60. kafli
Pétur vekur Tabítu aftur til lífsins
Góð kona að nafni Tabíta bjó í borg sem hét Joppa. Hún var fylgjandi Jesú Krists. Hún hjálpaði mörgum og gerði margt gott.
Post 9:36
Hún varð veik og dó.
Post 9:37
Vinir hennar sendu eftir Pétri. Þegar hann kom þangað bað hann vini Tabítu að yfirgefa herbergið.
Post 9:38–40
Pétur kraup niður og baðst fyrir. Síðan bauð hann Tabítu að rísa á fætur. Hún opnaði augu sín og settist upp.
Post 9:40
Pétur hjálpaði henni að rísa á fætur. Hann kallaði á vini hennar. Þeir komu inn og sáu að hún var lifandi. Pétur notaði kraft prestdæmisins til að vekja Tabítu aftur til lífsins. Margir í Joppa trúðu á Jesú Krist, þegar þeir fréttu að Tabíta hefði vaknað aftur til lífsins.
Post 9:41–42