum í erfiðum aðstæðum. Ekki er víst að bænasvör okkar hljótist á mikilfenglegan hátt, en við verðum að leita hljóðra stunda til að sækjast eftir auknu ljósi og sannleika. Þegar við svo hljótum það, er það okkar ábyrgð að lifa samkvæmt því, miðla því og verja það.

Ég gef ykkur vitnisburð minn um að við munum hafa innri styrk til að takast á við allar hugsanlegar aðstæður, ef við fyllum heimili okkar af ljósi og sannleika frelsarans. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „The Family Is of God,“ í 2014 Outline for Sharing Time: Families Are Forever (2013), 28–29.

  2. Sjá Moró 10:5.

  3. „The Family Is of God.“

  4. Dieter F. Uchtdorf, „Receiving a Testimony of Light and Truth,“ Ensign eða Liahona, nóv. 2014, 21.

  5. Sjá Elizabeth Staheli Walker, „My Testimony, Written for My Children and Their Children after I Am Gone,“ 1939, 22–26, Nevada háskóli, Las Vegas, sérstakt safn; stafsetning færð í nútímahorf.