2012
Við ættum kannski að biðjast fyrir
Apríl 2012


Við ættum kannski að biðjast fyrir

Scott Edgar, Utah, Bandaríkjunum

Vorið 1975 bjuggu ég og fjölskylda mín á býli í grænu og fallegu landi Rheinland-Pfalz í Vestur-Þýskalandi. Þegar við eitt sinn ókum heim frá kirkju á regnblautum sunnudegi, stöðvuðum við bílinn til að huga að öðrum bíl sem oltið hafði út af í grjótfyllinguna við hlið skógarins. Þegar var dimmt í skóginum vegna laufþykknisins og næturhúmsins.

Eftir að hafa skoðað bílflakið snerum við aftur að bílnum okkar og komumst að því að hann sat fastur í forinni. Ég gat ekki ekið aftur á bak upp úr forinni, aðeins áfram—og þá inn í skóginn. Við höfðum áður ekið í gegnum skóginn og komist að því að margir skógarvegirnir voru samtengdir og lágu aftur úr úr skóginum, svo við ákváðum að aka áfram inni myrkrið.

Ég komst brátt að því að ég hafði tekið ranga ákvörðun. Á þröngum og blautum veginum voru djúp hjólför í forinni og við ókum stöðugt lengra inn í dimman skóginn. Ég reyndi að halda jöfnum hraða, því ég óttaðist að við kæmust ekki af stað ef ég stöðvaði. Ég sá blett framundan sem stóð hærra og virtist nægilega traustur til að halda þyngd bílsins. Ég hugðist koma bílnum úr forinni svo ég gæti hugsað rökrétt. Bíllinn rykktist upp úr forinni.

Ég drap á bílnum og fór út. Ég sá ekki nokkurn skapaðan hlut með aðalljósin slökkt. Ég kveikti aftur á aðalljósunum, greip vasaljósið og eftir að hafa skoðað bílinn ákvað ég að best væri að bakka inn í skóginn og keyra svo látlaust þangað sem við höfðum komið frá.

Ég bakkaði eins langt inn í skóginn og ég þorði, þandi vélina lítið eitt, rykkti í upp á veginn og sökk djúpt í forina. Nú var vandinn enn meiri. Úti var niðarmyrkur og algjör þögn. Í bílnum voru ég og eiginkona mín með þrjú óttaslegin börn.

Ég spurði eiginkonu mín hvort henni dytti eitthvað í hug. Eftir andartak sagði hún: „Við ættum kannski að biðjast fyrir.“ Börnin róuðust næstum þegar í stað. Ég flutti bæn af auðmýkt og örvæntingu og bað um hjálp. Þegar ég baðst fyrir hlaut ég greinilega þessa hugljómun: „Settu keðjurnar á.“

Ástkær eiginkona mín stóð í 25 cm forarlagi í sunnudagakjólnum sínum með vasaljósið í hendi meðan ég hreinsaði afturhjólin með berum höndum og setti keðjurnar á. Af trú og trausti báðumst við aftur fyrir og ræstum vélina. Hægt ókum við upp úr forinni og komust loks á fasta veginn.

Í gleðinni yfir að vera laus við forina og myrkrið, gleymdi ég næstum hver hafði hjálpað okkur að komast út úr skóginum. Fimm ára dóttir mín áminnti mig með því að segja: „Pabbi, himneskur faðir svarar í alvöru bænum, er það ekki?“