Kom, fylg mér
17.–23. febrúar: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég“: Kenning og sáttmálar 12–17; Joseph Smith – Saga 1:66–75


„17.–23. febrúar: ‚Yður, samþjónum mínum, veiti ég‘: Kenning og sáttmálar 12–17; Joseph Smith – Saga 1:66–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 12–17; Joseph Smith – Saga 1:66–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Susquehanna–áin

Susquehanna–áin nálægt Harmony, Pennsylvaníu

17.–23 febrúar: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég“

Kenning og sáttmálar 12–17; Joseph Smith – Saga 1:66–75

Flestir hér í heimi hafa líklega aldrei heyrt um Harmony í Pennsylvaníu. Drottinn velur þó oft látlausa staði fyrir mikilvægustu viðburðina sem varða ríki hans. Á skógivöxnu svæði, þann 15. mars 1829, nærri Harmony, birtist Jóhannes skírari Joseph Smith og Oliver Cowdery. Hann lagði hendur á höfuð þeirra og veitti þeim Aronsprestdæmið og sagði þá vera „[samþjóna sína]“ (Kenning og sáttmálar 13:1).

Jóhannes skírari var hinn trausti þjónn Guðs sem skírði frelsarann og greiddi veginn fyrir komu hans (sjá Matteus 3:1–6, 13–17). Þessir tveir ungu menn á þrítugsaldri hljóta að hafa fundið til auðmýktar að vera kallaðir samþjónar Jóhannesar og jafnvel fundist það yfirþyrmandi. Á þessum tíma voru Joseph og Oliver að mestu óþekktir, líkt og Harmony var óþekkt. Þjónusta við verk Guðs hefur þó ætíð snúist um hvernig við þjónum, en ekki hverjir veita henni eftirtekt. Hversu smávægilegt eða ósýnilegt sem framlag ykkar gæti stundum virst, þá eruð þið líka samþjónar í verki Drottins sem er „mikið og undursamlegt“ (Kenning og sáttmálar 14:1).

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 12; 14

Ég get tekið þátt í „[hinu mikla og undursamlega verki]“ Guðs.

Joseph Knight og David Whitmer vildu báðir vita hvernig þeir gætu hjálpað við verk Drottins. Þegar þið lesið svar Drottins til þeirra (Kenning og sáttmálar 12; 14), hugsið þá um hvað það þýðir fyrir ykkur að „[leitast] við að tryggja og efla málstað Síonar“ (12:6; sjá einnig 14:6). Hvaða reglur og kristilega eiginleika finnið þið í þessum köflum sem geta hjálpað ykkur að gera þetta?

Sjá einnig „The Knight and Whitmer Families,“ í Revelations in Context, 20–24.

Kenning og sáttmálar 13

Jesús Kristur sendi Jóhannes skírara til að endurreisa Aronsprestdæmið.

Jóhannes skírari kallaði Joseph Smith og Oliver Cowdery „samþjóna“ sína. Hvað finnst ykkur felast í því að vera samþjónn Jóhannesar skírara? (sjá Matteus 3:13–17; Lúkas 1:13–17; 3:2–20).

Þegar þið lesið það sem Jóhannes skírari sagði um Aronsprestdæmið í kafla 13, hugleiðið þá hvernig lyklar þessa prestdæmis hjálpa við að áorka því hlutverki Jóhannesar að greiða veginn fyrir Drottin. Dæmi:

Hvernig hjálpa helgiathafnir Aronsprestdæmisins (eins og skírn og sakramentið) við að greiða ykkur veg til að taka á móti frelsaranum í lífi ykkar?

Hvað eru prestdæmislyklar?

Öldungur Dale G. Renlund og eiginkona hans, Ruth, veittu þessa útskýringu á prestdæmislyklum:

„Hugtakið lyklar prestdæmisins er notað á tvennan hátt. Í fyrsta lagi til að vísa til sérstaks rétts eða forréttinda allra þeirra sem meðtaka Aronsprestdæmið eða Melkísedeksprestdæmið. … Aronsprestdæmishafar taka t.d. á móti lyklum að englaþjónustu og lyklum að undirbúningi fagnaðarerindis iðrunar og niðurdýfingarskírnar til fyrirgefningar synda (sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 84:26–27). Melkísedeksprestdæmishafar taka á móti lyklum að leyndardómum ríkisins, lyklum að þekkingu Guðs og lyklum að öllum andlegum blessunum kirkjunnar (sjá Kenning og sáttmálar 84:19; 107:18). …

Í öðrum lagi er hugtakið prestdæmislyklar notað varðandi leiðtoga. Prestdæmisleiðtogar taka á móti fleiri prestdæmislyklum, réttinum til að vera í forsjá skipulagðrar einingar kirkjunnar eða sveitar. Í því samhengi eru prestdæmislyklar vald og kraftur til að stjórna, leiða og fara með völd í kirkjunni“ (The Melchizedek Priesthood: Understanding the Doctrine, Living the Principles [2018], 26).

Joseph Smith skírir Oliver Cowdery

Joseph Smith skírir Oliver Cowdery, eftir Del Parson

Joseph Smith – Saga 1:66–75

trúarskólatákn
Helgiathafnir veita mér aðgang að krafti Guðs.

Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hvernig það hefði verið að vera með Joseph Smith og Oliver Cowdery á helstu viðburðum endurreisnarinnar? Þegar þið lesið Joseph Smith – Sögu 1:66–75, einnig athugasemdina í lok vers 71, gætuð þið hið minnsta skilið sumt af því sem þeir upplifðu. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi orð þeirra? Gætið einkum að blessunum sem þeir hlutu vegna þess að þeir meðtóku prestdæmið og voru skírðir. Hvaða blessanir hefur frelsarinn veitt ykkur með helgiathöfnum prestdæmisins?

Íhugið að búa til töflu með yfirskriftinni Helgiathafnir og Blessanir til að læra meira. Þið gætuð síðan leitað að ritningarversum eins og eftirtöldum, til að skrá helgiathafnir og blessanirnar sem þeim fylgja: Jóhannes 14:26; Postulasagan 2:38; Kenning og sáttmálar 84:19–22; 131:1–4; Joseph Smith – Saga 1:73–74. Hvaða fleiri blessunum mynduð þið bæta við listann? Hvernig hafa helgiathafnirnar sem þið hafið meðtekið fært kraft frelsarans í líf ykkar?

Sjá einnig David A. Bednar, „Með krafti Guðs í mikilli dýrð,“ aðalráðstefna, október 2021,; Heilagir, 1:65–68; „God of Power, God of Right,“ Hymns, nr. 20; Topics and Questions, „Covenants and Ordinances,“ Gospel Library.

Kenning og sáttmálar 15–16

Að leiða sálir til Krists, er mikils virði.

Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur, líkt og John og Peter Whitmer gerðu, hvað „yrði [ykkur] mest virði“ í lífinu? (Kenning og sáttmálar 15:4; 16:4). Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 15–16, ígrundið þá hvers vegna það er svo mikils virði að leiða sálir til Krists. Hvað gerið þið til að „leiða sálir“ til Krists?

Sjá einnig Heilagir, 1:68–71.

Kenning og sáttmálar 17

Drottinn notar vitni til að staðfesta orð sitt.

Hvað er vitni? Af hverju notar Drottinn vitni í verki sínu? (sjá 2. Korintubréfið 13:1). Ígrundið þessar spurningar við lestur orða Guðs til vitnanna þriggja í Kenningu og sáttmálum 17. (Sjá einnig „Vitnisburður þriggja vitna“ í Mormónsbók.) Hvernig hjálpa vitni við að ná fram „réttlátum tilgangi“ Guðs? (vers 4).

Um hvað getið þið borið vitni?

Sjá einnig Heilagir, 1:73–75; „A Day for the Eternities“ (myndband), Gospel Library.

23:10

A Day for the Eternities

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 13; Joseph Smith – Saga 1:68–74

Jóhannes skírari endurreisti Aronsprestdæmið.

  • Listaverkin í þessum lexíudrögum gætu hjálpað börnum ykkar að sjá fyrir sér endurreisn Aronsprestdæmisins (sjá einnig „kafla 6: Joseph og Oliver er veitt prestdæmið,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 26–27, eða samsvarandi myndband í Gospel Library). Gætu þau haft gaman af því að teikna mynd af viðburðinum, byggða á því sem þið lesið fyrir þau í Joseph Smith – Sögu 1:68–74?

    2:12

    Angels Restore the Priesthood: Power to do God's work

  • Þið gætuð líka sýnt mynd af Jóhannesi skírara meðan þið lesið saman Matteus 3:13–17; Joseph Smith – Sögu 1:68–70. Af hverju var mikilvægt að Drottinn sendi Jóhannes skírara til að veita Joseph Smith prestdæmisvaldið til að skíra?

Búið börn ykkar undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs Fyrir fleiri hugmyndir til að hjálpa börnum ykkar að læra um kraft, vald og lykla prestdæmisins, sjá þá viðauka A eða viðauka B.

Jóhannes skírari skírir Jesú Krist

Teikning af skírn Jesú, eftir Dan Burr

Kenning og sáttmálar 13

Himneskur faðir blessar mig fyrir tilstilli Aronsprestdæmisins.

  • Til að hvetja til umræðu um lyklana sem tilgreindir eru í Kenningu og sáttmála 13, þá gætuð þið og börn ykkar haft lyklakippu fyrir augum ykkar og rætt hvað við getum gert með lyklum. Þið gætuð ef til vill hjálpað þeim að finna orðið lyklar í kafla 13. Hvaða önnur orð og orðtök í Kenningu og sáttmálum 13 lýsa blessunum Aronsprestdæmisins? Börn ykkar gætu líka tilgreint hvernig himneskur faðir blessar okkur með prestdæminu í myndbandinu „Blessing of the Priesthood“ (Gospel Library).

3:5

Blessings of the Priesthood

Kenning og sáttmálar 15:4–6; 16:4–6

Að hjálpa öðrum að koma til Jesú Krists er „mest virði.“

  • John og Peter Whitmer vildu báðir vita hvað yrði þeim mest virði (sjá Kenning og sáttmálar 15:4; 16:4). Þið og börn ykkar gætuð ef til vill rætt það sem ykkur er mikils virði. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 15:6 eða 16:6, biðjið þá börn ykkar að rétta upp hönd þegar þau heyra hvað Drottinn segir vera „mest virði.“

  • Hvað felst í því að „leiða sálir til [Jesú Krists]“? Hjálpið börnum ykkar að skrá hugmyndir, til að mynda að vera öðrum vinir, miðla vini ritningum eða biðja fyrir einhverjum í nauð. Börn ykkar gætu fundið myndir af þessu í kirkjutímaritum eða í Trúarmyndabók. Eða þau gætu sjálf teiknað myndir. Bjóðið þeim að velja eitthvað af því sem þau skráðu til að framkvæma. Þið gætuð líka sungið saman fjórða versið í „Í faðmi frelsarans“ (Barnasöngbókin, 42).

Kenning og sáttmálar 17

Ég get verið vitni um Mormónsbók.

  • Kafli 7: Vitni sjá gulltöflurnar“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 31–33, eða samsvarandi myndband í Gospel Library) getur verið börnum ykkar gagnlegur við að læra um vitnin þrjú. Segið börnum ykkar hvernig þið vitið að Mormónsbók er sönn, eftir að hafa lesið Kenningu og sáttmála 17:5–6. Hvernig getum við verið vitni um Mormónsbók?

    4:58

    Witnessess See the Book of Mormon Plates: Bearing testimony to the world

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Joseph og Oliver meðtaka Aronsprestdæmið af hendi Jóhannesar skírara

Yður, samþjónum mínum, veiti ég, eftir Lindu Curley Christensen

verkefnasíða fyrir börn