Fyrsta dæmisagan
Týndi sauðurinn
Góður fjárhirðir átti 100 sauði. Einn sauðurinn týndist.
Lúk 15:4
Fjárhirðirinn yfirgaf sauðina 99 og fór að leita að hinum týnda. Hann var mjög glaður þegar hann fann sauðinn.
Lúk 15:4‒5
Fjárhirðirinn bar sauðinn heim. Hann kallaði til allra vina sinna og nágranna, að koma og gleðjast með honum. Hann hefði fundið týnda sauðinn.
Lúk 15:5‒6
Jesús sagði faríseunum hvað þessi dæmisaga þýddi. Hann sagði að þeir sem syndguðu væru eins og týndi sauðurinn.
Lúk 15:7
Rétt eins og fjárhirðirinn vildi bjarga týnda sauðnum, vill Jesús bjarga þeim sem syndga.
Mark 2:17
Jesús sagði að þess vegna talaði hann við syndara.
Matt 18:11 (sjá neðanmálsgrein 11c) Mark 2:17
Rétt eins og fjárhirðirinn gladdist yfir að finna týnda sauðinn, er Jesús mjög glaður þegar við iðrumst.
Lúk 15:6‒7