7. kafli
Vitringarnir
Vitringar nokkrir lifðu í öðru landi. Þeir vissu hvað spámennirnir höfðu sagt um fæðingu Jesú. Þegar þeir sáu nýja stjörnu á himni, vissu þeir að nýr konungur var fæddur.
Matt 2:1‒2
Vitringarnir fóru til Heródesar konungs Gyðinganna í Jerúsalem. Þeir spurðu hann hvar hinn nýja konung væri að finna. Heródes sagði þeim að leita í Betlehem. Þegar þeir myndu finna barnið ættu þeir að koma til baka og láta Heródes vita.
Matt 2:1‒2, 8
Vitringarnir fóru til Betlehem og fundu þar Jesú. Þeir tilbáðu hann og færðu honum gjafir. Þeim var sagt í draumi að fara ekki til Jerúsalem að segja Heródes hvar barnið væri að finna. Þeir gerðu það ekki.
Matt 2:11‒12