31. kafli
Jesús læknar heyrnarlausan mann
Fólk nokkurt kom með mann til Jesú. Maðurinn var heyrnarlaus og honum var einnig erfitt um mál. Fólkið vildi að frelsarinn læknaði hann.
Mark 7:32
Jesús leiddi manninn nokkuð afsíðis frá hinum. Hann stakk fingrum sínum í eyru mannsins. Hann snerti tungu mannsins og blessaði hann.
Mark 7:33‒34
Nú gat maðurinn heyrt og talað. Fólkið gat skilið hann. Jesús bað fólkið að segja engum það sem gerst hafði, en það sagði öllum frá því.
Mark 7:35‒36