45. kafli
Eyrir ekkjunnar
Jesús fór í musterið í Jerúsalem. Hann fylgdist með fólkinu gefa kirkjunni peninga. Margir þeirra ríku gáfu mikla peninga.
Mark 12:41
Fátæk ekkja gaf 2 smápeninga sem kallaðir voru aurar. Þetta voru ekki miklir peningar, en þetta var allt sem hún átti.
Mark 12:42, 44.
Jesús tók eftir ekkjunni og sagði lærisveinunum hvað hún hafði gert.
Mark 12:43
Hann sagði hina ríku hafa gefið meiri peninga en hún, en þeir áttu meira að gefa.
Mark 12:43‒44
Ekkjan átti ekki meiri peninga. Hún gaf allt sem hún átti. Hún gaf Guði meira en allt ríka fólkið.
Mark 12:44