Scripture Stories
Helstu sögupersónur


Helstu sögupersónur

Agrippa

Rómverskur konungur sem var stjórnandi í Ísrael. Páll sagði Agrippa frá Jesú Kristi.

Ananías

lærisveinn Jesú Krists sem bjó í Damaskus. Hann blessaði Pál og sá um hann eftir að Páll missti sjónina er hann sá sýn.

Anna

trúföst ekkja er sá Jesú þegar hann var barn og sagði fólkinu að Jesús væri sonur Guðs og lausnarinn.

Elías

spámaður í Gamla testamentinu

Elísabet

móðir Jóhannesar skírara

Farísear

leiðtogar Gyðinga. Flestir þeirra hötuðu Jesú og lærisveina hans.

Frelsari

Jesús Kristur er frelsarinn. Hann þjáðist og dó fyrir syndir okkar. Fyrir hans tilverknað getum við fengið fyrirgefningu synda okkar, ef við iðrumst, og munum lifa að eilífu.

Gabríel

engillinn sem vitjaði Maríu og sagði henni að hún yrði móðir Jesú. Gabríel kom einnig til Sakaríasar og sagði honum að hann myndi eignast son sem yrði Jóhannes skírari.

Guð

getur átt við himneskan föður eða Jesú Krist

Gyðingar

Ísraelsmenn sem voru hluti af ríki Júdeu. Jesús var Gyðingur.

Heilagur andi

einn af þrem meðlimum Guðdómsins. Hann hjálpar Jesú Kristi og himneskum föður. Hann býr yfir krafti til að hjálpa fólki að þekkja sannleikann. Hann er andi og hefur ekki líkama af holdi og beinum.

Heródes

ranglátur konungur sem stjórnaði Jerúsalem þegar Jesús fæddist. Hann lét drepa öll börnin í Betlehem í þeirri von að barnið Jesús myndi deyja.

Himneskur faðir

faðir anda okkar. Við biðjum til hans.

Jaírus

leiðtogi Gyðinga í Kapernaum. Jesús reisti dóttur hans upp frá dauðum.

Jakob

einn af tólf postulum Jesú. Eftir dauða Jesú var hann annar af ráðgjöfum Péturs.

Jesaja

spámaður í Gamla testamentinu sem ritaði um Jesú

Jesús Kristur

sonur Guðs og frelsari heimsins. Hann þjáðist og dó fyrir syndir okkar.

Jóhannes

einn af tólf postulum Jesú. Eftir dauða Jesú var hann annar af ráðgjöfum Péturs.

Jóhannes skírari

spámaðurinn sem skírði Jesú. Hann var sonur Sakaríasar og Elísabetar.

Jósef

eiginmaður Maríu. Jósef sá mjög vel um Jesú og Maríu.

Joseph Smith

Himneskur faðir og Jesús Kristur vitjuðu Josephs þegar hann var drengur. Þeir sögðu honum að ganga ekki í neina af þeim kirkjum sem á jörðinni voru, vegna þess að þær höfðu allar villst frá sannleikanum. Með Joseph Smith var hin sanna kirkja Jesú Krists endurreist á jörðinni.

Júdas Ískaríot

einn af postulum Jesú. Júdas framseldi Jesú ranglátum mönnum fyrir 30 silfurpeninga.

Kaífas

æðsti prestur Gyðinga sem tók þátt í að sakfella Jesú í réttarhöldum hans

Lasarus

maður sem Jesús reisti upp frá dauðum

María

móðir Jesú

María Magdalena

vinkona Jesú og fyrsta manneskjan sem sá Jesú eftir upprisu hans

María og Marta

systur Lasarusar og vinkonur Jesú

Matthías

lærisveinn Jesú, kallaðir til að taka við af Júdasi sem einn af postulunum tólf.

Messías

annað nafn fyrir Jesú Krist

Móse

spámaður í Gamla testamentinu

Nikódemus

stjórnandi Gyðinga sem trúði því að Jesús væri frelsarinn. Jesús kenndi Nikódemusi um skírn.

Páll

maður sem líkaði ekki við lærisveina Jesú þar til hann sá Jesú í sýn og snerist til trúar. Eftir það þjónaði hann Guði og varð einn af postulunum. Hann var einnig þekktur sem Sál.

Pétur

einn af postulunum tólf og forseti kirkjunnar eftir dauða Jesú

Pontíus Pílatus

rómverskur landstjóri í Jerúsalem. Gyðingarnir sögðu Pílatusi að krossfesta Jesú. Pílatus heimilaði að Jesús yrði drepinn.

Rómverjar

þjóðin sem stjórnaði landinu sem Jesús bjó í þegar hann lifði

Sakaría

faðir Jóhannesar skírara

Sál

sjá Páll

Samverjar

hópur fólks sem bjó í því landi sem Jesús bjó í. Gyðingum og Samverjum líkuðu yfirleitt ekki vel hvor við aðra.

Satan

andasonur himnesks föður. Hann hlýddi ekki himneskum föður, svo hann var sendur burt frá himni. Hann varð djöfullinn. Satan reynir að freista fólks til að gera það sem rangt er.

Sílas

trúboði og vinur Páls

Símeon

réttlátur maður sem sá barnið Jesú í musterinu í Jerúsalem

Símon

maður í Samaríu. Hann reyndi að kaupa prestdæmið af Pétri og Jóhannesi. Þeir sögðu honum að ekki væri hægt kaupa prestdæmið.

Stefán

réttlátur leiðtogi kirkju Jesú Krists. Farísearnir drápu hann.

Tabíta

góð kona sem Pétur lífgaði eftir dauða hennar