„Drottinn talar til Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Drottinn talar til Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Konungabók 19
Drottinn talar til Elía
Hlustað á rödd Drottins
Akab konungur sagði Jesebel drottningu að Drottinn hefði séð við prestum Baals. Jesebel varð reið og sagðist ætla að drepa spámanninn Elía.
1. Konungabók 19:1–2
Elía fór frá Ísraelslandi til að leita öryggis. Hann ferðaðist í 40 daga og 40 nætur og fór fastandi. Hann kom þá að Sínaífjalli og fann þar helli til að fela sig í. Drottinn bauð Elía að fara upp á fjallstoppinn svo hann gæti talað til Elía.
1. Konungabók 19:3, 8–11
Öflugur vindur skall á og mölbraut steinana umhverfis hellinn. Að því loknu skók jarðskjálfti jörðina. Síðan kviknaði eldur. Elía heyrði hávaðann í vindinum, jarðskjálftanum og eldinum. Rödd Drottins var þó ekki í þessum hávaða.
1. Konungabók 19:11–12
Elía heyrði þá lágværa og kyrrláta röddu. Hann vissi að hún var Drottins. Drottinn spurði Elía hvað hann væri að gera þarna.
1. Konungabók 19:12–13
Elía sagðist vera í felum til að gæta öryggis síns. Allir spámennirnir höfðu verið drepnir og fólkið hafði afneitað Drottni.
1. Konungabók 19:14
Drottinn hughreysti Elía og sagði marga Ísraelsmenn enn tilbiðja sig. Drottinn bauð Elía að fara aftur heim og undirbúa annan spámann. Nafn þess nýja spámanns var Elísa.
1. Konungabók 19:15–18