Ritningar
Alma 16


16. Kapítuli

Lamanítar eyða íbúum Ammónía — Sóram leiðir Nefíta til sigurs yfir Lamanítum — Alma og Amúlek og margir aðrir boða orðið — Þeir boða að Kristur muni birtast Nefítum eftir upprisu sína. Um 81–77 f.Kr.

1 Og svo bar við, að á ellefta stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni, á fimmta degi annars mánaðarins, eftir að mikill friður hafði ríkt í Sarahemlalandi og engin stríð eða illdeilur verið árum saman, allt til fimmta dags annars mánaðarins á ellefta árinu, að heróp heyrðist um gjörvallt landið.

2 Því að sjá. Herir Lamaníta höfðu ráðist inn yfir landamærin, er snúa að óbyggðunum, og allt inn í aAmmóníaborg og tóku að drepa fólkið og tortíma borginni.

3 Og nú bar svo við, að áður en Nefítarnir gátu náð saman nógu miklu liði til að reka þá út úr landinu, höfðu þeir atortímt íbúum Ammóníaborgar og einnig nokkrum nærri landamærum Nóa, en flutt aðra fanga út í óbyggðirnar.

4 Nú bar svo við, að Nefítar höfðu hug á að ná þeim, sem fluttir höfðu verið sem fangar út í óbyggðirnar.

5 Sá, sem skipaður hafði verið yfirhershöfðingi herja Nefíta (en nafn hans var Sóram, og hann átti tvo syni, Lehí og Aha) — Sóram og synir hans tveir, en þeir vissu, að Alma var æðsti prestur kirkjunnar og höfðu heyrt, að hann væri gæddur spádómsanda, fóru þess vegna til hans og leituðu fregna hjá honum, hvert út í óbyggðirnar Drottinn æskti að þeir færu í leit að bræðrum sínum, sem Lamanítar höfðu tekið til fanga.

6 Og svo bar við, að Alma aspurði Drottin um þetta atriði. Og Alma sneri aftur og sagði við þá: Sjá, Lamanítar munu fara yfir Sídonsfljót í suðuróbyggðunum, handan landamæra Mantílands. Og sjá. Þið skuluð mæta þeim austan við Sídonsfljót, og þar mun Drottinn fá ykkur í hendur bræðurna, sem Lamanítar tóku til fanga.

7 Og svo bar við, að Sóram og synir hans fóru yfir Sídonsfljót með heri sína og fóru yfir landamæri Mantí inn í suðurhluta óbyggðanna, sem voru að austanverðu við Sídonsfljót.

8 Og þeir réðust á hersveitir Lamaníta, og Lamanítum var tvístrað og þeir hraktir út í óbyggðirnar. En þeir náðu bræðrum sínum, sem Lamanítar höfðu tekið til fanga, og ekki eina sálu meðal þeirra, sem teknir höfðu verið til fanga, höfðu þeir misst. Og bræður þeirra fluttu þá til eigin landa þeirra.

9 Og þannig lauk ellefta stjórnarári dómaranna, og Lamanítar höfðu verið hraktir úr landinu, en íbúum Ammónía verið atortímt. Já, sérhverri lifandi sál meðal Ammóníta var btortímt og einnig hinni miklu borg þeirra, sem þeir sögðu Guð ekki geta tortímt, vegna þess hve mikil hún væri.

10 En sjá. Á aeinum degi var hún lögð í eyði, og hundar og villidýr úr óbyggðunum rifu hræin í sig.

11 Lengi síðan lágu samt líkin í hrúgum á yfirborði jarðar, aðeins þakin örþunnu lagi. Og svo sterkur var fnykur þeirra, að í mörg ár fór enginn inn í Ammóníaland til að setjast þar að. Og það var kallað Nehorsauðn, því að þeir, sem drepnir höfðu verið, voru aNehorstrúar, og land þeirra hélst áfram í eyði.

12 Og Lamanítar komu ekki aftur til að berjast við Nefíta fyrr en á fjórtánda stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni. Og þannig naut Nefíþjóðin viðvarandi friðar í öllu landinu í þrjú ár.

13 Og Alma og Amúlek fóru um og prédikuðu iðrun fyrir fólkinu í amusterum þess og helgistöðum, sem og í bsamkunduhúsum þess, sem byggð voru að hætti Gyðinga.

14 Og öllum þeim, sem heyra vildu orð þeirra, létu þeir í té orð Guðs án afláts og fóru ekki í amanngreinarálit.

15 Og þannig fóru þeir Alma og Amúlek um ásamt fjölmörgum öðrum, sem útvaldir höfðu verið til verksins, og boðuðu orðið um gjörvallt landið. Og kirkjan var almennt stofnuð um allt land, í öllum nærliggjandi héruðum, meðal allrar Nefíþjóðarinnar.

16 Og ekkert amisrétti var meðal þeirra. Drottinn úthellti anda sínum um allt landið til að búa hugi mannanna barna, eða búa bhjörtu þeirra undir að meðtaka orðið, sem kennt skyldi meðal þeirra á komutíma hans —

17 Til þess að þeir skyldu ekki herðast gegn orðinu og ekki verða vantrúaðir og ganga á vit tortímingar, heldur mættu taka við orðinu með gleði og verða græddir sem agrein á hinn sanna bvínvið og mættu ganga inn til chvíldar Drottins Guðs síns.

18 En aprestar þessir, sem fóru um meðal fólksins, prédikuðu gegn lygum, bblekkingum, cöfund, deilum, illgirni, lastmælum, stuldi, ránum, gripdeildum, manndrápum, hórdómi og hvers kyns losta og hrópuðu, að slíkt ætti ekki að eiga sér stað —

19 Og þeir sögðu fyrir um það, sem brátt mundi verða. Já, þeir sögðu fyrir um akomu Guðssonar, þjáningar hans og dauða, sem og upprisu hinna dauðu.

20 Og margir spurðu, hvar sonur Guðs mundi birtast. Og þeim var kennt, að hann mundi abirtast þeim beftir upprisu sína, og á þetta hlustuðu þeir með miklum fögnuði og gleði.

21 En eftir að kirkjan hafði verið stofnsett um gjörvallt landið — og hafði unnið asigur yfir djöflinum og orð Guðs var boðað hreint og ómengað um allt land og Drottinn úthellti blessunum sínum yfir þjóðina — lauk þannig fjórtánda stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni.