Kom, fylg mér
30. desember – 5. janúar: „Hin fyrirheitna endurreisn heldur áfram“: Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists


„30. desember – 5. janúar: „Hin fyrirheitna endurreisn heldur áfram“: Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

sólin rís á himni

30. desember – 5. janúar: „Hin fyrirheitna endurreisn heldur áfram“

Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists

Hvernig heldur þú hátíðlegt 200 ára afmæli atburðar sem breytti heiminum? Það er spurningin sem Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin veltu fyrir sér þegar apríl 2020 nálgaðist, sem markaði að 200 ár voru liðin frá Fyrstu sýn Josephs Smith. „Við veltum því fyrir okkur hvort reisa ætti minnisvarða,“ rifjaði Russell M. Nelson forseti upp. „Þegar við hins vegar íhuguðum hina einstöku sögulegu og alþjóðlegu áhrif þessarar Fyrstu sýnar, fannst okkur við knúnir til að búa til minnismerki, en þó ekki úr granít eða steini, heldur úr orðum …, ekki rist á „steintöflur,“ heldur fremur rituð á ‚hjartaspjöld okkar úr holdi‘ [2. Korintubréf 3:3]“ („Hlýð þú á hann,“ Líahóna, maí 2020, 90).

Orð minnisvarðans sem þeir settu saman heita „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins.“ Það er ekki bara minnisvarði um Fyrstu sýnina, heldur líka um allt sem Jesús Kristur hefur gert – og er enn að gera – frá þeim tíma. Endurreisn fagnaðarerindis hans hófst þegar einn einstaklingur sneri sér til Guðs og hlýddi á hann. Hún heldur áfram á sama hátt: Eitt hjarta, ein heilög upplifun í senn – þar á meðal ykkar.

táknmynd náms

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

„Guð elskar börn sín meðal allra þjóða heimsins.“

Hvers vegna ætti yfirlýsing um endurreisnina að hefjast á orðum um kærleika Guðs, að ykkar mati? Þegar þið lærið yfirlýsinguna, skuluð þið leita að kærleikstjáningu Guðs til „[barna sinna] meðal allra þjóða heimsins.“ Hvernig hefur endurreisn fagnaðarerindisins hjálpað ykkur að finna kærleika hans?

Sjá einnig Gerrit W. Gong, „Öllum þjóðum, kynkvíslum og tungum,“ aðalráðstefna október 2020.

Endurreisnin hófst á svari við spurningu.

Segja má að frelsarinn hafi hafið endurreisn fagnaðarerindis síns með því að svara spurningu. Hvaða boðskap finnst ykkur yfirlýsingin um endurreisnina hafa fyrir einstakling með spurningu um Guð, fagnaðarerindið eða „varðandi eigin sáluhjálp“? Þið gætuð líka lært Joseph Smith – Sögu 1:5–20, til að sjá hvað þið gætuð lært af Joseph Smith um að finna svör við trúarlegum spurningum.

Sjá einnig Topics and Questions, „Seeking Answers,“ Gospel Library.

málverk af Joseph Smith horfandi upp í trjálundi

Hluti af Þrá hjarta míns, eftir Walter Rane

trúarskólatákn
Jesús Kristur hefur endurreist kirkju sína.

Hvað vitið þið um „kirkju Krists í Nýja testamentinu,“ sem frelsarinn endurreisti með Joseph Smith? Íhugið að læra þessi ritningarvers og skrá einhverja eiginleika kirkju hans:

  • Matteus 16:15–19

  • Markús 16:15–18

  • Lúkas 6:12–13

  • Postulasagan 4:34–35

  • 1. Korintubréf 15:29

  • Efesusbréfið 4:11–15

Næst gætuð þið tengt ritningarnar hér að ofan við þær að neðan, sem lýsa því hvernig Jesús Kristur endurreisti þessa eiginleika kirkju sinnar fyrir tilstilli Josephs Smith:

Af hverju eruð þið þakklát fyrir endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists?

Öldungur Jeffrey R. Holland og eiginkona hans reyndu eitt sinn að ímynda sér hvernig þeim hefði fundist að vera á lífi áður en kirkjan var endurreist. „Hvað myndum við vilja að við hefðum?“ spurðu þau sig sjálf. Lesið um upplifun þeirra í „Fullkomið vonarljós” (aðalráðstefna, apríl 2020). Hvernig hefur endurreisnin hjálpað við að uppfylla andlegar vonir ykkar?

Sjá einnig Topics and Questions, „Apostasy and the Restoration of the Gospel,“ Gospel Library.

„Hin fyrirheitna endurreisn heldur áfram.“

Hafið þið einhvern tíma litið á ykkur sjálf sem hluta af endurreisn fagnaðarerindisins? Hugleiðið þessi orð Dieters F. Uchtdorf forseta: „Stundum hugsum við um endurreisn fagnaðarerindisins sem eitthvað sem er fullgert, þegar að baki okkar. … Í raun er endurreisnin viðvarandi ferli; við lifum í því núna“ („Sefur þú í gegnum endurreisnina?,“ aðalráðstefna, apríl 2014).

Þegar þið búið ykkur undir að læra hvernig fagnaðarerindið var endurreist á 19. öldinni, gætuð þið byrjað á því að íhuga hvernig það var endurreist í lífi ykkar. Lesið yfirlýsinguna um endurreisnina með spurningar eins og þessar í huga: Hvernig hef ég komist að því að þetta er sannleikur? Hvernig tek ég þátt í endurreisninni í dag?

„Himnarnir eru opnir.“

Hvaða merkingu hefur orðtakið „himnarnir eru opnir“ fyrir ykkur? Hvaða staðfestingar sjáið þið – í yfirlýsingunni um endurreisnina, í kirkjunni í dag, í ritningunum og í lífi ykkar – um að himnarnir séu sannlega opnir?

Þið gætuð líka haft „Sjá, dagur rís“ (Sálmar, nr. 1) með sem hluta af námi ykkar. Hvað finnið þið í þessum sálmi sem eykur skilning ykkar á orðtakinu „himnarnir eru opnir“?

Sjá einnig Quentin L. Cook, „Blessanir viðvarandi opinberana til spámanna og einstaklinga okkur til leiðsagnar,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Læra saman. Nelson forseti bauð okkur að „læra [yfirlýsinguna um endurreisnina] persónulega og með fjölskyldumeðlimum [okkar] og vinum“ („Hlýð þú á hann“). Íhugið hvernig þið gætuð haft aðra með í námi ykkar.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 01

Hugmyndir fyrir kennslu barna

„Við lýsum hátíðlega yfir.“

  • Þegar þið lesið hluta af yfirlýsingunni um endurreisnina með börnunum ykkar (eða horfið á myndbandið af Nelson forseta að lesa hana), hjálpið þeim þá að finna setningar sem byrja á orðtökum eins og „við staðfestum,“ „við lýsum yfir“ eða „við vitnum.“ Hvaða sannleika eru spámenn okkar og postular að boða? Þið og börn ykkar gætuð ef til vill miðlað eigin vitnisburði um einhver þessara sömu sanninda.

    6:0

    Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists

„Joseph Smith … hafði spurningar.“

  • Það gæti verið áhugavert fyrir börnin ykkar að kanna nokkrar þeirra spurninga sem Joseph Smith hafði sem leiddu til endurreisnar fagnaðarerindis frelsarans. Hjálpið þeim að finna einhverjar þeirra í Joseph Smith – Sögu 1:10, 29, 68. Hvernig erum við blessuð í dag vegna þess að Guð svaraði spurningum Josephs Smith?

  • Þið gætuð líka gefið börnum ykkar tækifæri til að ræða spurningar sem þau hafa. Hvað lærð þið af Joseph Smith um það hvernig leita á svara? (sjá Joseph Smith – Saga 1:8–17; sjá einnig vers 3 og 4 í „This Is My Beloved Son,“ Children’s Songbook, 76).

„Himneskir sendiboðar komu … til að leiðbeina Joseph.“

  • Hverjir voru þessir „[himnesku] sendiboðar [sem] komu … til að leiðbeina Joseph“? Börn ykkar gætu haft gaman að því að finna myndir af þeim í Trúarmyndabók (sjá nr. 91, 93, 94, 95). Hvernig hjálpaði hver þessara sendiboða við að „endurreisa kirkju Jesú Krists“? Ritningarversin sem lögð eru til á verkefnasíðu þessarar viku geta hjálpað börnum ykkar að svara þessari spurningu.

The Prophet Joseph Smith sitting on his bed in the Smith farm house. Joseph has a patchwork quilt over his knees. He is looking up at the angel Moroni who has appeared before him. Moroni is depicted wearing a white robe. The painting depicts the event wherein the angel Moroni appeared to the Prophet Joseph Smith three times in the Prophet's bedroom during the night of September 21, 1823 to inform him of the existence and location of the gold plates, and to instruct him as to his responsibility concerning the plates.

Jesús Kristur hefur endurreist kirkju sína.

  • Hvernig gætuð þið hjálpað börnum ykkar að skilja hvað það þýðir fyrir kirkju frelsarans að hún hafi verið endurreist? Þau gætu ef til vill byggt einfaldan turn með kubbum eða bollum og „endurreist“ eða endurbyggt hann. Eða ef börnin ykkar hafa einhvern tíma þurft að skipta einhverju út vegna þess að það týndist eða skemmdist, gætuð þið borið þá reynslu saman við frelsarann að endurreisa kirkju sína. Hjálpið þeim að finna tiltekna hluti sem nefndir eru í yfirlýsingunni um endurreisnina sem frelsarinn endurreisti.

faðir og börn að leika sér með kubba

„Himnarnir eru opnir.“

  • Til að útskýra hvað orðtakið „himnarnir eru opnir“ þýðir, gætuð þið ef til vill miðlað börnum ykkar boðskap, fyrst á bak við lokaðar dyr og síðan í gegnum opnar dyr. Leyfið þeim líka að skiptast á við að miðla boðskap. Hvaða boðskap hefur Jesús Kristur fyrir okkur? Hvaða upplifanir hafa hjálpað okkur að vita að himnarnir eru opnir fyrir okkur?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.