Kom, fylg mér
27. janúar–2. febrúar: „Verk mitt mun halda áfram“: Kenning og sáttmálar 3–5


„27. janúar–2. febrúar: ,Verk mitt mun halda áfram‘: Kenning og sáttmálar 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

verkamaður á akri

27. janúar–2. febrúar: „Verk mitt mun halda áfram“

Kenning og sáttmálar 3–5

Á fyrstu árum sínum sem spámaður Drottins, vissi Joseph enn ekki allt sem varðaði hið „undursamlega verk“ sem hann hafði verið kallaður til. Eitt lærði hann þó af sínum fyrstu upplifunum, sem var að til að vinna verk Guðs, varð hann að hafa „[einbeitt auglit] á dýrð Guðs“ (Kenning og sáttmálar 4:1, 5). Ef Drottinn til að mynda bauð honum að gera eitthvað sem hann var ekki viss um að hann vildi gera, þá þurfti hann að fylgja boði Drottins. Þótt hann hefði fengið „margar opinberanir og … [gjört] margvísleg máttarverk,“ „[hlaut hann] að falla,“ ef honum fyndist vilji sinn mikilvægari en vilji Guðs (Kenning og sáttmálar 3:4). Joseph lærði nokkuð annað sem ekki var síður mikilvægt við að vinna verk Guðs: „Guð er miskunnsamur“ og ef Joseph iðraðist af einlægni, yrði hann „enn … útvalinn“ (vers 10). Þrátt fyrir allt, þá er verk Guðs endurlausnarverk. Það verk er „[ekki] unnt að ónýta“ (vers 1).

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 3:1–16

trúarskólatákn
Ég get treyst Guði.

Á fyrstu þjónustuárum Josephs Smith voru góðir vinir ekki auðfengnir – einkum vinir eins og Martin Harris, virtur og efnaður maður, sem færði miklar fórnir til að styðja verk Josephs. Svo þegar Martin bað um leyfi til að sýna eiginkonu sinni fyrstu 116 handritasíður hinnar þýddu Mormónsbókar, vildi Joseph eðlilega virða beiðni hans, jafnvel þótt Drottinn hefði varað við því. Hörmulegt var að handritið glataðist í fórum Martins, en Joseph og Martin voru harðlega agaðir af Drottni (sjá Heilagir, 1:51–53).

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 3:1–15, hugleiðið þá hvað Drottinn vill að þið lærið af upplifun þeirra. Hvað lærið þið til að mynda um:

  • Verk Guðs? (sjá vers 1–3, 16).

  • Afleiðingar þess að óttast menn í stað þess að treysta Guði? (sjá vers 4–8).

  • Blessanirnar sem hljótast af því að vera trúfastur? (sjá vers 8).

  • Hvernig Drottinn bæði leiðrétti og hvatti Joseph? (sjá vers 9–16).

Í boðskap sínum „Í hvora áttina snýrð þú?,“ fjallar öldungur Lynn G. Robbins um fordæmi fólks í ritningunum sem óttaðist Guð og fólk sem lét undan þrýstingi annarra (aðalráðstefna, október 2014). Íhugið að lesa um þau fordæmi í ritningunum sem hann vísar í. Hvað lærið þið af þessum frásögnum? Hvaða upplifanir hafið þið hlotið við að treysta Drottni þegar þið stóðuð frammi fyrir þrýstingi til að breyta á annan hátt? Hver var niðurstaðan af breytni ykkar?

Sjá einnig Dale G. Renlund, „Rammi fyrir persónulega opinberun,“ aðalráðstefna, október 2022; „The Contributions of Martin Harris,“ í Revelations in Context (2016), 1–9; Topics and Questions, „Seeking Truth and Avoiding Deception,“ Gospel Library; „Hve blíð eru boðorð Guðs,“ Sálmar, nr. 18.

Kenning og sáttmálar 4

Ég get þjónað Guði af öllu hjarta, mætti, huga og styrk.

Kafli 4 er oft heimfærður yfir á fastatrúboða. Þó er áhugavert að vita að þessi opinberun var gefin Joseph Smith eldri, sem var ekki kallaður í trúboð, en „[þráði þó] að þjóna Guði“ (vers 3).

Ein leið til að lesa þennan kafla er að ímynda sér hann sem starfslýsingu fyrir þann sem þráir að vinna verk Drottins. Hverju er Drottinn að leita eftir? Hvaða ávinning býður hann?

Hvað lærið þið um að þjóna Drottni af þessari opinberun?

Russell M. Nelson forseti sagði samansöfnun Ísraels vera „mikilvægustu áskorun, mikilvægasta málstaðinn og mikilvægasta verkið á jörðu“ („Hope of Israel“ [heimslæg trúarsamkoma ungmenna, 3. júní 2018], Gospel Library). Hvað finnið þið í ræðu hans sem hvetur ykkur til að taka þátt í þessu verki?

trúboðar ræða við konu í þjónustuverkefni

Allir sem þrá að þjóna Guði eru kallaðir til verksins.

Kenning og sáttmálar 5

Ég get hlotið vitnisburð um Mormónsbók með heilögum anda.

Í mars árið 1829 lagði Lucy, eiginkona Martins Harris, kæru fyrir dómstólum um að Joseph Smith væri að blekkja fólk með því að látast vera að þýða gulltöflur (sjá Heilagir, 1:56–58). Martin bað því Joseph um fleiri sannanir fyrir raunveruleika gulltaflanna. Kenning og sáttmálar 5 er opinberun og svar við beiðni Martins. Hvað lærið þið af þessum kafla um eftirtalið:

  • Það sem Drottinn sagði að myndi gerast ef gulltöflurnar yrðu sýndar heiminum (sjá Kenning og sáttmálar 5:7). Af hverju teljið þið að svo sé?

  • Hlutverk vitna í verki Drottins (sjá vers 11–15; sjá einnig 2. Korintubréfið 13:1).

  • Hvernig hljóta á vitnisburð um Mormónsbók fyrir sig sjálfan (sjá vers 16, 24; sjá einnig Moróní 10:3–5).

Kenning og sáttmálar 5:1–10

Jesús Kristur veitti okkur orð sitt með milligöngu Josephs Smith.

Hvað kennir Kenning og sáttmálar 5:1–10 ykkur um hlutverk Josephs Smith á okkar tíma – og í lífi ykkar? (Sjá einnig 2. Nefí 3:6–24.)

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 3:5–10; 5:21–22

Ég get valið hið rétta þegar aðrir reyna að fá mig til að breyta rangt.

  • Til að hefja umræðu um að læra að treysta himneskum föður, gætuð þið viljað rifja upp frásögnina af týndu handritasíðunum (sjá Kenning og sáttmálar, 18–21). Þið gætuð síðan farið í hlutverkaleik með börnum ykkar þar sem þau gætu látið freistast til að gera eitthvað sem þau vita að er ekki rétt. Hvaða orð og orðtök í Kenningu og sáttmálum 3:5–8; 5:21–22 gætu hjálpað þeim í slíkum aðstæðum?

    4:39

    Martin Harris Helps Joseph: Learning to trust the Lord

Kenning og sáttmálar 4

Drottinn býður mér að hjálpa við verk hans.

  • Hvert vers í Kenningu og sáttmálum 4 hefur að geyma dýrmætan sannleika sem getur hjálpað börnum ykkar að læra um þjónustu við Guð. Hér eru nokkrar hugmyndir til að hjálpa þeim að uppgötva þennan sannleika:

    • Þið gætuð lesið saman Kenningu og sáttmála 4:1 og sýnt myndir sem sýna „undursamlegt“ síðari daga verk Guðs (svo sem trúboða, musteri og Mormónsbók).

    • Börn ykkar gætu hugsað um verkefni eða teiknað myndir sem lýsa orðtakinu „þjóna honum af öllu hjarta yðar, mætti, huga og styrk“ (Kenning og sáttmálar 4:2).

    • Þið gætuð leitað saman að verkfærum sem notuð eru við akurvinnu. Hvernig eru þessi verkfæri okkur gagnleg? Börn ykkar gætu síðan fundið í Kenningu og sáttmálum 4:5–6 það sem líkt er verkfærum við vinna verk Guðs.

    • Eldri börn gætu sjálf leitað í Kenningu og sáttmálum 4 og skráð það sem þau lærðu um merkingu þess að þjóna Guði.

    • Þið gætuð sungið saman söng um trúboðsstarf, t.d. „Kristniboði strax“ (Barnasöngbókin, 90).

ungur drengur hjálpar við gróðursetningu trés

Ég get hjálpað við verk Guðs með því að þjóna öðrum.

Aðlagið verkefni að þörfum fólks með fatlanir. Smávægilegar breytingar á verkefnum geta tryggt að öllum gefist kostur á að læra. Ef til að mynda verkefni leggur til að sýnd sé mynd, gætuð þið þess í stað sungið söng til að fólk með skerta sjón geti tekið þátt.

Kenning og sáttmálar 5:1–7, 11, 16, 23–24

Ég get verið vitni um að Mormónsbók sé sönn.

  • Til að kenna börnum ykkar um vitni, gætuð þið beðið þau að ímynda sér að vinur þeirra hafi sagt þeim að þau hafi séð kött ganga á framfótunum. Myndu þau trú því? Hvað ef annar vinur segði það sama? Ræðið merkingu „vitnis“ og af hverju vitni eru mikilvæg. Þið gætuð síðan hjálpað börnum ykkar að kanna Kenningu og sáttmála 5:1–3, 7, 11 til að svara spurningum sem þessum:

    • Hvað vildi Martin Harris fá að vita?

    • Hverjum mátti Joseph Smith sýna gulltöflurnar?

    • Af hverju var líklegt að einhver myndi ekki láta sannfærast um að Mormónsbók væri sönn ef hann eða hún sæi töflurnar?

    • Hvað getum við gert til að vera vitni um Mormónsbók? (sjá Kenning og sáttmálar 5:16; Moróní 10:3–5).

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

mynd af Joseph Smith og foreldrum hans áhyggjufullum

Hræðileg byrði síðnanna 116, eftir Kwani Povi Winder

verkefnasíða fyrir börn