Scripture Stories
Spákonan Debora


„Spákonan Debora,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Spákonan Debora,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Dómarabókin 4–5

Spákonan Debora

Leiðtogi sem hjálpaði Ísraelsmönnum að treysta Drottni

Ljósmynd
Spákonan Debora

Debora var spákona, trúfastur leiðtogi Ísraelsmanna, sem var innblásin af Drottni. Fólkið hennar hafði látið af því að halda boðorð Drottins og Kanaanítar ríktu yfir þeim. Eftir tuttugu ár, tóku Ísraelsmenn að biðjast fyrir um liðsinni Drottins.

Dómarabókin 4:1–5.

Ljósmynd
Debora á bæn

Drottinn heyrði bænir þeirra. Hann bauð Deboru að safna saman her Ísraelsmanna til að berjast við Kanaanítana.

Dómarabókin 4:6

Ljósmynd
Debora talar við hermenn

Í hersveit Kanaanítanna voru margir hermenn og stríðsvagnar. Það hræddi hersveit Ísraelsmanna, en ekki Deboru. Hún vissi að Drottinn hugðist hjálpa þeim.

Dómarabókin 4:3, 7

Ljósmynd
Barak biður Rahab að koma

Barak var leiðtogi hersveitar Ísraelsmanna. Hann vildi ekki berjast. Hann trúði þó að ef Debora færi fyrir hersveitinni, myndi Drottinn vernda þá. Debora samþykkti að gera það. Hún spáði fyrir um að kona myndi sigra Sisera, leiðtoga hersveitar Kanaanítanna.

Dómarabókin 4:8–9

Ljósmynd
Debora og hersveit á fjallstoppi

Hersveit Ísraelsmanna koma saman á fjalli og Kanaanítarnir komu saman í dalnum. Debora bauð Barak að fara niður af fjallinu. Hún lofaði að Drottinn yrði með þeim.

Dómarabókin 4:12–14

Ljósmynd
stríðsvögnum sópað burtu í stormi

Drottinn lét rigna og stríðsvögnum Kanaanítanna var sópað burtu í vatninu. Margir Kanaanítanna drukknuðu í ánni, en Sisera komst undan og flúði.

Dómarabókin 4:15, 17; 5:4–5, 19–22

Ljósmynd
Jael býður Sisera inn í tjald

Kona að nafni Jael bjó þar hjá í tjaldi. Hún sá Sisera á hlaupum og bauð honum að fela sig í tjaldinu hennar. Jael vissi að hann var leiðtogi hersveitar Kanaanítanna og drap hann, svo hann myndi ekki særa fleira fólk.

Dómarabókin 4:15–21

Ljósmynd
Debora horfir á friðsælan bæ

Spádómur Deboru uppfylltist. Sisera var sigraður af hugrakkri konu. Debora söng lag til að Ísraelsmenn myndu minnast þess hvernig Drottinn bjargaði þeim. Ísraelsmenn héldu boðorðin og lifðu í friði í fjörutíu ár.

Dómarabókin 5:1, 24–27, 31