2012
Af hverju trúarskóli?
Apríl 2012


Af hverju trúarskóli?

Hvað er það gagnlegasta sem nemandi getur hlotið af veru sinni í yngri eða eldri deild trúarskólans?

Hvað er það gagnlegasta sem nemandi getur hlotið af veru sinni í yngri eða eldri deild trúarskólans? Þegar hópur yngri deildar trúarskólans spurði stjórnanda Fræðsludeildarinnar, öldung Paul V. Johnson af hinum Sjötíu, þessarar spurningar, svaraði hann því til að gagnlegast væri að hljóta „raunverulegan vitnisburð um að Jesús sé Kristur. Að skilja að hin raunverulega þekking sé andlegs eðlis. Hún berst inn í sál okkar hvers um sig frá heilögum anda. Þetta er það gagnlegasta og mikilvægasti sannleikurinn sem þið getið hlotið af veru ykkar í yngri og eldri deild trúarskólans. Námið eykur ekki aðeins þekkingu ykkar; það breytir sjálfum ykkur og viðhorfi ykkar til heimsins. Og slík æðri menntun mun auðga aðra menntun ykkar“ („A Higher Education,“ New Era, apríl 2009, 15).

Öldungur Johnson er einn margra aðalvaldhafa sem hafa fjallað um þær dásamlegu blessanir sem rekja má til náms í yngri og eldri deild trúarskólans. Ef þið veltið fyrir ykkur hvort þið ættuð að fara í trúarskólann, þá eru hér fleiri góðar ástæður frá spámönnum okkar og postulum.

Ljósmynd af Spencer W. Kimball birt með leyfi Skjalasafns kirkju SDH