2012
Systur í nafni og trú
Apríl 2012


Systur í nafni og trú

María og Díana D. eru ekki bara systur; þær eru líka bestu vinkonur. Díana er 10 ára og María varð 12 ára í ágúst. Þær eiga heima í Rúmeníu, þar sem meðlimir kirkjunnar eru um 3.000. Þær viðhalda sterkri trú sinni á Jesú Krist með því að fara í kirkju, lesa ritningarnar og biðjast fyrir.

„Í kirkjunni hef ég lært að trúa á Guð,“ sagði Maria. Dag einn var próf hjá henni, svo hún bað til himnesks föður í nafni Jesú Krists um hjálp. Þegar hún fékk góðar einkunnir, fannst henni að himneskur faðir hefði hjálpað sér.

Díana sagði að Mormónsbók hefði hjálpað sér að viðhalda trú sinni. „Hver dagur verður góður, ef ég les í Mormónsbók,“ sagði hún. Eftirlætis saga hennar í ritningunum er saga Josephs Smith. „Hann baðst fyrir og Guð og Jesús Kristur komu honum til hjálpar,“ sagði hún.

Súkkulaði

Súkkulaði er eftirlætis eftirréttur beggja systranna: Maríu finnst brúnkökur góðar og Díönu finnst súkkulaðikaka góð.

Eftirlætis sálmur

María og Díana spila báðar á píanó. Eftirlætis sálmur Maríu er „Elskið hver annan.“ Textinn fjallar um boðorð Jesú um að elska aðra. Díana nær að spila hann næstum fullkomlega, en erfiðast er að spila endirinn, að hennar sögn.

Ég má í æsku minni til musterisins gá

María og Díana vilja báðar gifta sig í musterinu þegar að því kemur. Þær eiga heima á Kyiv-musterissvæðinu í Úkraínu.

Þegar Díana verður eldri ætlar hún að fara í Kyiv-musterið í Úkraínu til að skírast fyrir hina dánu. María er nú þegar nægilega gömul til að fara þangað. Musterið er í 805 km fjarlægð.

Fjölskyldan í fyrirrúmi

María og Díana elska foreldra sína. „Mamma lætur okkur líða betur þegar við erum veikar,“ sagði María. „Pabbi fer með okkur í skólann,“ sagði Díana.

Sálmar

Eftirlætis sálmur Díönu er „Betlehems völlunum var hann á,“ sem fjallar um fæðingu Jesú Krists. Meðlimirnir í Rúmeníu nota grænu sálmabókina. „Imnuri“ á rúmensku er „Sálmar“ á íslensku.

Ljósmynd af systrunum: Adam C. Olson; teikning af kökum: Thomas S. Child