Ritningar
Jakob 3


3. Kapítuli

Hinir hjartahreinu hljóta hið hugljúfa orð Guðs — Réttlæti Lamaníta meira en Nefíta — Jakob varar við saurlífi, losta og hvers kyns synd. Um 544–421 f.Kr.

1 En sjá, ég, Jakob, vil ávarpa yður, hina hjartahreinu. Lítið til Guðs með staðföstum huga, biðjið til hans í sterkri trú og hann mun ljá yður huggun í þrengingum yðar, tala máli yðar og láta réttvísina koma yfir þá, sem leitast við að tortíma yður.

2 Ó lyftið höfðum yðar, allir þér, sem hjartahreinir eruð, og takið við hugljúfu orði Drottins og endurnærist af elsku hans, því að það getið þér að eilífu, sé hugur yðar astaðfastur.

3 En vei, vei yður, sem ekki eruð hjartahreinir, sem á þessum degi eruð asaurugir frammi fyrir Guði. Því að yðar vegna leggst bölvun yfir landið. Og ef þér iðrist eigi, munu Lamanítarnir, sem ekki eru eins saurugir og þér, þótt á þeim hvíli þung bbölvun, kvelja yður allt til tortímingar.

4 Og iðrist þér eigi, nálgast sá tími óðfluga, að þeir nái eignarhaldi á erfðalandi yðar, og Drottinn Guð mun aleiða burtu hina réttlátu meðal yðar.

5 Sjá! Bræður yðar Lamanítar, sem þér fyrirlítið vegna óhreininda þeirra og bölvunarinnar, sem lagðist á hörund þeirra, eru réttlátari en þér, því að þeir hafa ekki agleymt boðorðinu, sem Drottinn gaf föður vorum — að eiga aðeins eina eiginkonu og enga hjákonu og engan hór drýgja sín á meðal.

6 Og þeir gæta þess að halda þetta boðorð. Og vegna þess að þeir gæta þess að halda boðorðið, mun Drottinn Guð ekki tortíma þeim, heldur sýna þeim amiskunn. Og sá dagur kemur, að þeir verða blessunarríkt fólk.

7 Sjá. Eiginmenn meðal þeirra aelska eiginkonur sínar, og eiginkonur meðal þeirra elska eiginmenn sína, og eiginmenn og eiginkonur elska börn sín. Og vantrú þeirra og hatur á yður stafar af misgjörðum feðra þeirra. Hversu miklu betri skylduð þér því vera en þeir í augum hins mikla skapara yðar?

8 Ó, bræður mínir. Ef þér iðrist ekki synda yðar, óttast ég, að hörund þeirra verði ljósara en yðar, þegar þér verðið leiddir saman fram fyrir hásæti Drottins.

9 Þess vegna gef ég yður boð, sem er Guðs orð, um að hæða þá ekki framar, vegna þess að hörund þeirra er þeldökkt, né heldur hæða þá vegna óhreininda þeirra. Heldur skuluð þér minnast yðar eigin óhreininda, og þess, að óhreinindi þeirra eru frá feðrum þeirra komin.

10 Minnist þess vegna abarna yðar, og hvernig þér hafið hryggt hjörtu þeirra með því fordæmi, sem þér hafið sýnt þeim. Og þér megið einnig minnast þess, að með yðar eigin sora kunnið þér að leiða börn yðar til tortímingar, og syndir þeirra kunna að hlaðast á yðar eigin höfuð á efsta degi.

11 Ó, bræður mínir, hlýðið á orð mín. Vekið þá hæfni, sem sálir yðar búa yfir. Hristið yður, svo að þér vaknið af adauðadáinu! Leysið yður undan kvölum bvítis, svo að þér verðið ekki cenglar djöfulsins og yður verði ekki varpað út í það díki elds og brennisteins, sem er hinn annar ddauði.

12 Og ég, Jakob, sagði margt fleira við Nefíþjóðina og varaði hana við asaurlífi, blosta og hvers kyns synd og fræddi hana um hræðilegar afleiðingar þess.

13 Og á aþessar töflur er ekki unnt að letra einn hundraðasta hluta af því, sem þessi þjóð hafðist að, sem nú var orðin fjölmenn. En margt af því, sem fólkið tók sér fyrir hendur, er letrað á stærri töflurnar ásamt frásögnum af styrjöldum þeirra, ágreiningsmálum og stjórnartíð konunga þeirra.

14 Og þessar töflur eru kallaðar töflur Jakobs, og þær gjörði Nefí með eigin hendi. Og ég læt þessum orðum lokið.