Sögur úr ritningunum
21.kafli Jesús hastar á vindinn og öldurnar


21. kafli

Jesús hastar á vindinn og öldurnar

Jesus and His disciples in a boat on the Sea of Galilee in the midst of a storm - ch.24-1

Jesús og lærisveinar hans voru á báti á Galíleuvatni. Jesús sofnaði. Það tók að hvessa mjög mikið og öldurnar fylltu bátinn af vatni. Lærisveinarnir óttuðust að hann myndi sökkva. Þeir vöktu Jesú og báðu hann um hjálp.

Lúk 8:22‒24

Jesus rebukes the wind and the waves and it is calm - ch.24-2

Frelsarinn skipaði vindinum og öldunum að lægja. Vindinn lægði og vatnið varð kyrrt.

Lúk 8:24

Jesus asks the disciples where their faith is - They wonder that He is able to command the wind and the waves - ch.24-3

Jesús spurði lærisveinana hvers vegna þeir óttuðust. Hann sagði að þeir ættu að hafa meiri trú. Þeir veltu fyrir sér hvers konar maður gæti jafnvel stjórnað vindi og öldum.

Mark 4:40; Lúk 8:25