Kom, fylg mér
20.–26. janúar: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“: Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65


„20.–26. janúar: ‚Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna‘: Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Joseph Smith hlýtur sýn með englinum Moróní

Hluti af Hann nefndi mig með nafni, eftir Michael Malm

20.–26. janúar: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“

Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65

Þrjú ár voru liðin frá því að Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, birtust Joseph Smith í lundinum og Joseph hafði enga opinberun hlotið frá þeim tíma. Hann tók að velta fyrir sér hvort Drottinn væri ekki ánægður með sig. Hann, líkt og við öll, hafði gert mistök og fannst þau sakfella sig. Guð hafði þó enn verk fyrir hann að vinna. Það verk sem Joseph var kallaður til að vinna tengist því sem Guð væntir af okkur. Joseph átti að leiða fram Mormónsbók; okkur er boðið að miðla boðskap hennar. Joseph átti að taka á móti prestdæmislyklum til að snúa hjörtum barnanna til feðra sinna; við getum nú tekið á móti helgiathöfnum í musterinu fyrir áa okkar. Joseph var greint frá spádómum sem innan skamms myndu uppfyllast; við erum kölluð til að hjálpa við uppfyllingu þessara spádóma. Þegar við tökum þátt í verki Guðs, getum við vænst andstöðu og jafnvel ofsóknum, eins og spámaðurinn varð fyrir. Við getum líka haft trú á að Drottinn muni gera okkur að verkfærum í höndum sínum, eins og hann gerði með Joseph.

Sjá einnig Heilagir, 1:20–48.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Joseph Smith – Saga 1:27–33

trúarskólatákn
Guð ætlar mér verk að vinna.

Eitt er að trúa því að Guð hafi haft verk fyrir Joseph Smith að vinna – við getum litið til baka á líf hans og greinilega séð hverju hann fékk áorkað. En hafið þið einhvern tíma íhugað að Guð hafi líka verk fyrir ykkur að vinna? Þegar þið lesið Joseph Smith – Sögu 1:27–33, hugsið þá um hvað það verk gæti verið. Hvernig stuðlar það að áframhaldandi endurreisn fagnaðarerindis frelsarans?

Öldungur Gary E. Stevenson kenndi: „Þegar við komum til Krists og hjálpum öðrum að gera hið sama, tökum við þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar, sem byggir á guðlega tilskipuðum ábyrgðarskyldum. … Þessar ábyrgðarskyldur eru einfaldar, innblásnar, hvetjandi og gerlegar. Hér eru þær:

  • Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

  • Annast hina þurfandi

  • Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu

  • Sameina fjölskyldur eilíflega“ („Einfaldlega fallegt – fallega einfalt,“ aðalráðstefna, október 2021).

Hugleiðið þá reynslu sem þið hafið hlotið af því að taka þátt í hverri þessara guðlega tilnefndu ábyrgðarskyldu. Hvað myndi frelsarinn láta ykkur gera næst? Það er efnis– og spurningasíða fyrir hverja þessa ábyrgðarskyldu (sjá „Our Role in God’s Work of Salvation and Exaltation,“ Gospel Library). Þið gætuð kannað þessar síður til að hjálpa ykkur að svara þessari spurningu.

Ykkur gæti stundum fundist eins og Drottinn geti ekki notað ykkur vegna mistaka sem þið hafið gert. Hvað lærið þið af upplifun Josephs Smith í Joseph Smith – Sögu 1:28–29? Hvernig getum við þekkt „stöðu [okkar] gagnvart [Guði]“?

Spyrjið spurninga sem hvetja til innihaldsríkra umræðna. Spurningar sem hafa fleiri en eitt rétt svar gefa nemendum kost á að svara byggt á persónulegum skilningi, tilfinningum og upplifunum. Spurningarnar í þessum lexíudrögum eru dæmi um þetta.

Sjá einnig „Youth Responsibility in the Work of Salvation“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org; „Starf sáluhjálpar og upphafningar,“ Almenn handbók, 1.2.

3:15

Youth Responsibility in the Work of Salvation

Joseph Smith – Saga 1:34–47

Frelsarinn uppfyllti forna spádóma með því að endurreisa fagnaðarerindi sitt.

Þegar Moróní birtist Joseph Smith vitnaði hann í nokkra spádóma í Gamla og Nýja testamentinu, svo sem í Jesaja 11; Postulasögunni 3:22–23; og Jóel 2:28–32. Þegar þið lesið Joseph Smith –Sögu 1:34–47, íhugið þá mögulegar ástæður fyrir því að mikilvægt var fyrir Joseph að þekkja þessa spádóma. Af hverju er ykkur mikilvægt að þekkja þá?

Þið gætuð líka lesið það sem öldungur David A. Bednar kenndi um fyrstu vitjun Morónís til Josephs Smith í „Með krafti Guðs í mikilli dýrð“ (aðalráðstefna, október 2021).

13:16

Með krafti Guðs í mikilli dýrð

Sjá einnig „Til Jósefs Smith kom engill einn,“ Syngdu með mér, nr. B-43.

Joseph Smith – Saga 1:48–60

Guð mun búa mig undir að starfa í ríki sínu.

Joseph var aðeins 17 ára þegar hann sá gulltöflurnar fyrst. Hann fékk þær þó ekki í umsjá sína fyrr en fjórum árum síðar. Lesið Joseph Smith – Sögu 1:48–60 og gætið að því sem gerðist í lífi Josephs á þeim tíma. Hvernig haldið þið að þessir atburðir hafi undirbúið hann fyrir verkið sem Guð kallaði hann til að vinna? Hvaða reynslu hafið þið hlotið sem hefur undirbúið ykkur fyrir að þjóna Guði og öðrum? Hvað eruð þið að upplifa núna sem getur hjálpað ykkur að búa ykkur undir framtíðarþjónustu?

málverk af Kúmorahæðinni, nærri Manchester, New York

Kúmorahæð, eftir Al Rounds

Kenning og sáttmálar 2

Drottinn sendi Elía til að snúa hjarta mínu til áa minna.

Hvað lærið þið af orðum eins og „gróðursetja,“ „hjörtu“ og „snúa“ í þessum kafla um hlutverk Elía og blessanir prestdæmislyklanna sem hann endurreisti? Hvernig hafið þið fundið hjarta ykkar snúast til áa ykkar? Hugleiðið á hvaða hátt þið gætuð oftar upplifað slíkar tilfinningar. Ein leið til þess er að leita áa ykkar og framkvæma helgiathafnir fyrir þá í musterinu (sjá FamilySearch.org). Hvað annað dettur ykkur í hug?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 110:13–16; Gerrit W. Gong, „Varanleg hamingja,“ aðalráðstefna, október 2022.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 01

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Joseph Smith – Saga 1:28–29

Ég get iðrast og hlotið fyrirgefningu.

  • Okkur finnst öllum við stundum vera „[fordæmd] vegna veikleika [okkar] og ófullkomnunar,“ eins og Joseph Smith gerði. Þið og börn ykkar gætuð lært saman Joseph Smith – Sögu 1:29 og gætt að því sem Joseph gerði þegar honum leið þannig. Hvað getum við lært af fordæmi hans sem getur hjálpað okkur er við gerum mistök? Af hverju er mikilvægt að vita að Joseph var kallaður af Guði, jafnvel þótt hann væri ekki fullkominn?

Joseph Smith – Saga 1:27–54

Himneskur faðir kallaði Joseph Smith til að hjálpa sér við að vinna verk sitt.

  • Börn ykkar gætu haft gaman af því að látast vera Joseph Smith er þið segið frásögnina um vitjun Morónís í Joseph Smith – Sögu 1:27–54 eða „Kafla 3: Engillinn Moróní og gulltöflurnar“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 13–17, eða samsvarandi myndbandi í Gospel Library). Þau gætu til að mynda krosslagt handleggina eins og þau væru að biðja eða þykjast klífa Kúmorahæðina og svo framvegis. Þið gætuð síðan beðið þau að ræða til hvaða starfa Guð kallaði Joseph Smith og hvernig við hljótum blessun vegna þess. Hvernig höfum við til dæmis hlotið blessun vegna þess að Joseph Smith þýddi Mormónsbók? Hvernig hefur verk hans hjálpað okkur að komast nær himneskum föður og Jesú Kristi?

    2:29

    The Angel Moroni Visits Joseph Smith: Learning about a sacred book

Kenning og sáttmálar 2

Himneskur faðir vill að fjölskyldur verði innsiglaðar í musterinu.

  • Þið og börn ykkar gætuð ef til vill notið þess að skoða nokkrar myndir af fjölskyldunni, mögulega líka mynd af fjölskyldu ykkar við musteri (eða sjá Trúarmyndabók, nr. 120). Þið gætuð síðan lesið Kenningu og sáttmála 2 og miðlað hugsunum ykkar um ástæður þess að við höfum musteri og hvers vegna himneskur faðir vill að fjölskyldur séu saman að eilífu. Íhugið að syngja saman „Fjölskyldur geta átt eilífð saman“ (Barnasöngbókin, 98). Hvað segir þessi söngur að við getum gert til að vera ævarandi með fjölskyldu okkar?

Young Couple Going to the Temple, English
Palmyra–musterið, New York

Palmyra–musterið, New York

Kenning og sáttmálar 2

Að læra um áa mína getur vakið mér gleði.

  • Börn geta orðið eftirvæntingarfull yfir ættarsögu og fundið gleði í henni. Til að hjálpa þeim, gætuð þið miðlað frásögnum eða myndum af áum ykkar. Ræðið við börnin ykkar um hvernig lífið var hjá áum þeirra þegar þeir áar voru börn. Börn ykkar gætu líka notið þess að gera einhver ættarsöguverkefnanna á FamilySearch.org/discovery.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

engillinn Moróní sýnir Joseph Smith hvar gulltöflurnar eru faldar

Joseph fær töflurnar, eftir Gary E. Smith

verkefnasíða fyrir börn