Ritningar
Eter 9


9. Kapítuli

Konungdómurinn gengur manna á milli vegna arftaka, launráða og morða — Emer sá son réttlætisins — Margir spámenn kalla menn til iðrunar — Hungursneyð og eiturslöngur hrella fólkið.

1 Og nú held ég, Moróní, áfram frásögn minni. En svo fór, að vegna aleynisamtaka Akisar og vina hans náðu þeir undir sig ríki Ómers.

2 Engu að síður var Drottinn Ómer miskunnsamur og einnig þeim sonum hans og dætrum, sem ekki sóttust eftir að tortíma föður sínum.

3 Og Drottinn aðvaraði Ómer í draumi og sagði honum að flýja land. Þess vegna fór Ómer úr landi og ferðaðist margar dagleiðir. Og hann fór yfir aSímhæðina og fram með henni og kom á þann stað, bþar sem Nefítum var tortímt, og þaðan í austurátt til staðar, sem nefndist Ablom og er við ströndina. Þar reisti hann tjald sitt og einnig synir hans og dætur og allt hans heimilisfólk, nema Jared og hans fjölskylda.

4 Og svo bar við, að Jared var smurður konungur þjóðarinnar með hendi ranglætisins, og hann gaf Akis dóttur sína fyrir eiginkonu.

5 Og svo bar við, að Akis sóttist eftir lífi tengdaföður síns, og hann sneri sér til þeirra, sem höfðu svarið honum hina fornu eiða, og þeir hjuggu höfuðið af tengdaföður hans, er hann sat í hásæti sínu og hlýddi á þegna sína.

6 Því að svo mikil var útbreiðsla þessara ranglátu og leyndu samtaka, að þau höfðu spillt hjörtum allrar þjóðarinnar. Þess vegna var Jared myrtur í hásæti sínu, en Akis ríkti í hans stað.

7 Og svo bar við, að Akis varð afbrýðisamur við son sinn og lét þess vegna loka hann í fangelsi og hélt honum þar við lítið sem ekkert fæði, þar til hann leið dauða.

8 En bróðir þess, sem leið dauða (nafn hans var Nimra) var reiður föður sínum vegna þess, sem hann hafði gjört bróður hans.

9 Og svo bar við, að Nimra safnaði saman nokkrum hópi manna, og þeir flúðu landið, fóru til Ómers og dvöldu með honum.

10 Og svo bar við, að Akis gat aðra syni, og þeir unnu hylli fólksins, þó að þeir hefðu svarið honum þann eið að vinna alls konar misgjörðir að hans óskum.

11 En þjóð Akisar þráði gróða á sama hátt og Akis þráði völd. Þess vegna buðu synir Akisar fólkinu fé og fengu þannig meiri hluta þjóðarinnar á sitt band.

12 Og margra ára styrjöld hófst á milli Akisar og sona hans, já, þar til við lá, að allir þegnar ríkisins tortímdust, já, allir nema þrjátíu sálir og þeir, sem flúið höfðu með Ómer.

13 Þess vegna komst Ómer aftur til valda í erfðalandi sínu.

14 Og svo bar við, að Ómer varð aldinn að árum, en gat þó Emer á gamalsaldri, og hann smurði Emer til konungdóms eftir sig.

15 Og eftir að hann hafði smurt Emer til konungs, upplifði hann frið í landinu í tvö ár, en þá andaðist hann eftir að hafa lifað marga sorgardaga. Og svo bar við, að Emer ríkti í hans stað og fetaði í fótspor föður síns.

16 Og Drottinn hóf á ný að létta af bölvuninni í landinu, og ætt Emers þreifst mjög vel undir hans stjórn, og á sextíu og tveimur árum varð fólkið mjög voldugt og stórefnað —

17 Fólkið átti alls kyns ávexti, korn, silki, fínt lín, gull, silfur og aðra dýrmæta hluti —

18 Einnig alls kyns fénað, uxa og kýr, sauðfé, svín og geitur og alls kyns önnur dýr, sem voru manninum til matar.

19 Og það átti einnig ahesta og asna, og þar voru fílar, kúrelómur og kúmómur, sem öll voru manninum til nytja og þá sérstaklega fílarnir, kúrelómurnar og kúmómurnar.

20 Og þannig úthellti Drottinn blessunum sínum yfir þetta land, sem var öllum öðrum löndum abetra, og hann bauð, að allir, sem eignuðust landið, skyldu eigna það Drottni, ella yrði þeim btortímt, þegar misgjörðir þeirra næðu hámarki. Því að yfir slíka, segir Drottinn, mun ég úthella fyllingu heilagrar reiði minnar.

21 Og Emer ríkti í réttlæti alla sína daga, og hann gat marga syni og dætur. Og hann gat Kóríantum, og hann smurði Kóríantum til valda í sinn stað.

22 Og eftir að hann hafði smurt Kóríantum til valda í sinn stað, lifði hann í fjögur ár, og friður ríkti í landinu. Já, og hann sá jafnvel aSon réttlætisins og gladdist og fagnaði tíma hans. Og hann dó í friði.

23 Og svo bar við, að Kóríantum fetaði í fótspor föður síns og reisti margar voldugar borgir og kenndi þjóð sinni það sem gott var alla sína daga. En svo bar við, að hann eignaðist engin börn, fyrr en hann var fjörgamall.

24 Og svo bar við, að eiginkona hans lést, þegar hún var eitt hundrað og tveggja ára gömul. Og svo bar við, að Kóríantum tók sér háaldraður unga stúlku fyrir eiginkonu og gat með henni syni og dætur. Hann lifði því, þar til hann var eitt hundrað fjörutíu og tveggja ára að aldri.

25 Og svo bar við, að hann gat Kóm, og Kóm tók við völdum í hans stað, og hann ríkti í fjörutíu og níu ár, og hann gat Het og einnig aðra syni og dætur.

26 Og fólkið dreifðist um allt landið, og enn á ný varð mjög mikið ranglæti í landinu, og Het tók að gæla við hin fornu leyniráð um að tortíma föður sínum.

27 Og svo bar við, að hann steypti föður sínum af stóli, því að hann drap hann með sínu eigin sverði og tók völd í hans stað.

28 Og enn á ný komu fram spámenn í landinu og boðuðu fólkinu iðrun — að það yrði að greiða Drottni veg, ella félli bölvun yfir landið, já, jafnvel mikil hungursneyð, sem mundi tortíma því, ef það iðraðist ekki.

29 En fólkið trúði ekki orðum spámannanna, heldur vísaði þeim á burt. Sumum þeirra var varpað í gryfju og þeir látnir farast. Og svo bar við, að allt þetta gjörði það að boði Hets konungs.

30 Og svo bar við, að mikið hallæri varð í landinu og íbúarnir hrundu niður vegna hallærisins, því að ekkert regn féll á landið.

31 Og einnig komu eiturslöngur yfir landið og ollu mörgum eitrun. Og svo bar við, að hjarðir þeirra tóku að flýja eiturslöngurnar og héldu til landsins í suðri, sem Nefítar kölluðu aSarahemla.

32 Og svo bar við, að mörg dýranna fórust á leiðinni, en þó komust sum þeirra til landsins í suðri.

33 Og svo bar við, að Drottinn lét aeiturslöngurnar hætta að elta þau og lét þær loka leiðinni, svo að fólkið kæmist ekki fram hjá, þannig að þeir, sem það reyndu, féllu fyrir eiturslöngunum.

34 Og svo bar við, að fólkið fylgdi á eftir dýrunum og át hræ þeirra, sem féllu á leiðinni, þar til það hafði etið þau öll. Þegar fólkið nú sá, að það hlyti að farast, tók það að aiðrast misgjörða sinna og ákallaði Drottin.

35 Og svo bar við, að þegar það hafði aauðmýkt sig nægilega fyrir Drottni, sendi hann regn á yfirborð jarðar, og fólkið tók að þrífast aftur, og landið í norðri fór að bera ávöxt og öll löndin umhverfis. Og Drottinn sýndi því vald sitt með því að vernda það gegn hungursneyðinni.