Ritningar
Jakob 7


7. Kapítuli

Serem afneitar Kristi, deilir við Jakob, heimtar tákn og er lostinn af Guði — Allir spámennirnir hafa talað um Krist og friðþægingu hans — Nefítar voru sem ferðalangar, fæddir í andstreymi og fyrirlitnir af Lamanítum. Um 544–421 f.Kr.

1 Og nokkrum árum síðar bar svo við, að maður nokkur að nafni Serem kom fram meðal Nefíþjóðarinnar.

2 Og svo bar við, að hann tók að prédika meðal þjóðarinnar og lýsa því yfir, að enginn Kristur kæmi. Og hann prédikaði margt, sem kitlaði hégómagirnd fólksins. Og það gjörði hann, svo að hann gæti kollvarpað kenningunni um Krist.

3 Og hann vann kappsamlega að því að afvegaleiða fólkið, og leiddi því marga afvega, og þar eð hann vissi, að ég, Jakob, trúði á Krist, sem koma mundi, leitaði hann tækifæra til að komast að mér.

4 Og hann var maður lærður, með fullt vald á tungu þjóðarinnar. Þess vegna gat hann skjallað þá óspart og beitt mikilli mælsku í samræmi við vald djöfulsins.

5 Og hann vonaðist til að geta haggað trú minni, þrátt fyrir margar aopinberanir og margt, sem mér hafði vitrast um þetta. Því að ég hafði í raun og veru séð engla, og þeir höfðu þjónað mér. Sömuleiðis hafði ég heyrt rödd Drottins, sem talaði til mín öðru hverju berum orðum. Þess vegna varð mér ekki haggað.

6 Og svo bar við, að hann kom til mín og mælti til mín á þennan hátt: Bróðir Jakob, ég hef leitað mjög tækifæris til að ræða við þig, því að ég hef heyrt, og veit reyndar, að þú ferð víða og boðar það, sem þú kallar fagnaðarerindi eða kenningu Krists.

7 Og þú hefur afvegaleitt marga meðal þessarar þjóðar, svo að þeir rangsnúa réttum vegum Guðs og ahalda ekki lögmál Móse, sem er hin rétta leið. Og þeir hafa snúið lögmáli Móse upp í dýrkun á veru, sem þú segir muni koma eftir mörg hundruð ár. En sjá, ég, Serem, segi þér hér með, að þetta er guðlast, því að enginn maður veit um slíkt, því að hann bgetur ekki sagt fyrir um óorðna hluti. Og þannig lagðist Serem gegn mér.

8 En sjá. Drottinn Guð úthellti aanda sínum yfir sálu mína, þannig að ég lét hvert orð hans verða honum til smánar.

9 Og ég spurði hann: Afneitar þú þeim Kristi, sem koma mun? Og hann svaraði: Ef Kristur væri til, mundi ég ekki afneita honum, en ég veit, að enginn Kristur er til, eða hefur verið til, né mun heldur nokkru sinni verða til.

10 Og ég spurði hann: Trúir þú ritningunum? Og hann svaraði já.

11 Og ég sagði við hann: Þá hefur þú ekki skilið þær, að þær bera Kristi sannarlega vitni. Sjá, ég segi þér, að enginn spámannanna hefur skrifað neitt eða aspáð neinu án þess að tala um þennan Krist.

12 Og þetta er ekki allt — mér hefur verið opinberað það, því að ég hef heyrt það og séð. Og mér hefur einnig opinberast það fyrir akraft heilags anda. Þess vegna veit ég, að allt mannkyn hlyti að bglatast, ef engin friðþæging ætti sér stað.

13 Og svo bar við, að hann sagði við mig: Sýn mér þá atákn um kraft heilags anda, úr því að þú veist svo mikið í krafti hans.

14 Og ég sagði við hann: Hver er ég, að ég ætti að freista Guðs til að sýna þér tákn um það, sem þú veist, að er asatt? Samt vilt þú afneita því, vegna þess að þú ert undir áhrifum bdjöfulsins. Verði þó ekki minn vilji. En ljósti Guð þig, skal það verða þér tákn um, að hann hefur vald bæði á himni og jörðu og einnig um það, að Kristur mun koma. Og verði þinn vilji, ó Drottinn, en ekki minn.

15 En svo bar við, að þegar ég, Jakob, hafði mælt þessi orð, yfirþyrmdi kraftur Drottins hann svo, að hann féll til jarðar. Og svo bar við, að honum var hjúkrað í marga daga.

16 Og svo bar við, að hann sagði við fólkið: Á degi komanda skuluð þið safnast saman, því að ég á að deyja. Mig langar þess vegna að tala við fólkið, áður en ég dey.

17 Og svo bar við, að daginn eftir safnaðist múgur og margmenni saman, og hann talaði til þeirra af hreinskilni og afneitaði því, sem hann hafði kennt þeim, en viðurkenndi Krist, kraft heilags anda og þjónustu engla.

18 Og hann sagði þeim hreinskilnislega, að hann hefði látið ablekkjast af krafti bdjöfulsins. Og hann talaði um helvíti og eilífðina og eilífa hegningu.

19 Og hann sagði: Ég óttast að hafa drýgt hina aófyrirgefanlegu synd, því að ég hef logið að Guði. Því að ég afneitaði Kristi og sagðist trúa ritningunum og sannlega vitna þær um hann. Og vegna þess að ég hef logið þannig að Guði, óttast ég stórlega, að mál mitt sé bskelfilegt, en ég gjöri játningu fyrir Guði.

20 Og svo bar við, að jafnskjótt og hann hafði mælt þessi orð, mátti hann ekki framar mæla, og hann agaf upp andann.

21 Og þegar fjöldinn varð vitni að því, að hann mælti þetta um það bil, sem hann var að gefa upp andann, urðu þeir furðu lostnir, svo mjög, að kraftur Guðs kom yfir þá, og svo aþyrmdi yfir þá, að þeir féllu til jarðar.

22 En þetta var mér, Jakob, þóknanlegt, því að ég hafði beðið föður minn á himnum um það, og hann hafði heyrt hróp mitt og svarað bænum mínum.

23 Og svo bar við, að friður og elska Guðs var aftur meðal fólksins, og það tók að akanna ritningarnar, en hlýddi ekki lengur orðum þessa rangláta manns.

24 Og svo bar við, að til margra ráða var gripið til að aendurheimta Lamaníta og færa þeim aftur þekkingu á sannleikanum, en allt var unnið fyrir bgýg, því að þeir höfðu yndi af cstyrjöldum og dblóðsúthellingum, fylltir eilífu ehatri á okkur bræðrum sínum. Og þeir leituðust stöðugt við að tortíma okkur með vopnavaldi sínu.

25 Þess vegna leitaðist Nefíþjóðin við að styrkja sig gegn þeim með vopnum sínum og öllum sínum mætti og treysti á Guð, abjarg hjálpræðis síns. Og þess vegna hefur hún hingað til hrósað sigri yfir óvinum sínum.

26 Og svo bar við, að ég, Jakob, tók að eldast, og vegna þess að heimildirnar um þessa þjóð eru skráðar á ahinar töflur Nefís, læt ég þessari frásögn lokið með því að lýsa því yfir að ég hef letrað þetta eftir minni bestu vitund og segja, að tíminn leið og blíf vort leið, rétt eins og í draumi, þar eð vér vorum einmana og alvörugefið fólk, ferðalangar, burtreknir úr Jerúsalem, fæddir í andstreymi í óbyggðum og fyrirlitnir af bræðrum okkar, sem ollu styrjöldum og deilum. Þess vegna lifðum við í sorg daga okkar á enda.

27 Og ég, Jakob, sá, að brátt yrði ég að hverfa niður í gröf mína. Þess vegna sagði ég við son minn, aEnos: Tak þessar töflur. Og ég sagði honum frá þeim bfyrirmælum, sem Nefí, bróðir minn, hafði gefið mér, og hann lofaði að hlýðnast þeim. Og hér lýk ég letrun minni á þessar töflur, sem verið hefur umfangslítil. Og ég kveð lesandann í von um, að margir bræðra minna fái lesið orð mín. Bræður, í Guðsfriði.