2012
Kirkjan hér og þar
Apríl 2012


Kirkjan hér og þar

Tónleikar í Puerto Rico laða að þúsundir

Hinn 8. desember 2011 tóku meðlimir í fimm stikum í Puerto Rico þátt í jólatónleikum sem haldnir voru í Paseo de las Artes í borginni Caguas. Um 85 meðlimir kirkjunnar sýndu listir sínar og um 2.500 meðlimir samfélagsins komu saman.

Þriðja nýja miðstöðin fyrir ungt fólk í Afríku

Hinn 4. nóvember 2011 hélt unga fólkið í Soweto-stikunni í Afríku sinn fyrsta viðburð í hinni nýju miðstöð sem eingöngu verður notuð fyrir unga fólkið.

Yfir 140 miðstöðvar eru fyrir hendi víða um Evrópu og nokkrar er að finna í Bandaríkjunum. Miðstöðin í Soweto er sú þriðja í Afríku; hinar eru staðsettar í Lýðveldinu Kongó og Simbabve.

Frumleg nálgun vekur spurningar

Pappírsrúlla var notuð í trúboðsathöfninni „Spurningar fyrir Guð,” í Nizhniy Novgorod, Rússlandi, 9. október 2011.

Á nokkrum klukkustundum höfðu yfir 150 manns komið við á tveimur borðum á mannmargri götu og tóku upp tússpenna til að skrifa spurningar sínar. Alls voru 84 spurningar skrifaðar á pappírsrúlluna. Margir óskuðu eftir svörum frá trúboðunum sem þar voru.