2010–2019
Sannlega góð og falslaus
Apríl 2015


Sannlega góð og falslaus

Góðu fréttir fagnaðarerindis Jesú Krists eru þær að hægt er að breyta okkar hjartans þrá og hvata okkar er hægt að fræða og fínpússa.

Því miður þá var sá tími í mínu lífi þar sem titill og vald var minn hvati. Það hófst allt mjög sakleysislega. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir trúboð var eldri bróðir minn gerður að svæðisleiðtoga á sínu trúboði. Umsagnir hans voru svo margar og jákvæðar að mig langaði að heyra hið sama sagt um mig. Ég vonaðist til og kannski bað ég jafnvel fyrir því að ég myndi hljóta svipaða stöðu.

Sem betur fer, lærði ég kraftmikla lexíu er ég þjónaði í trúboði mínu. Ég var minntur á þessa lexíu á síðustu aðalráðstefnu.

Í október sagði Dieter F. Uchtdorf forseti: „Í áranna rás hef ég notið þess tækifæris að eiga samskipti við eina hæfustu og greindustu karla og konur sem í þessum heimi hafa dvalið. Þegar ég var yngri hreifst ég af þeim sem voru menntaðir, höfðu áorkað einhverju, náð árangri og nutu vegsemdar heimsins. Með tímanum hefur mér hins vegar orðið ljóst að ég hrífst mun meira af þeim dásamlegu og blessuðu sálum sem sannlega eru góðar og falslausar.“1

Hetjan mín úr Mormónsbók er fullkomin fyrirmynd um dásamlega og blessaða sál sem var sannlega góð og falslaus. Síblon var einn af sonum Alma yngri. Við þekkjum betur bræður hans Helaman, sem átti eftir að fylgja í fótspor föður síns og varðveita heimildirnar og verða spámaður Guðs, og Kóríanton, sem hafði ekki gott orð á sér sem trúboði og þurfti á leiðsögn föður síns að halda. Alma ritaði 77 vers til Helamans (sjá Alma 36–37). Alma ritaði 91 vers til Kóríantons (sjá Alma 39–42). Síblon, miðsonurinn, fékk aðeins rituð 15 vers frá föður sínum (sjá Alma 38). Þrátt fyrir það eru orðin í versunum 15 bæði máttug og áhrifarík.

„Og nú, sonur minn, treysti ég því, að þú munir færa mér mikla gleði, vegna þess hve staðfastur þú ert og trúr gagnvart Guði. Því að eins og þú hefur byrjað ungur að árum að beina sjónum þínum til Drottins Guðs þíns, svo vona ég, að þú haldir áfram að halda boðorð hans. Því að blessaður er sá, sem stendur stöðugur allt til enda.

Ég segi þér, sonur minn, að þú hefur þegar fært mér mikla gleði vegna staðfestu þinnar og kostgæfni, þolinmæði og langlundargeðs meðal Sóramíta“ (Alma 38:2–3).

Auk þess að tala við Síblon, þá talaði Alma líka um hann við Kóríanton. Alma sagði: „Hefur þú ekki tekið eftir staðfestu bróður þíns, trúmennsku hans og kostgæfni við að halda boðorð Guðs? Sjá, hefur hann ekki gefið þér gott fordæmi?“ (Alma 39:1).2

Síblon virðist hafa verið sonur sem vildi gleðja föður sinn og gerði hið rétta af réttum ásetningi, í stað þess að sækjast eftir lofi, stöðu eða valdi. Helaman hlýtur að hafa vitað af þessu og kunnað að meta það í fari bróður síns, því hann gaf Síblon forræði yfir hinum helgu heimildum sem hann hafði fengið frá föður sínum. Vissulega treysti Helaman Síblon því „hann var réttvís maður og gekk grandvar fyrir Guði, og hann gætti þess að gjöra gott án afláts og halda boðorð Drottins Guðs síns“ (Alma 63:2). Um Síblon er ekki margt skráð, sem virðist einkenna hann, allt frá því að hann tók við hinum helgu heimildum þar til hann fól þær í umsjá Helamans, sonar Helamans (sjá Alma 63:11).

Síblon var sannlega góður og falslaus. Hann fórnaði tíma sínum, hæfileikum og kröftum í að hjálpa og lyfta öðrum, því hann elskaði Guð og náunga sinn (sjá Alma 48:17–19; 49:30). Honum er lýst fullkomlega með orðum Spencers W. Kimball forseta: „Mikilhæfir karlar og konur hafa ætíð meiri áhuga á að þjóna fremur en að stjórna.“3

Ég heiðra þessar dásamlegu og blessuðu sálir sem sannlega eru góðar og falslausar í heimi þar sem lof, staða og vald eru í heiðri höfð. Þessar sálir sem drifnar eru áfram af elsku til Guðs og náunga síns, þessar mikilhæfu konur og karlar hafa „meiri áhuga á að þjóna fremur en að stjórna.“

Á okkar tíma eru sumir sem vilja fá okkur til að trúa að við finnum aðeins tilgang í því að sækjast eftir virðingu og valdi. Þrátt fyrir það, og sem betur fer, eru margir sem láta þetta sjónarhorn ekkert á sig fá. Þeir finna tilgang í því að vera sannlega góðir og falslausir. Ég hef rekist á slíka einstaklinga á öllum stigum samfélagsins og meðal margra trúarsafnaða. Þeir eru ótal margir meðal þeirra sem eru sannlega trúfastir fylgjendur Krists.4

Ég heiðra þá sem þjóna á óeigingjarnan hátt í hverri viku í deildum og greinum um heim allan með því að fara auka míluna við að uppfylla kallanir. Kallanir koma hins vegar og fara. Jafnvel enn tilkomumeiri, í mínum augum, eru þeir fjölmörgu sem án formlegra kallana finna leiðir til að þjóna öðrum og upplyfta, aftur og aftur. Einn bróðir mætir snemma í kirkju til að raða stólum og hinkrar við eftir kirkju til að ganga frá í kapellunni. Ein systir velur meðvitað sæti nálægt blindri systur í deildinni, ekki bara til að heilsa henni heldur einnig til að syngja sálmana nægilega hátt svo að blinda systirin geti heyrt orðin og sungið með. Ef þið lítið nánar í kringum ykkur í deild ykkar eða grein, þá munið þið finna sambærileg fordæmi. Það eru ætíð meðlimir sem virðast vita hverjir þurfa á aðstoð að halda og hvenær eigi að bjóða aðstoðina.

Kannski ég hafi lært fyrstu lexíuna mína um sannarlega góða og falslausa heilaga þegar ég var ungur trúboði. Ég flutti inná svæði með öldungi sem ég þekkti ekki. Ég hafði heyrt aðra trúboða tala um að hann hafði aldrei fengið leiðtoga hlutverk og að hann ætti í basli með kóresku þrátt fyrir að hafa verið lengi í landinu. Það kom hins vegar á daginn að enginn annar trúboði sýndi meiri hlýðni eða trúfesti en hann. Hann var námsfús þegar við áttum að vera að læra og hann vann þegar vinna átti. Hann yfirgaf íbúðina tímanlega og kom heim á réttum tíma. Kostgæfinn nam hann kóreskuna þótt tungumálið væri honum afar erfitt.

Þegar mér varð ljóst að athugasemdirnar sem ég hafði heyrt voru rangar leið mér eins og hann hafði verið ranglega dæmdur sem misheppnaður trúboði. Mig langaði að segja öllu trúboðinu frá því sem ég hafði komist að um þennan öldung. Ég deildi þrá minni til að leiðrétta þennan misskilning með trúboðsforseta mínum. Svar hann var: „Himneskur faðir veit að þessi ungi maður er árangursríkur trúboði og ég líka.“ Síðan bætti hann við: „Og nú veistu þú það einnig. Hverjum öðrum kemur það við?“ Þessi vitri trúboðsforseti kenndi mér það sem mikilvægt er í þjónustu og það er ekki lof, stöðuheiti, vald, heiður eða valdsumboð. Þetta var frábær lexía fyrir ungan trúboða sem einblíndi örlítið of mikið á titla.

Ég tók að horfa til baka á líf mitt, með þessa lexíu í huga, og huga að því hversu oft ég hafði verið undir áhrifum manna og kvenna sem á þeim tíma voru ekki í valdastöðu né báru mikilvægan titil. Ein sál sem lík var Síblon var Trúarskóla kennari minn þegar ég var í miðskóla. Þessi góði maður kenndi Trúarskóla í einungis tvö eða þrjú ár en hann leið að hjarta mínu á þann hátt sem hjálpað mér að öðlast vitnisburð. Hann var kannski ekki vinsælasti kennarinn í skólanum en hann var ætíð undirbúinn og áhrif hans á mig voru mikil og varanleg. Eitt af fáu skiptum sem ég hef séð þennan mann á þeim 40 árum sem liðin eru síðan hann kenndi mér var við jarðaför föður míns. Hvatinn á bak við þá gjörð var sannarlega ekki upphefð eða völd.

Ég heiðra þennan dygga kennara og marga hans líka sem eru sannarlega góðir og falslausir. Ég heiðra sunnudagaskóla kennarann sem kennir ekki eingöngu nemendum sínum á sunnudögum heldur kennir einnig og hefur áhrif á þessa sömu nemendur með því að bjóða þeim að sameinast fjölskyldu sinni í morgunmat. Ég heiðra leiðtoga ungmenna sem taka þátt í íþróttum og menningaratburðum pilta og stúlkna í deildum sínum. Ég heiðra manninn sem skrifar hvatningarbréf til nágrannans og konuna sem sendir ekki jólakortin heldur fer sjálf með þau til fjölskyldumeðlima og vina sem þurfa á heimsókn að halda. Ég heiðra bróðurinn sem fór með nágranna sinn reglulega í bíltúr á þeim tíma sem nágranninn átti erfiða daga vegna Alzheimerssjúkdóms – hann gerði bæði manninum og eiginkonu hans mjög svo þarfan dagamun.

Fólk gerir þetta ekki til að fá hrós eða heiður. Þessir karlar og konur eru ekki drifin áfram af eftirvæntingu um titil eða vald. Þau eru lærisveinar Krists, sem fara um og gera stöðugt gott. Eins og Síblon, þá eru þau að reyna að gleðja föður sinn á himnum.

Ég verð sorgmæddur þegar ég heyri um fólk sem hættir að þjóna eða jafnvel hættir að koma í kirkju vegna þess að það var leyst frá köllun eða finnst horft fram hjá sér hvað varðar einhverja tiltekna stöðu eða titil. Ég vonast til þess að dag einn muni þau læra sömu lexíu og ég lærði sem ungur trúboði – að sú þjónusta sem mestu máli skiptir er oftast sú sem einungis Guð tekur eftir. Höfum við gleymt hans í leit að mínu og okkar?

Sumir segja: „En ég er svo langt á eftir þeim sem þú lýsir.“ Góðu fréttir fagnaðarerindis Jesú Krists eru þær að hægt er að breyta okkar hjartans þrá og hvata okkar er hægt að fræða og fínpússa. Þegar við látum skírast í hina sönnu hjörð Guðs hefst nýsköpunarferlið (sjá 2 Kor 5:17; Mósía 27:26). Við erum einu skrefi nær þessu markmiði í hvert sinn er við endurnýjum skírnarsáttmálann með því að meðtaka sakramentið.5 Þegar við stöndum stöðug í þessum sáttmála, þá hljótum við styrk til að syrgja með syrgjendum og hugga þá sem huggunar þarfnast (sjá Mósía 18:9). Í þessum sáttmála finnum við náðina sem gerir okkur kleift að þjóna Guði og halda boðorð hans, þar á meðal að elska Guð af öllu hjarta og elska náunga okkar eins og okkur sjálf.6 Í þessum sáttmála liðsinna Guð og Kristur okkur svo við getum liðsinnt þeim sem þurfa á liði okkar að halda (sjá Mósía 4:16; sjá einnig vers 11–15).

Það eina sem mig langar að gera í lífinu er að gleðja feður mína – bæði jarðneska og himneska – og vera líkari Síblon.7

Ég þakka himneskum föður fyrir sálir sem eru líkar Síblon. Fordæmi þeirra veitir mér – og okkur öllum – von. Við sjáum vitni um kærleiksríkan föður á himnum og umhyggjusaman og samúðarfullan frelsara í lífum þeirra. Ég bæti mínum vitnisburði við þeirra og heiti því að kappkosta enn meira við að líkjast þeim, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „Lord, Is It I?“ Ensign eða Liahona, nóv. 2014, 58; skáletrað hér.

  2. Helaman kenndi ekki Sóramítum, því vitum við að Alma er að tala um Síblon þegar hann segir „bróðir þinn“ (sjá Alma 31:7; 39:2).

  3. Spencer W. Spencer W. Kimball, „The Role of Righteous Women,“ Ensign, nóv. 1979, 104.

  4. „Drottinn kenndi, að þegar við höfum sannlega snúist til trúar á fagnaðarerindi hans, muni hjarta okkar snúa frá eigingjörnum hugðarefnum og að þjónustu, að hvetja aðra, er þeir keppa að eilífu lífi. Við getum beðist fyrir og starfað í trú, til að upplifa þá trúarumbreytingu, og verða ný sköpun fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists. Við getum byrjað á því að biðja um trú til að iðrast af eigingirni og þá gjöf að elska aðra meira en sjálfan sig. Við getum beðist fyrir um að hljóta kraft til að láta af drambi og öfund“ (Henry B. Eyring, „Testimony and Conversion,“ Ensign eða Liahona, febr. 2015, 4–5).

  5. „[Guð] er ódauðlegur og fullkominn. Við erum dauðleg og ófullkomin. Þrátt fyrir það leitum við leiða, jafnvel í þessu lífi, til að sameinast honum andlega. Er við gerum það öðlumst við aðgengi að bæði náð hans og hinum mikla krafti hans. Á meðal þeirra sérstöku tækifæra má nefna ... skírn og staðfestingu ... [og] að meðtaka af táknum kvöldverðar Drottins“ (Jeffrey R. Holland, To My Friends [2014], 80). Holland, To My Friends [2014], 80).

  6. Það er náttúrulegt fyrir Síðari daga heilaga, sem sjá sjálfa sig í öllum gjörðum, sem börn Guðs að gera og halda skuldbindingar. Sáluhjálparáætlunin er vörðuð sáttmálum. Við lofum að halda boðorðin. Í staðinn lofar Guð blessanir í þessu lífi og um alla eilífð. Hann er nákvæmur í kröfum sínum og heldur fullkomnlega sín loforð. Hann krefst nákvæmni af okkur vegnar þess að hann elskar okkur og vegna þess að tilgangur áætlunarinnar er að verða lík honum. Loforðin sem hann veitir okkur innihalda ætíð kraft til að vaxa í getu okkar í að halda sáttmála. Hann gerir okkur kleift að reglurnar. Hann veitir okkur samfélag heilags anda þegar við reynum af öllum mætti að uppfylla hans staðla. Að sama skapi eykst kraftur okkar til að halda skuldbindingar og auðkenna það sem er gott og satt. Það er krafturinn til að læra, bæði í hinu stundlega námi og því sem við þurfum að læra fyrir eilífðina“ (Henry B. Eyring, „A Child of God“ [trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 21. okt 1997], 4–5; speeches.byu.edu). Sjá einnig David A. Bednar, „Bear Up Their Burdens with Ease,“ Ensign eða Liahona, maí 2014, 87–90.

  7. Frá því ég man eftir hefur mig langað að gleðja föður minn. Á sama tíma og ég óx úr grasi og öðlaðist vitnisburð, þá óx með mér þrá að gleðja himneskan föður. Síðar í lífinu lærði ég um Síblon og bætti á markmiða listann minn að verða líkari honum.