2012
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Apríl 2012


Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér á eftir eru nokkur dæmi.

„Blessanir trúarskólans” bls. 20: Lesið greinina í tíma og ákveðið hvernig best er að hagnýta boðskap hennar fyrir fjölskyldu ykkar. Ef þið eigið unglinga í trúarskólanum, byrjið þá á að spyrja þau hvers vegna trúarskólinn sé þeim mikilvægur. Lesið síðan hlutann „Hljóta lofaðar blessanir.” Hvetjið yngri börn til að búa sig undir að fara í trúarskólann þegar þau hafa náð réttum aldri. Ef þið eigið ekki unglinga á trúarskólaaldri, getið þið lesið greinina og síðan rætt mikilvægi trúarskólans fyrir nútíma æskufólk.

„Allir þekkja Bleck,” bls. 42: Íhugið að syngja „Breytið nú rétt” (Sálmar, nr. 97) sem inngangssálm. Lesið frásögnina um Beck eða gerið samantekt á henni. Biðjið fjölskylduna að greina frá reynslu þar sem hún hefur þurft að taka erfiða ákvörðun og velja á milli og hver afleiðingin var af ákvörðuninni. Ljúkið á því að lesa tilvitnunina í Thomas S. Monson forseta.

Einfalt, rósamt og ógleymanlegt

Við áttum ógleymanlegt fjölskyldukvöld með tveimur ungum dætrum okkar, Angélique, 6 ára, og Béthanie, 4 ára. Eiginmaður minn og ég hölluðum okkur örmagna aftur í stólana og vissum ekki hvernig við áttum að byrja. Dætur okkar tóku því frumkvæðið og sneru verkefnahjóli fjölskyldukvöldsins, til að fela okkur verkefni. Það féll í hlut eiginmanns míns að stjórna, Béthanie að sjá um tónlistina, minn að sjá um leikinn og Angélique að flytja lexíuna.

Béthanie valdi sönginn „Musterið,“ (Barnasöngbókin, 99) og við sungum hann saman. Pabbi flutti inngangsbænina. Angélique náði síðan í nýjustu útgáfu af Líahóna og valdi grein í barnahlutanum. Hún lærir lestur í skólanum og las því greinina fyrir okkur. Rósemd fyllti heimili okkar. Andinn bar vitni um að það sem hún las væri sannleikur.

Við fórum í einhverja leiki og fluttum síðan lokabæn. Í bæninni fann ég mig knúna til að þakka himneskum föður fyrir anda hans og kærleika og líka fyrir að hafa blessað heimili okkar með þessum litlu öndum. Eiginmanni mínum og mér er ljós sú ábyrgð okkar að annast þær og kenna þeim fagnaðarerindið. Að hafa fjölskyldukvöld er hluti af þeirri helgu ábyrgð.

Sylvie Poussin, Réunion