Ritningar
Alma 40


40. Kapítuli

Kristur gjörir upprisu allra manna að veruleika — Hinir réttlátu dánu fara til paradísar og hinir ranglátu í ysta myrkur og bíða þar upprisu sinnar — Allt verður endurreist í sinni réttu og fullkomnu umgjörð í upprisunni. Um 74 f.Kr.

1 Nú, sonur minn, hér er nokkuð, sem ég vil auk þess segja þér, því að ég skynja, að hugsunin um upprisu dauðra íþyngir huga þínum.

2 Sjá, ég segi þér, að engin upprisa verður — eða ég segi með öðrum orðum, að hið dauðlega íklæðist ekki aódauðleika, né hið forgengilega íklæðist bóforgengileika — cfyrr en eftir komu Krists.

3 Sjá, hann kemur til leiðar aupprisu dauðra. En sjá, sonur minn, enn er engin upprisa. Nú afhjúpa ég fyrir þér leyndardóm, en engu að síður eru margir bleyndardómar cgeymdir, sem enginn veit neitt um nema Guð einn. En ég sýni þér einn þeirra, sem ég hef beðið Guð af kostgæfni að leyfa mér að vita — það er varðandi upprisuna.

4 Sjá, sá tími hefur verið ákvarðaður, þegar allir ahverfa úr greipum dauðans. Hvenær sá tími verður, veit enginn, en Guð veit, hvaða tími hefur verið ákvarðaður.

5 En hvort um verður að ræða eitt skipti, atvö skipti eða þrjú skipti, sem menn hverfa úr greipum dauðans, skiptir ekki máli, því að Guð bveit þetta allt, og það nægir mér að vita, að svo verður — að tími er ákvarðaður, er allir munu rísa frá dauðum.

6 Nú hlýtur að líða tími á milli dauðastundarinnar og upprisunnar.

7 Og nú vil ég spyrja: Hvað verður um asálir mannanna frá dauðastundinni fram að þeim tíma, sem ákvarðaður er fyrir upprisuna?

8 Ekki skiptir máli, hvort einn eða fleiri vitjunartímar hafa verið ákveðnir fyrir upprisu manna, því að ekki deyja allir samtímis, og því skiptir það ekki máli. Allt er sem einn dagur hjá Guði, og tími er aðeins mældur manninum.

9 Þess vegna hefur verið ákvarðað, hvenær menn rísa upp frá dauðum, og tími líður á milli dauðastundar og upprisu. Og nú hef ég einmitt beðið Drottin af kostgæfni um að fá vitneskju um þetta tímabil og hvað um sálir manna verður, meðan á því stendur, og þetta er það, sem ég veit.

10 Og þegar sá tími kemur, að allir rísa upp, þá munu þeir vita, að Guð þekkir alla aákvörðunartíma mannsins.

11 En varðandi ástand sálarinnar frá adauða og fram að upprisu — sjá! Engill hefur kunngjört mér, að um leið og andar allra manna yfirgefa þennan dauðlega líkama, séu þeir, já, andar allra manna, hvort sem þeir eru góðir eða illir, fluttir bheim til þess Guðs, sem gaf þeim líf.

12 Og þá ber svo við, að tekið er við öndum þeirra, sem réttlátir eru, inn í asæluríki, sem nefnist bparadís, ríki chvíldar og dfriðar, þar sem þeir hvílast frá öllu erfiði, áhyggjum og sorgum.

13 Og þá ber svo við, að andar hinna ranglátu, já, þeirra, sem illir eru — því að sjá, þeir eiga engan hlut eða hlutdeild í anda Drottins, því að sjá, þeir kusu hin illu verk framar hinum góðu, þess vegna komst andi djöfulsins í þá og náði eignarhaldi á húsi þeirra — þeim verður vísað út í aystu myrkur, og þar verður bgrátur og kvein og gnístran tanna, og það vegna þeirra eigin misgjörða, því að þeir eru fjötraðir vilja djöfulsins.

14 En þetta er ástand sálna hinna aranglátu, já, í myrkri, skelfingu og bótta bíða þeir þess, að brennandi og heilög reiði Guðs komi yfir þá. Þannig haldast þeir í þessu cástandi eins og hinir réttlátu í paradís, fram að upprisutíma sínum.

15 En sumir hafa skilið það svo, að þetta sæluástand og vansældarástand sálarinnar fyrir upprisuna sé hin fyrsta upprisa. Já, ég viðurkenni, að hægt er að kalla það upprisu, þegar anda eða sálu er lyft upp og ráðstafað til sælu eða vansældar, í samræmi við orðin, sem töluð hafa verið.

16 En sjá. Enn fremur hefur verið sagt, að til sé hin afyrsta bupprisa, upprisa allra þeirra, sem verið hafa, eru og munu verða til, allt fram að upprisu Krists frá dauðum.

17 En við gjörum ekki ráð fyrir, að þessi fyrsta upprisa, sem talað er um á þennan hátt, geti verið upprisa sálnanna og aráðstöfun þeirra til sælu eða vansældar. Þú getur ekki gjört ráð fyrir, að þetta sé það, sem átt er við.

18 Sjá, ég neita því. Heldur er átt við sameiningu sálar og líkama allra þeirra, sem lifað hafa frá dögum Adams fram að aupprisu Krists.

19 En hvort sálir og líkamar þeirra, sem rætt hefur verið um, verða sameinaðir samtímis, hinna ranglátu jafnt sem hinna réttlátu, læt ég ósagt. En látum nægja, að ég segi, að þeir komi allir fram, eða með öðrum orðum, upprisa þeirra á sér stað á aundan upprisu þeirra, sem deyja eftir upprisu Krists.

20 En sonur minn. Ég segi ekki, að upprisa þeirra verði við upprisu Krists. En sjá, ég læt það í ljós sem skoðun mína, að sálir og líkamar hinna réttlátu séu sameinaðir við upprisu Krists og auppstigningu hans til himins.

21 En hvort það verður við upprisu hans eða á eftir, læt ég ósagt. En svo mikið segi ég, að atími er milli dauða og upprisu líkamans, og sálin lifir í bsælu eða cvansæld fram til þess tíma, er Guð hefur ákvarðað, að hinir dauðu skuli fram ganga og sameinast, bæði sál og líkami, og verða dleiddir fram fyrir Guð og hljóta þar dóm samkvæmt verkum sínum.

22 Já, þetta gjörir að veruleika þá endurreisn, sem talað hefur verið um af vörum spámannanna.

23 aSálin mun bsameinuð líkamanum og clíkaminn sálunni. Já, hver limur og hver liðamót munu aftur endurreist á líkamann. Já, og ekki svo mikið sem eitt höfuðhár mun glatast, heldur mun allt endurreist í sína réttu og fullkomnu umgjörð.

24 Og nú, sonur minn, þetta er endurreisnin, sem atalað hefur verið um af munni spámannanna —

25 Og þá mun stafa ljóma af hinum réttlátu í Guðs ríki.

26 En sjá. Hræðilegur adauði kemur yfir hina ranglátu, því að þeir deyja gagnvart því, sem réttlátt er, því að þeir eru óhreinir, og ekkert bóhreint getur erft Guðs ríki. En þeim verður vísað burtu, og þeir verða að neyta ávaxtanna af erfiði sínu eða verkum sínum, sem ill hafa verið. Og þeir drekka hinn beiska bikar í botn.