„Hinn ungi Davíð,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Hinn ungi Davíð,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Samúelsbók 16
Hinn ungi Davíð
Ungur hirðir kallaður sem konungur
Drottinn sendi spámanninn Samúel til að finna nýjan konung. Sál, sem var konungur á þessum tíma, hafði látið af því að fylgja Drottni. Drottinn bauð Samúel að fara til Betlehem og finna þar mann að nafni Ísaí. Hinn nýi konungur yrði einn af sonum Ísaí.
1. Samúelsbók 16:1–5
Eldri synir Ísaí voru sterkir og hávaxnir. Drottinn sagði Samúel þó að dæma þá ekki eftir útlitinu.
1. Samúelsbók 16:6–10
Samúel spurði Ísaí hvort hann ætti fleiri syni. Ísaí sagði yngsta son sinn, Davíð, vera að hirða sauðina. Davíð var færður til Samúels.
1. Samúelsbók 16:11
Davíð var minni að vexti en bræður hans og aðeins ungur hirðir. Drottni var þó sama um ytra útlit Davíðs. Drottinn vissi að Davíð byggi að mikilli trú í hjarta. Hann sagði Samúel að Davíð ætti að verða konungur. Samúel blessaði Davíð. Andi Drottins bjó Davíð undir að verða konungur.
1. Samúelsbók 16:12–13