Scripture Stories
Spámaðurinn Jósúa


„Spámaðurinn Jósúa,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Spámaðurinn Jósúa,“ Sögur úr Gamla testamentinu

5. Mósebók 10; 3134; Jósúabók 1; 3–6; 10–11; 2124

Spámaðurinn Jósúa

Lokaraun áður en farið er í fyrirheitna landið

Ljósmynd
Jósúa á bæn

Drottinn kallaði Jósúa sem nýjan spámann eftir að spámaðurinn Móse hafði verið hrifinn til himins. Þegar Ísraelsmenn tjölduðu nærri ánni Jórdan, sagði Drottinn þá stund upprunna að þeir skyldu fara í fyrirheitna landið.

5. Mósebók 34:1–9; Jósúabók 1:1–4; Alma 45:19

Ljósmynd
ranglátt fólk í Kanaanlandi

Hið fyrirheitna land var í Kanaanlandi, en þar bjó ranglátt fólk. Drottinn sagði Jósúa að hann skyldi vera sterkur og hugrakkur. Með hjálp Drottins gætu Ísraelsmenn yfirtekið Kanaanland.

Jósúabók 1:1–9

Ljósmynd
Ísraelsmenn við ána Jórdan

Jósúa setti saman hersveit. Drottinn bauð þeim að halda á steintöflunum með boðorðunum tíu og öðrum ritningum. Prestarnir báru þessa helgu hluti í kistu sem kölluð var sáttmálsörkin. Hersveitin bjó sig síðan undir að fara yfir ána Jórdan. Áin var djúp og straumhörð.

5. Mósebók 10:5; 31:25–26; Jósúabók 1:10–11; 3:1–11

Ljósmynd
Spámaðurinn Jósúa

Jósúa lofaði Ísraelsmönnum að Drottinn myndi hjálpa þeim að komast yfir ána.

Jósúabók 3:10–13

Ljósmynd
vatn skilst að umhverfis fót

Jósúa bað tólf presta að taka sáttmálsörkina og ganga út í ána. Um leið og prestarnir gengu út í ána, skildist vatnið að.

Jósúabók 3:12–17

Ljósmynd
Ísraelsmenn bera sáttmálsörkina á þurrum árbotni og sumir safna steinum

Ísraelsmenn fóru yfir ána á þurru landi. Jósúa bað Ísraelsmenn að taka tólf steina af hinum þurra árbotni. Hann staflaði steinunum í hrúgu til að minna Ísraelsmenn á kraftaverk Drottins dag þennan.

Jósúabók 3:17; 4:1–24

Ljósmynd
Ísraelsmenn ganga í átt að borg

Jósúa leiddi hersveit Ísraelsmanna að Kanaanlandi. Þeir komu til borgar að nafni Jeríkó. Borgin var afar öflug og umhverfis hana háir múrar. Drottinn sagði Jósúa hvernig sigra ætti Jeríkóborg. Hann bauð Ísraelsmönnum að þramma umhverfis múra Jeríkóborgar dag hvern í sex daga. Jósúa hlýddi Drottni.

Jósúabók 5:13–15; 6:1–5

Ljósmynd
prestar bera sáttmálsörkina og aðrir blása í lúðra

Jósúa bað prestana að halda á sáttmálsörkinni í fararbroddi Ísraelsmanna. Dag hvern þrammaði hersveitin umhverfis Jeríkóborg og sjö prestar blésu í lúðra sína. Allir aðrir meðal Ísraelsmanna voru hljóðir.

Jósúabók 6:6–14

Ljósmynd
Ísraelsmann hrópa og múrinn fellur

Á sjöunda degi þrammaði hersveitin umhverfis Jeríkóborg sjö sinnum. Á meðan prestarnir blésu í lúðra sína, bauð Jósúa Ísraelsmönnum að hrópa. Skyndilega féllu múrar Jeríkóborgar til jarðar og Jósúa og hersveit hans yfirtóku borgina.

Jósúabók 6:15–16, 20

Ljósmynd
Jósúa talar til fólks í borg

Drottinn hjálpaði Ísraelsmönnum, eins og hann lofaði. Hersveit Jósúa yfirtók áfram Kanaanland og Ísraelsmenn hófu dvöl sína þar. Jósúa minnti þá á kraftaverk og loforð Drottins. Hann bað Ísraelsmenn að velja að þjóna Drottni.

Jósúabók 10:42; 11:23; 21:43–45; 24:15