„Móse á Sínaífjalli,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Móse á Sínaífjalli,“ Sögur úr Gamla testamentinu
2. Mósebók 19–20; 24; 31–34; 5. Mósebók 4–7
Móse á Sínaífjalli
Fólkinu auðveldað að minnast Drottins
Móse og Ísraelsmenn ferðuðust um eyðimörkina. Þeir komu að fjalli sem nefnt var Sínaífjall.
2. Mósebók 19:1
Móse kleif fjallið og talaði við Drottin. Drottinn sagði við Móse að hann vildi tala við fólkið augliti til auglitis.
2. Mósebók 19:3, 9–11
Ísraelsmenn komu að rótum Sínaífjalls og Drottinn koma því til leiðar að ský umlukti fjallið. Drottinn var í skýinu. Hann talaði til Ísraelsmanna og gaf þeim boðorð. Fjallið nötraði þegar hann talaði.
2. Mósebók 19:16–19; 20:1–17; 5. Mósebók 4:12–13, 33; 5:4–5
Ísraelsmenn voru óttaslegnir. Þeir báðu Móse að tala við Drottin, svo Móse gæti sagt þeim vilja Drottins.
2. Mósebók 20:18–19
Móse tók Aron og sjötíu öldunga með sér upp á fjallið til að taka á móti fleiri kenningum Drottins. Drottinn birtist þeim.
2. Mósebók 24:1, 9–11
Drottinn bauð síðan Móse að skilja við öldungana og fara enn hærra upp á fjallið. Móse hlýddi. Drottinn ritaði með fingri sínum lögmál sitt og boðorð á steintöflur. Í fjörutíu daga kenndi Drottinn Móse ótal margt.
2. Mósebók 24:12–18; 31:18
Meðan Móse var á Sínaífjalli, urðu Ísraelsmenn óþreyjufullir að bíða hans. Þeir sögðu Aron að búa til tilbeiðslustyttu fyrir þá eins og þá sem þeir höfðu í Egyptalandi. Aron safnaði öllu gulli þeirra og bjó til gullkálfslíkneski.
2. Mósebók 32:1–4
Ísraelsmenn tilbáðu gullkálfinn og buðu fram fórnir. Þeir sögðu gullkálfinn, ekki Drottin, hafa frelsað þá úr Egyptalandi.
2. Mósebók 32:4–6, 21–24
Drottinn vissi að Ísraelsmenn væru að tilbiðja skurðgoð og gleyma sér. Hann bauð Móse að fara til baka og segja fólkinu að iðrast.
2. Mósebók 32:7–10
Móse kom niður af Sínaífjalli og sá Ísraelsmenn tilbiðja gullkálfinn. Hann varð afar gramur. Fólkið var ekki undir það búið að hlýða lögmálinu og boðorðunum sem Drottinn hafði ritað. Móse braut töflurnar og eyðilagði gullkálfinn. Hann hjálpaði Ísraelsmönnum að iðrast og minnast hins sanna Guðs síns.
2. Mósebók 32:15–20, 25–29
Móse bað Drottinn að fyrirgefa Ísraelsmönnum og gefa þeim aftur loforð. Móse lofaði að leiðbeina og kenna þeim.
2. Mósebók 32:30–34
Drottinn bað Móse að búa til nýjar töflur og fara aftur upp á Sínaífjall. Drottinn gaf Ísraelsmönnum ný loforð og hin tíu boðorð sín.
2. Mósebók 20:2–17; 34:1–17, 28; 5. Mósebók 6:24–25; 7:12–13