„Abraham og Ísak,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Abraham og Ísak,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Mósebók 17:21–22
Abraham og Ísak
Faðir, sonur og fórn
Abraham og Sara eignuðust lítinn dreng, alveg eins og Drottinn lofaði. Þau gáfu honum nafnið Ísak.
1. Mósebók 17:9; 21:1–3
Þau elskuðu Ísak. Þau kenndu honum að velja rétt og treysta Drottni.
1. Mósebók 21:8
Drottinn lofaði Abraham og Söru að með Ísak myndi fjölskylda þeirra vaxa og blessa alla jörðina. Dag einn sagði þó Drottinn að Abraham skyldi taka Ísak upp á Moríafjall og færa Ísak fram sem fórn.
1. Mósebók 17:1–8; 22:1–2
Á leiðinni til fjallsins spurði Ísak hvar lambið væri sem fórna átti. Abraham sagði að Drottinn myndi sjá þeim fyrir því.
1. Mósebók 22:4–8
Á Moríafjalli byggði Abraham altari og setti viðargreinar ofan á það.
1. Mósebók 22:8–9
Eins og Drottinn bauð, bað Abraham Ísak að leggjast á altarið. Ísak treysti Abraham á sama hátt og frelsarinn, Jesús Kristur, treysti föður sínum.
1. Mósebók 22:9
Þegar Abraham var við það að fórna Ísak, þá stöðvaði engill Drottins hann. Abraham sýndi trú sína á Drottin. Abraham vissi að hann myndi alltaf fylgja Drottni.
1. Mósebók 22:10–12
Abraham leit upp og sá hrút fastan í runna. Drottinn sá þeim fyrir hrútnum til að fórna.
1. Mósebók 22:13
Abraham og Ísak lærðu að himneskur faðir myndi færa fram son sinn, Jesú Krist, sem fórn. Drottinn Jesús Kristur treysti Abraham af því að hann hlýddi. Abraham treysti loforði Drottins um að dag einn myndi fjölskylda hans vaxa og verða jafn fjölmenn og stjörnurnar á himninum.
1. Mósebók 22:17–18; Jakob 4:5