Ritningar
Eter 12
fyrri næsta

12. Kapítuli

Spámaðurinn Eter hvetur fólkið til trúar á Guð — Moróní segir frá þeim undrum og kraftaverkum, sem trúin getur komið til leiðar — Trúin gerði bróður Jareds mögulegt að sjá Krist — Drottinn gefur mönnum veikleika, til þess að þeir verði auðmjúkir — Í trú bauð bróðir Jareds fjallinu Serín að flytja sig — Trú, von og kærleikur skilyrði sáluhjálpar — Moróní sá Jesú augliti til auglitis.

1 Og svo bar við, að Eter lifði á tímum Kóríantumrs, en aKóríantumr var konungur yfir öllu landinu.

2 Og aEter var spámaður Drottins. Þess vegna gekk Eter fram á tímum Kóríantumrs og hóf að spá fyrir þjóðinni, því að ekkert gat baftrað honum vegna anda Drottins, sem í honum bjó.

3 Því að hann ahrópaði frá sólaruppkomu til sólarlags og hvatti fólkið til að trúa á Guð og iðrast, ella yrði því btortímt, og hann sagði því, að fyrir ctrú uppfyllist allir hlutir —

4 Sá, sem tryði á Guð, gæti því með vissu avonast eftir betri heimi, já, jafnvel samastaðar til hægri handar Guði, en sú von sprettur af trú og er sálum mannanna sem bakkeri, er gjörir þá örugga og trúfasta og ætíð ríka af cgóðum verkum, Guði til ddýrðar.

5 Og svo bar við, að Eter spáði fyrir fólkinu um mikla og undursamlega hluti, sem það trúði ekki, vegna þess að það sá þá ekki.

6 Og nú vil ég, Moróní, segja nokkuð um þetta. Ég vil sýna heiminum, að atrú er bvon um það, sem cekki er unnt að sjá. Deilið því ekki, sakir þess að þér sjáið ekki, því að þér fáið engan vitnisburð fyrr en eftir að dreynt hefur á trú yðar.

7 Því að fyrir trú sýndi Kristur sig feðrum vorum eftir að hann hafði risið upp frá dauðum. Og hann birtist þeim ekki fyrr en þeir trúðu á hann. Þess vegna hljóta nokkrir að hafa trúað á hann, því að hann sýndi sig ekki heiminum.

8 En vegna trúar mannanna hefur hann sýnt sig heiminum og gjört nafn föðurins dýrðlegt og rutt veginn, svo að aðrir geti átt hlut í hinni himnesku gjöf og geti vonast eftir því, sem þeir hafa ekki séð.

9 Þess vegna getið þér einnig eignast von og hlutdeild í gjöfinni, ef þér aðeins trúið.

10 Sjá. Það var fyrir trú, að þeir til forna voru akallaðir samkvæmt hinni helgu reglu Guðs.

11 Fyrir trú var lögmál Móse þess vegna gefið. En með því að gefa son sinn hefur Guð fyrirbúið enn abetri leið. Og það er fyrir trú, að það er uppfyllt.

12 Því að ef engin atrú er meðal mannanna barna, getur Guð engin bkraftaverk gjört meðal þeirra. Þess vegna sýndi hann sig ekki fyrr en menn trúðu.

13 Sjá. Það var fyrir trú Alma og Amúleks, að afangelsið hrundi til grunna.

14 Sjá. Það var trú Nefís og Lehís, sem olli abreytingunni á Lamanítum, svo að þeir voru skírðir með eldi og bheilögum anda.

15 Sjá. Það var fyrir trú aAmmons og bræðra hans, að bhin miklu kraftaverk urðu meðal Lamaníta.

16 Já, allir þeir, sem akraftaverk unnu, unnu þau fyrir btrú, já, bæði þeir, sem voru uppi fyrir Krist, og einnig eftir.

17 Og það var fyrir trú, að lærisveinarnir þrír hlutu það fyrirheit, að þeir skyldu aekki smakka dauðann. Og þeir fengu ekki þetta loforð fyrr en þeir trúðu.

18 Og aldrei nokkru sinni hafa nokkrir unnið kraftaverk fyrr en þeir hafa trúað. Þess vegna trúðu þeir fyrst á Guðssoninn.

19 Og trú margra var svo sterk, jafnvel aáður en Kristur kom, að ekki var unnt að halda þeim handan bhulunnar, heldur sáu þeir í raun með augum sínum, það sem þeir sáu með auga trúarinnar, og þeir glöddust.

20 Og sjá. Vér höfum séð í þessari frásögn, að einn þeirra var bróðir Jareds. Því að svo mikil var trú hans á Guð, að þegar Guð rétti fram afingur sinn, gat hann ekki hulið hann sjónum bróður Jareds vegna þess orðs, sem hann hafði talað til hans, orðs, sem hann hafði hlotið fyrir trú.

21 Og eftir að bróðir Jareds hafði séð fingur Drottins vegna þess aloforðs, sem bróðir Jareds hafði fengið fyrir trú, gat Drottinn ekki haldið neinu frá sjónum hans. Þess vegna sýndi hann honum allt, því að ekki var lengur unnt að halda honum handan bhulunnar.

22 Og það er fyrir trú, að feður mínir hafa hlotið það afyrirheit, að Þjóðirnar skuli færa bræðrum þeirra þessa hluti. Þess vegna hefur Drottinn gefið mér fyrirmæli, já, Jesús Kristur.

23 Og ég sagði við hann: Drottinn, Þjóðirnar munu hæðast að þessu, vegna avangetu vorrar við að skrifa. Því að fyrir trú hefur þú, Drottinn, gjört oss máttuga í orði, en þú hefur ekki gjört oss bmáttuga í riti. Því að þú hefur gjört allt þetta fólk fært um að mæla margt vegna heilags anda, sem þú hefur gefið því —

24 En þú hefur aðeins gjört oss mögulegt að rita lítið eitt vegna þess, hve klaufalegar hendur vorar eru. Sjá. Þú hefur ekki gjört oss máttuga í ariti eins og bróður Jareds, því að þú gjörðir það, sem hann reit, máttugt, já, máttugt sem þig, til að gagntaka þá, sem lesa það.

25 Þú hefur einnig gjört orð vor öflug og sterk, já, jafnvel svo að vér getum ei ritað þau. Þegar vér þess vegna ritum, sjáum vér veikleika vorn og hnjótum um samsetningu orða vorra. Og ég óttast, að Þjóðirnar muni ahæðast að orðum vorum.

26 Og eftir að ég hafði mælt þetta, talaði Drottinn til mín og sagði: Heimskingjar adraga dár að öðrum, en þeir munu sjá eftir því. Og náð mín nægir hinum bljúgu, svo að þeir munu ekki færa sér veikleika yðar í nyt —

27 Og komi menn til mín, mun ég sýna þeim aveikleika sinn. Ég bgef mönnum veikleika, svo að þeir geti orðið auðmjúkir. Og cnáð mín nægir öllum mönnum, sem dauðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið eveika verða styrk þeirra.

28 Sjá. Ég mun sýna Þjóðunum veikleika sinn, og ég mun sýna þeim, að atrú, von og kærleikur leiðir þær til mín — uppsprettu alls réttlætis.

29 En þegar ég, Moróní, hafði heyrt þessi orð, lét ég hughreystast og sagði: Ó Drottinn, verði þinn réttláti vilji, því að ég veit, að þú breytir við mannanna börn í samræmi við trú þeirra —

30 Því að bróðir Jareds sagði við fjallið Serín: aFlyt þig — og það flutti sig. Og hefði hann ekki trúað, hefði það ekki flutt sig. Þess vegna fara verk þín eftir trú mannanna.

31 Því að þannig opinberaðir þú þig lærisveinum þínum. Eftir að þeir atrúðu og töluðu í þínu nafni, sýndir þú þig þeim í miklu veldi.

32 Og ég minnist þess einnig, að þú sagðist hafa búið manninum bústað, já, jafnvel í ahíbýlum föður þíns, sem gæfi manninum glæstari bvon. Þess vegna verður maðurinn að vona, ella getur hann ekki erft þann stað, sem þú hefur fyrirbúið.

33 Og enn fremur minnist ég þess, að þú hefur sagt, að þú aelskir heiminn, jafnvel svo mjög, að þú fórnir lífi þínu fyrir hann, svo að þú fáir tekið það aftur til að búa mannanna börnum bústað.

34 Og nú veit ég, að sú aelska, sem þú hefur borið til mannanna barna, er kærleikur. Skorti menn þess vegna kærleik, geta þeir ekki erft þann stað, sem þú hefur fyrirbúið þeim í híbýlum föður þíns.

35 Af því, sem þú hefur mælt, veit ég þess vegna, að ef Þjóðirnar sýna ekki veikleika okkar kærleika, þá munt þú reyna þær og taka frá þeim ahæfileika þeirra, já, jafnvel það, sem þeim hefur þegar verið gefið, og gefa þeim, sem enn ríkulegar mun veitt.

36 Og svo bar við, að ég bað Drottin að vera Þjóðunum anáðugur, svo að þær fengju öðlast kærleika.

37 Og svo bar við, að Drottinn mælti við mig: Skorti þær kærleik, skiptir það þig engu, þú hefur verið trúr; þess vegna verða klæði þín ahreinsuð. Og vegna þess að þú hefur komið auga á bveikleika þinn, skalt þú styrkur gjörður, já, til að setjast niður á þeim stað, sem ég hef fyrirbúið í híbýlum föður míns.

38 En ég, Moróní, kveð nú Þjóðirnar, já, og einnig bræður mína, sem ég elska, þar til við munum hittast fyrir adómstóli Krists, þar sem allir menn skulu vita, að bklæði mín eru óflekkuð af blóði yðar.

39 Og þá skuluð þér vita, að ég hef aséð Jesú, og að hann hefur talað við mig baugliti til auglitis, og að hann sagði mér frá þessum hlutum í einfaldleika og af auðmýkt, já, eins og maður talar við mann á eigin tungu —

40 En aðeins fátt af því hef ég ritað vegna vangetu minnar til þess.

41 Og nú býð eg yður að aleita þessa Jesú, sem spámennirnir og postularnir hafa ritað um, svo að náð Guðs föðurins, og einnig Drottinn Jesús Kristur og heilagur andi, sem ber þeim bvitni, megi vera og haldast í yður að eilífu. Amen.