2012
Hann braut hlekki dauðans
Apríl 2012


Hann braut hlekki dauðans

Ljósmynd
Öldungur Patrick Kearon

„Þeir [eignast] eilíft líf fyrir Krist, sem rauf helsi dauðans“ (Mósía 15:23).

Kvöld eitt höfðum við ritningastund þegar börn okkar voru ung. Við lásum um frelsarann og ræddum það að hann gerði aldrei mistök.

Síðar um kvöldið kom eiginkona mín þriggja ára dóttur okkar, Susie, í rúmið. Susie horfði á mömmu sína og sagði: „Mamma, Jesús gerði mistök.“

„Hvað áttu við?“ spurði mamma hennar.

„Hann braut svolítið,“ sagði Susie.

Mamma hennar spurði undrandi: „Hvað braut hann?“

„Jesús braut hlekki dauðans,“ svaraði Susie.

Eiginkonu minni var ljóst að hún og Susie höfðu oft sungið saman Barnafélagssönginn „Vordag fagran“ og Susie hafði lært textann: „Vordag fagran frelsarinn fullan sigur hlaut og tæmdi grafar dómsins djúp og dauðans hlekki braut.”1 Mamma Susie útskýrði að merking þess að rjúfa helsi, eða brjóta hlekki, dauðans væri sú að Jesús hafi risið upp, svo við gætum öll lifað eftir að við deyjum.

Samtal þetta hefur veitt mér og eiginkonu minni mörg tækifæri til að fræða dætur okkar, Lizzie, Susie og Emmu, um raunverulega merkingu friðþægingarinnar fyrir okkur öll. Susie hafði rétt fyrir sér: Jesús rauf vissulega helsi dauðans. En það var ekki mistök. Það var stærsta gjöfin sem hann gat gefið okkur! (Sjá Kenning og sáttmálar 14:7.)

Frelsarinn dó og reis upp aftur svo við mættum lifa aftur hjá himneskum föður og fjölskyldum okkar, ef við erum réttlát. Ef við erum verðug, fáum við dag einn notið blessana ódauðleika og eilífs lífs. Ég er þakklátur fyrir að Jesús rauf nokkuð—já, bönd dauðans!

Heimildir

  1. „Vordag fagran,“ Barnasöngbókin, 57.

Til hægri: Teikning eftir Dilleen Marsh