2012
Ég mun sjá hann aftur
Apríl 2012


Æskufólk

Ég mun sjá hann aftur

Pabbi lét hvert okkar barnanna finnast við vera sérstök. Hann elskaði okkur og fyrirgaf okkur auðveldlega. Hann gerði sitt besta til að tryggja hamingju okkar allra og gerði ljóst að hann vildi okkur það besta. Ég elskaði hann afar heitt.

Þegar ég var í sex ára bekk dó pabbi minn í bílslysi. Fjölskylda mín og ég vorum harmi slegin. Stórt gap hafði myndast í fjölskyldunni. Pabbi var sá sem ég stólaði á, sá sem ég leitaði til, ef ég átti í erfiðleikum. Í stað þess að leita hjálpar, leyfði ég að reiðin og sársaukinn grófu um sig. Ég einsetti mér loks að Guði væri um að kenna. Ég hætti að lesa ritningarnar og flytja bænir. Ég fór aðeins í kirkju vegna þess að mamma krafðist þess. Ég reyndi að halda mig fjarri föður mínum á himnum.

Svo kom að því að ég fór í Stúlknafélagsbúðir í fyrsta sinn. Mér fannst gaman að kynnast nýjum vinum, en ég las enn ekki ritningarnar. Á lokakvöldinu höfðum við vitnisburðarsamkomu. Ég skynjaði nokkuð sem ég hafði ekki lengi gert: Andann. Ég dáðist að stúlkunum sem fóru upp og gáfu vitnisburð sinn, en ég sat sem fastast því ég taldi mig ekki eiga vitnisburð. Skyndilega fann ég mig knúna til að standa upp. Ég opnaði munninn, en vissi varla hvað ég átti að segja. Ég sagði því að ég væri þakklát fyrir Stúlknafélagsbúðirnar. Ég stóð mig svo að því að segja að ég vissi að Jesús Kristur dó fyrir mig og að himneskur faðir elskaði mig og að kirkjan væri sönn.

Ég fylltist undraverðum friði. Þökk sé þessari reynslu að ég get sagt að ég veit að ég mun sjá pabba minn aftur, vegna friðþægingar og upprisu frelsarans.