Doctrine and Covenants 2025
Hugmyndir til að bæta nám á heimili og í kirkju


„Hugmyndir til að bæta nám á heimili og í kirkju,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Hugmyndir til að bæta nám á heimili og í kirkju,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

fjölskylda lærir saman

Hugmyndir til að bæta nám á heimili og í kirkju

Hugleiðið eftirfarandi spurningar þegar þið lærið fagnaðarerindi frelsarans á heimili ykkar og í kirkju:

  • Hvernig getið þið boðið andanum að vera með í námi ykkar?

  • Hvernig getið þið einblínt á frelsarann í námi ykkar?

  • Hvernig getið þið nýtt ykkur þau daglegu tækifæri sem gefast til að læra?

  • Hvernig getið þið hvatt meðlimi fjölskyldu ykkar og bekkjar til að læra ritningarnar persónulega og miðlað því sem þeir hafa lært?

Hér eru nokkrar einfaldar aðferðir til að auðga nám ykkar á orði Guðs.

Biðjast fyrir um innblástur

Ritningarnar eru orð Guðs, svo biðjið hann um hjálp til að skilja þær.

Gæta að sannleika um Jesú Krist

Allt ber vitni um Krist (sjá 2. Nefí 11:4; HDP Móse 6:63), íhugið því að skrifa niður eða merkja við vers sem vitna um frelsarann, dýpka elsku ykkar til hans og kenna hvernig á að fylgja honum. Stundum er sannleikur um frelsarann og fagnaðarerindi hans settur beint fram og stundum er hann settur fram í dæmisögu eða frásögn. Spyrjið ykkur sjálf: „Hvaða eilífi sannleikur er kenndur í þessum versum? Hvað kenna þessi ritningarvers mér um frelsarann?“

Hlustið á andann

Gætið að hugsunum ykkar og tilfinningum, jafnvel þótt þær tengist ekki beint efninu sem þið lesið. Þau hughrif gætu tengst því sem himneskur faðir vill að þið lærið.

Skrá hughrif ykkar

Hægt er að skrá hughrifin sem berast við námið á marga vegu. Þið gætuð til að mynda fundið þau sérstöku orð og orðtök í ritningunum sem koma í huga ykkar; þið gætuð merkt við þau og skráð hugsanir ykkar sem athugasemd í ritningarnar ykkar. Þið gætuð líka haldið dagbók yfir innblásturinn, tilfinningarnar og hughrifin sem þið hljótið.

stúlka lærir

Miðlið því sem þið lærið með öðrum.

Umræða um það sem þið lærið í einkanámi ykkar, er góð leið til að kenna öðrum og það eykur líka skilning ykkar á því sem þið lásuð. Miðlið því sem þið lærið með fjölskyldumeðlimum og vinum (í eigin persónu eða rafrænt) og bjóðið þeim að gera hið sama.

Heimfæra ritningarnar upp á eigið líf

Hugleiðið hvernig þær sögur og kenningar sem þið lesið eiga við um líf ykkar sjálfra. Þið gætuð t.d. spurt ykkur sjálf: „Hvaða upplifanir hef ég hlotið sem eru svipaðar lestrarefninu?“

Spyrjið spurninga er þið lærið.

Þegar þið lærið ritningarnar, geta spurningar komið upp í hugann. Þær spurningar gætu tengst lestrarefninu eða lífi ykkar almennt. Íhugið þessar spurningar og leitið svara er þið haldið áfram að læra ritningarnar.

ungur maður lærir ritningar

Nota hjálpartæki ritningarnáms

Notið neðanmálstilvísanir til að auka skilning ykkar á þeim versum sem þið lesið, sem og Topical Guide, Bible Dictionary og Leiðarvísi að ritningunum og annað sem hjálpar við námið.

Íhuga samhengi ritningarversa

Þið getið fengið mikilvægan skilning á ritningarversi ef þið íhugið samhengi þess, þar á meðal aðstæður eða sögusvið versins. Það getur t.d. aukið skilning ykkar á merkingu orða Guðs að vera kunnug bakgrunni og trú þess fólks sem hann átti samskipti við. Þið getið lært um þetta í Heilagir, opinberanir í samhengi, í fyrirsögnum í Kenningum og sáttmálum og í öðrum heimildum.

Læra orð síðari daga spámanna og postula

Lesið það sem síðari daga spámenn og postular hafa kennt um reglurnar sem þið finnið í ritningunum.

móðir og sonur læra saman

Lifa eftir því sem þið lærið

Ritningarnám ætti ekki aðeins að auka skilning okkar, heldur líka að breyta lífsmáta okkar. Hlustið á það sem andinn hvetur ykkur til að gera við lesturinn og bregðast síðan við þeirri hvatningu.

Nota tónlist

Ábendingar um sálma og barnasöngva má finna víða í Kom, fylg mér. Notið helga tónlist til að bjóða andanum að dýpka trú ykkar og vitnisburð um sannleika fagnaðarerindisins.

fjölskylda syngur saman

Læra ritningarvers utanbókar

Veljið ritningarvers sem eru ykkur mikilvæg, fjölskyldu ykkar eða námsbekk ykkar, lærið þau utanbókar með því að endurtaka þau daglega eða farið í minnisleik.

Hafa sýnikennslu

Finnið hluti sem tengjast köflunum og versunum sem þið lesið. Íhugið hvernig hver hlutur tengist kennslunni í ritningunum.

Teikna, finna eða taka ljósmynd

Lesið fáein vers og teiknið síðan eitthvað sem tengist lestrinum. Þið gætuð líka þess í stað fundið mynd í Trúarmyndabók eða annarsstaðar í Gospel Library. Þið gætuð líka tekið ljósmynd af því sem útskýrir það sem þið lærðuð.

Leika sögu

Bjóðið meðlimum í fjölskyldu eða námsbekk ykkar að leika sögu eftir lestur hennar. Ræðið að því loknu hvernig sagan tengist því sem þið upplifið.

Vera sveigjanleg heima

Ef fjölskyldumeðlimir ykkar eru ekki fúsir til að vera með í ritningarnámi fjölskyldunnar, reynið þá að tengjast þeim á annan hátt. Gætuð þið til að mynda miðlað eilífum sannleika á eðlilegan hátt í samtölum ykkar eða miðlað mikilvægu ritningarversi, án þess að prédika eða sýna oflæti? Ritningarnám þarf ekki að vera eins í öllum fjölskyldum. Sumum börnum gæti gengið betur að læra ritningarnar í einkakennslu. Hafið bæn í huga og fylgið innblæstri andans.

Kennararáðsfundur fyrir foreldra. Ef þið viljið fá frekari hjálp í viðleitni ykkar til að kenna börnum ykkar, skuluð þið kanna hvort deild ykkar hefur kennararáðsfundi fyrir foreldra (sjá Almenn handbók, 17.5). Þessir fundir eru tækifæri fyrir foreldra til að ræða og læra saman um hvernig bæta megi kennslu þeirra. Þau gætu rætt reglurnar í Kenna að hætti frelsarans, hugmyndirnar á þessum síðum til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar og náms- og kennslutillögurnar sem finna má víða í Kom, fylg mér.