5. kafli
Fæðing Jesú Krists
Rómverska keisaradæmið setti þau lög að allir yrði að greiða skatt. Jósef og María bjuggu í Nasaret. Til að greiða skatta sína urðu þau að ferðast um 105 km til Betlehem.
Lúk 2:1‒5
Það var ekki auðvelt fyrir Maríu að ferðast til Betlehem. Senn myndi barnið hennar fæðast.
Lúk 2:4‒5
Þegar Jósef og María komu til Betlehem, voru allir gististaðirnir fullskipaðir. María og Jósef þurftu að gista í gripahúsi. Í gripahúsum eru dýrin hýst.
Lúk 2:6‒3
Barnið fæddist þar. María vafði teppi um hann og lagði hann í jötu. Jósef og María nefndu hann Jesú.
Lúk 2:7, 21
Þá nótt er Jesús fæddist voru fjárhirðar út í högunum í grennd við Betlehem að gæta hjarða sinna. Engill birtist þeim. Fjárhirðarnir urðu óttaslegnir.
Lúk 2:8‒9
Engillinn sagði þeim að óttast ekki. Hann kæmi til að flytja þeim gleðitíðindi: Frelsarinn, Jesús Kristur, væri fæddur í Betlehem. Þeir myndu finna hann lagðan í jötu.
Lúk 2:10‒12
Fjárhirðirnir fóru til Betlehem. Þar sáu þeir drenginn Jesú.
Lúk 2:15‒16
Fjárhirðarnir voru glaðir yfir því að sjá frelsarann. Þeir sögðu öðrum frá öllu því sem þeir höfðu heyrt og séð.
Lúk 2:17, 20