2012
BibleVideos.LDS.org er gjöf til heimsins
Apríl 2012


BibleVideos.LDS.org er gjöf til heimsins

Á jólasamkomu Æðsta forsætisráðsins 2011, kynntu kirkjuleiðtogar vefsíðu með Biblíumyndsyrpu sem nefnist Líf Jesú Krists og er „gjöf“ til heimsins.

BibleVideos.lds.org geymir myndsyrpur um líf Krists, allt frá yfirlýsingu engilsins um fæðingu Krists til upprisu frelsarans.

Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, greindi frá síðunni á jólsamkomunni.

Hann sagði: „Ykkur kann að finnast myndirnar friðsælar, líkt og ritningarnar eru, sem myndsyrpur þessar fylgja staðfastlega. Trú ykkar og heilagur andi munu skapa þær tilfinningar sem þessir lífbreytandi heimsatburðir verðskulda.“

Myndefnið er tekið upp í hinu nýja kvikmyndaveri kirkjunnar LDS Motion Picture Studio South Campus í Goshen, Utah, en upptökur úr Nýja testamentinu hófust þar í ágúst 2011.

Yfir 100 myndsyrpur verða framleiddar í þessu verkefni sem sýna líf Krists eins og því er lýst í Biblíuútgáfu Jakobs konungs.

Vefsíðan er hönnuð fyrir snjallsíma og er aðgengileg á ensku (BibleVideos.lds.org), spænsku (videosdelabiblia.org) og portúgölsku (videosdabiblia.org). Frítt iPad forrit er líka fáanlegt, en með því er hægt að hlusta og horfa á sögur Biblíunnar á nýjan hátt.

Þegar upp er staðið verða 100 myndsyrpur fáanlegar um líf Krists í Nýja testamentinu á vefsíðunni The Life of Jesus Christ Bible Videos.

KREDIT: