12. kafli
Brúðkaupið í Kana
Jesús Kristur og lærisveinar hans fóru í brúðkaup í Kana. Móðir Jesú, María, var þar. Hún sagði honum að það væri ekkert eftir af víni fyrir gestina.
Jóh 2:1–3
Jesús bar virðingu fyrir móður sinni og elskaði hana. Hann spurði hana hvað hún vildi að hann gerði.
Jóh 2:4 (sjá neðanmálsgrein 4a)
María sagði þjónunum við brúðkaupið að gera allt sem Jesús bæði þá að gera.
Jóh 2:5
Jesús bað þjónana að fylla sex stór steinker af vatni. Hvert ker tók á milli 68 til 102 lítra af vatni. Hann breytti vatninu í vín.
Jóh 2:6–7
Hann bað þjónana að taka vín úr kerjunum og færa það gestgjafanum.
Jóh 2:8
Gestgjafi veislunnar varð undrandi þegar hann drakk vínið. Besta vínið var yfirleitt borið fram í byrjun veislu. En í þetta skipti var besta vínið borið fram undir lokin.
Jóh 2:9–10
Þetta er fyrsta skráða kraftaverkið sem Jesús framkvæmdi í lífi sínu hér á jörðu. Hann gerði það til að hjálpa móður sinni. Það styrkti einnig trú lærisveinanna.
Jóh 2:11