Sögur úr ritningunum
Páskahátíð Gyðinga


„Páskahátíð Gyðinga,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Páskahátíð Gyðinga,“ Sögur úr Gamla testamentinu

2. Mósebók 11–12; 14–15

Páskahátíð Gyðinga

Vernduð af Guði

Móse á bæn

Faraó vildi ekki leyfa Ísraelsmönnum að fara, svo Drottinn sagði Móse að hann myndi senda síðustu pláguna. Frumburður hverrar fjölskyldu í Egyptalandi skildi deyja, meira að segja frumburður dýra þeirra.

2. Mósebók 11:1, 4–10

Móse talar við fólk

Drottinn lofaði að ef Ísraelsmenn fylgdu fyrirmælum hans, mundi plágan fara framhjá þeim og skaða þá ekki.

2. Mósebók 12:3, 13, 23

Maður blóðgar dyrastafi, börn fylgjast með

Drottinn bauð hverri fjölskyldu Ísraelsmanna að fórna lýtalausu karlkyns lambi og maka blóði lambsins á dyrastafi húss síns.

2. Mósebók 12:4–7

Fjölskylda neytir kvöldverðar

Drottinn bauð Ísraelsmönnum að elda og eta lambið án tafar. Meðan þeir átu, áttu þeir að vera klæddir og tilbúnir til að yfirgefa heimili sín. Drottinn sagði að ef Ísraelsmenn gerðu þetta, yrðu frumburðir þeirra öruggir gegn plágunni.

2. Mósebók 12:8–11

Sonur Faraós dáinn

Líkt og Drottinn aðvaraði, þá skall plágan á. Allir frumburðir í Egyptalandi dóu, þar á meðal elsti sonur Faraós. Plágan fór þó framhjá hverju því húsi sem hafði blóð lambs á dyrastöfunum. Frumburðir Ísraelsmanna voru óhultir því þeir höfðu hlýtt Drottni.

2. Mósebók 12:12–13, 29–30

sorgmæddur Faraó segir Móse og Aron að hverfa á brott

Þegar Faraó sá son sinn dáinn af plágunni, sagði hann Móse og Aron að taka með sér alla Ísraelsmenn og fara frá Egyptalandi.

2. Mósebók 12:31–33

reiður Faraó sendir hersveit

Ísraelsmenn héldu brott, en Faraó var reiður. Hann safnaði saman hersveitum sínum og vögnum og hélt á eftir Ísraelsmönnum.

2. Mósebók 12:37–41; 14:5–8

Hersveit á hælum Ísraelsmanna

Ísraelsmenn tjölduðu við Rauðahafið. Brátt nálguðust Faraó og hersveit hans Ísraelsmenn. Þegar Ísraelsmenn sáu Egyptana koma, urðu þeir óttaslegnir. Móse sagði Ísraelsmönnum að Drottinn myndi vernda þá.

2. Mósebók 14:9–14

Móse lyftir stafi, Rauðahafið klofnar

Þegar Egyptar nálguðust, bauð Drottinn Móse að lyfta upp stafi sínum. Móse gerði það og Drottinn klauf hafið. Ísraelsmenn fóru yfir hafið á þurru landi. Þeir komust undan Faraó og hersveit hans.

2. Mósebók 14:15–16, 21–22

Rauðahafið fellur yfir hersveit Egypta

Hersveit Egypta fór á eftir Ísraelsmönnum. Þegar allir Ísraelsmenn voru öruggir á hinum bakka hafsins, lét Drottinn vatnið falla saman. Hersveit Egypta drukknaði í hafinu.

2. Mósebók 14:23–30

Ísraelsmenn dansa

Ísraelsmenn voru loks frjálsir. Þeir sungu, dönsuðu og þökkuðu Drottni. Á páskahátíðinni minntust þeir ætíð þess tíma er Drottinn þyrmdi lífi þeirra og leiddi þá út úr Egyptalandi.

2. Mósebók 14:31; 15:1–22