24. kafli
Dóttir Jaírusar er reist upp frá dauðum
Dag nokkurn kraup Jaírus, stjórnandi samkunduhúss, við fætur frelsarans.
Mark 5:21‒22
Jaríus sagði að 12 ára dóttir sín væri mjög veik. Hann sárbað Jesú um að koma og blessa hana. Hann trúði að Jesús gæti læknað hana.
Mark 5:23, 42
Jesús fylgdi Jaírusi heim, en stansaði til að lækna konu. Þegar hann var að tala við hana, kom einhver og sagði Jaírusi að það væri um seinan ‒ dóttir hans væri látin.
Mark 5:24‒35
Jesús heyrði það sem sagt var. Hann sagði Jaírusi að óttast ekki heldur hafa trú á sig.
Mark 5:36
Jesús fór síðan með Jaírusi heim til hans. Húsið var fullt af fólki sem grét vegna dauða litlu stúlkunnar.
Mark 5:37‒38
Jesús sagði þeim að litla stúlkan væri ekki látin, heldur svæfi hún. Fólkið hló að honum. Þau voru viss um að stúlkan væri látin.
Mark 5:39‒40
Frelsarinn bað alla um að fara út úr húsinu nema lærisveina sína, Jaírus og eiginkonu hans. Þau fóru inn í herbergið þar sem litla stúlkan lá.
Mark 5:40
Jesús tók í hönd litlu stúlkunnar. Hann bað hana að standa á fætur. Hún stóð upp og gekk. Foreldrar hennar undruðust. Jesús sagði þeim að segja engum hvað gerst hafði. Síðan sagði hann foreldrum hennar að gefa stúlkunni eitthvað að borða.
Mark 5:41‒43